Tugir jarða í eigu fjármálastofnana

Rozměr: px
Začít zobrazení ze stránky:

Download "Tugir jarða í eigu fjármálastofnana"

Transkript

1 Svipmyndir frá Berlín Einhleypur bóndi fyrir austan? Flatkökurnar hennar ömmu Ragnheiðar 16. tölublað 2013 Fimmtudagur 22. ágúst Blað nr árg. Upplag Hindberjatíðin gengur í garð Nokkrir bændur hafa reynt fyrir sér í hindberjarækt undanfarin ár. Ingólfur Guðnason og Sigrún Elfa Reynisdóttir garðyrkjubændur á Engi tóku þátt í samnorrænu tilraunaverkefni, Atlantberry, sem fólst í að koma upp hindberjatrjám í plastskýlum. Á þessu ári lýkur verkefninu en rannsóknaþættirnir gengu m.a. út á það að draga sem mest úr áhættu á veðurskaða og hámarka uppskeru og gæði berjanna. Að sögn Sigrúnar og Ingólfs hefur gengið á ýmsu í ræktuninni síðustu þrjú árin, m.a. hafi verið erfitt að verja plastskýlið í verstu óveðrunum og ýmsu við ræktunina þurfi Íslendingar að ná betri tökum á. Þau segja þó bæði að hindberjaræktun geti átt framtíðina fyrir sér því næg er eftirspurnin á markaðnum. Nánar er rætt við bændurna á Engi um starfsemina á býlinu og samskipti þeirra við veitingamenn á bls. 20. Ingólfur Guðnason bóndi, Sigurður Helgason matreiðslumeistari á Grillinu og Sigrún Elfa Reynisdóttir bóndi inni í hindberjaskýlinu á Engi. Mynd / TB Nokkur fjöldi lögbýla hefur verið seldur það sem af er ári: Tugir jarða í eigu fjármálastofnana Að minnsta kosti 90 lögbýli voru í eigu fjármálastofnana um síðustu áramót, skv. Lögbýlaskrá Það eru um 1,4 prósent allra lögbýla á landinu en þau voru á sama tíma talsins. Umrædd lögbýli eða jarðir voru ýmist í eigu fjármálastofnananna sjálfra eða dótturfélaga þeirra. Samkvæmt upplýsingum sem Bændablaðið hefur fengið frá umræddum fjármálastofnunum hefur jörðum í þeirra eigu fækkað það sem af er ári, í flestum tilfellum. Þó er það ekki algilt. Flest þessara lögbýla eiga fjármálastofnanirnar að fullu en í fáum tilvikum eiga þau jarðirnar að hluta á móti öðrum eigendum. Landsbankinn stærstur Landsbankinn og dótturfélög hans áttu langflestar þessara jarða eða 48 lögbýli. Þar af átti félagið Lífsval 33 lögbýli. Dótturfélag Landsbankans, Hömlur, á tæp 90 prósent í Lífsvali eftir að hafa tekið yfir hluti í félaginu á síðasta ári. Landsbankinn sjálfur átti 9 lögbýli og Hömlur 1 áttu 6. Allar þessar eignir hafa komist í hendur bankans eða félaga hans vegna skuldaskila. Samkvæmt lögbýlaskrá eru 1,4% lögbýla á Íslandi í eigu fjármálafyrirtækja. Mynd / TB 16 jarðir Lífsvals seldar Lífsval á í dag 25 jarðir að því er kemur fram í upplýsingum sem Bændablaðið óskaði eftir. Meðal þeirra jarða eru Flatey á Mýrum, eitt stærsta kúabú landsins og Miðdalur í Skagafirði sem er stórt og gróið sauðfjárbú. Í maí 2012 hófst söluferli á jörðum félagsins og voru þá 19 jarðir auglýstar til sölu. Ákveðið var að setja jarðir í sölu í áföngum til að koma í veg fyrir offramboð á jörðum með mögulegri verðlækkun. Allar jarðir félagsins eru hins vegar komnar á sölu nú. Á síðustu 15 mánuðum hafa 16 jarðir félagsins verið seldar. Eftir því sem kemur fram í upplýsingum frá Lífsvali eru viðræður í gangi um sölu á nokkrum jörðum eins og sakir standa. Deilur við ábúendur hefta sölu Frá áramótum hefur ein jörð í eigu Hamla 1 verið seld en að sama skapi hefur ein jörð bæst í eignasafnið. Af þeim sex jörðum sem félagið á eru þrjár í söluferli og eru þær allar í útleigu til næsta hausts. Hinar þrjár jarðirnar eru ekki komnar í hendur félagsins en deilur standa við ábúendur þeirra jarða. Landsbankinn sjálfur hefur frá áramótum selt fimm jarðir og fyrir liggur undirritaður kaupsamningur vegna einnar til viðbótar sem eftir á að staðfesta. Bankinn hefur hins vegar eignast tvær jarðir á þessu ári og helmingshlut í þeirri þriðju. Af þessum sex jörðum sem bankinn á eru fjórar í sölumeðferð. Jörðum í eigu Arion banka fjölgar Arion banki átti um áramót 20 lögbýli. Þeim hefur fjölgað það sem af er ári og á bankinn nú 28 jarðir eða jarðaparta. Ekki fengust nákvæmar upplýsingar frá bankanum um hvernig þróun eignarhalds hans á jörðum hefur verið á árinu og því ekki ljóst hvort eitthvað af jörðum bankans hafi selst á árinu. Þrjár þessara jarða eru í útleigu og á fæstum hinna er stundaður hefðbundinn búskapur. Allir jarðir sem bankinn eignast eru settar í söluferli enda ekki stefna hans að eiga lögbýli. Í einhverjum tilvikum sitja fyrri eigendur enn á jörðunum. Engar jarðir bæst við hjá Íslandsbanka Íslandsbanki átti um áramót sjö lögbýli og tvö til viðbótar voru skráð á fjármögnunarþjónustu bankans þar eð þær eru á eignaleigusamningi. Ein jörð hefur verið seld það sem af er ári og bankinn hefur ekki eignast fleiri jarðir á árinu. Hinar sex jarðirnar eru til sölu og hafa verið auglýstar hjá fasteignasölum. Í einu tilfelli er jörð í útleigu. Íbúðalánasjóður átti um áramót tvær jarðir og hefur sjóðurinn selt aðra þeirra en hin er til sölu. Óalgengt er að sjóðurinn eignist bújarðir en fleiri dæmi eru um að hús sem byggð hafa verið á lóðum sem teknar hafa verið út úr jörðum lendi í höndum sjóðsins. Tvö lögbýli voru í eigu Landsbyggðar ehf. sem er félag í eigu Gamla Landsbankans. Ekki fengust upplýsingar um hvort þær jarðir væru ennþá í eigu þrotabúsins. Þá á Kaupfélag Skagfirðinga (KS) eða dótturfélag þess, sem hér er flokkað með fjármálastofnunum vegna þess að félagið rekur innlánadeild, tíu lögbýli að hluta eða í heild. Fjórar þessara jarða á KS að hluta á móti öðrum aðilum sem reka þar búskap og ein til viðbótar er í útleigu. /fr

2 2 Bændablaðið Fimmtudagur 22. ágúst 2013 Fréttir Mynd / Jón Eiríksson Landskeppni smalahunda Landskeppni smalahunda verður haldin að Fjalli á Skeiðum helgina ágúst. Keppnin hefst á laugardeginum kl. 10:00 en úrslit fara fram á sunnudeginum kl. 10:00. Smalahundadeild Árnessýslu heldur keppnina en deildin var stofnuð árið Alls eru 40 félagsmenn í henni en tilgangurinn með starfseminni er að efla þjálfun, keppni og fræðslu um smalahunda. Síðast hélt Smalahundadeild Árnessýslu keppnina árið 2009 að Miðengi í Grímsnesi og tókst hún vel. Veitingasala verður á svæðinu og í tilkynningu eru allir hvattir til að mæta. Egill Sigurgeirsson er hér við af- Mynd / SMH Býflugur urðu úti í Finnlandi - helmingur búanna glataðist Eins og undanfarin vor flutti Býflugnafélag Íslands (Bý) einnig inn býflugur frá Álandseyjum sl. vor. Meiningin var að flytja inn 48 bú með flugi frá Finnlandi, en illa var gengið frá umbúðunum þannig að rúmlega helmingur býflugnanna slapp út. Egill Sigurgeirsson, formaður félagsins, segir að því miður hafi þetta gerst, en ábyrgðin liggi hjá seljandanum sem beri allt fjárhagsleg tjón. Eftir sitji íslenskir býflugnaræktendur með sárt ennið. Við fórum þá leið að láta nýja félagsmenn njóta forgangs með þau bú sem lifðu ferðalagið af. Ég flaug út og náði að bjarga því sem bjargað varð með því að ganga almennilega frá kössunum og hreinsa til. Annars hefðum við ekki fengið að senda afganginn. Að sögn Egils er býflugnarækt á Íslandi að öðru leyti í miklum blóma. Félagsmönnum fjölgar jafnt og þétt og eru nú 86 félagsmenn skráðir í Bý, þar af 26 nýskráði á árinu Fjölgun búa hjá ræktendum sjálfum hefur aldrei verið meiri eða yfir 80 bú. Lifun hefur sömuleiðis aldrei verið betri, eða yfir 80 prósent, en hún segir til um hlutfall búa sem lifa af íslenskan vetur. /smh Haustréttir 2013 Margir bíða þess í ofvæni að vita hvenær réttardagar haustsins liggja fyrir. Yfirlit yfir fjár- og stóðréttir haustsins er birt á blaðsíðu 24 í þessu blaði en listann er líka að finna á vef Bændasamtakanna, þar sem hann er uppfærður reglulega. Gott ráð til þeirra sem vilja fylgjast með réttarstörfum eða taka þátt er að hafa samband við heimamenn og fá staðfestingu á dagog tímasetningum. Sjá nánar bls. 24 Eyfirskir bændur hafa sumir þurft að kaupa hey Óljóst um uppskeru á norðan- og austanverðu landinu Allnokkrir heyflutningar hafa átt sér stað í Eyjafjörð það sem af er sumri en töluverð brögð voru að því að endurræktun á kalstykkjum hafi misfarist. Þá eru bændur misánægðir með uppskeru á grónum túnum en dæmi eru um að hún sé mun lakari en í meðalári, þrátt fyrir að tíð hafi almennt verið góð í sumar. Þá er ljóst að hey mun verða í minnsta lagi á einhverjum bæjum í Þingeyjarsýslum og á Austurlandi. Það á þó eftir að skýrast betur þegar líður á haust þar eð bændur eru enn í heyskap á þessum svæðum. Endurræktun misfórst Benedikt Hjaltason hefur flutt hey í talsverðum mæli fyrir bændur í Eyjafirði, bæði í vor sem leið og einnig það sem af er sumri. Ég held að það sé að koma í ljós töluverður uppskerubrestur hjá mönnum núna í sumar. Það virðist, að því er ég heyri, eitthvað hafa mistekist við endurræktun í vor hjá ýmsum bændum og það er bara ekki að koma upp úr mörgum af þessum stykkjum sem sáð var í. Það virðist vera allt of algengt. Hjá sumum bændum er þetta auðvitað allt í lagi en hjá öðrum er þetta bara algjör auðn. Ég veit til að mynda að uppi í Öxnadal eru dæmi um að ekkert hafi komið upp úr ökrum sem sáð var í síðastliðið vor og eins austur í Kinn. Því miður. Menn hafa svo sem ekki fundið skýringu á þessu það mér er sagt. Svo er það annað að ég hef heyrt þess dæmi að bændur hér í Eyjafirði séu allt annað en sáttir við Mynd / ÁÞ uppskeru hjá sér á grónum túnum. Hugsanlega er að koma þar í ljós dulið kal sem hefur þessi áhrif. Yfir 500 rúllur fluttar á svæðið Benedikt segir að bændur séu vegna þessa að leita eftir heyi til að tryggja sig. Ætli ég sé ekki búinn að flytja þetta ríflega 500 rúllur í sumar. Mér sýnist að ég muni hafa talsvert að gera í haust og vetur við heyflutninga. Þó að það sé gott að hafa vinnu fyrir mig þá er þetta hörmulegt fyrir bændur. Þetta er mikið högg fyrir þá bændur sem verst fara út úr þessu. Það var þurrkasumar í fyrra, langur vetur og svo kal sem virðist ætla að draga dilk á eftir sér. Ég dáist hins vegar að því hversu sanngjarnir menn hafa verið í verðlagningu á heyi, það er bara rétt að menn taki fyrir útlögðum kostnaði. Gott tíðarfar bjargaði miklu María Svanþrúður Jónsdóttir ráðunautur Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins, sem hefur aðsetur í Þingeyjarsýslu, segist ekki hafa haft spurnir um mikla heyflutninga þar á svæðinu það sem af er sumri. Dæmi séu hins vegar um að sáning hafi mistekist, líkt og í Eyjafirði og það komi auðvitað illa við bændur. Menn eru bara enn í heyskap hér á svæðinu og þetta ekki orðið ljóst. Hér sáðu menn miklu grænfóðri í vor og það er misjafnt hvernig það er statt. Nú þarf bara heyskapartíð til að ná því. Þetta er mjög misjafnt eftir bæjum, sumir eru að fá þá uppskeru sem þeir þurfa á að halda en annars staðar mun líklega þurfa að kaupa hey. Sumir bændur heyjuðu hreinlega með það að markmiði að vera aflögufærir. Aðstæður eru mjög breytilegar. María segir að veðrið í sumar hafi hins vegar bjargað því sem bjargað varð. Tíðin hefur gert óhemjumikið fyrir uppskeru hér. Hvort svæðið verður sjálfbært með hey veit maður ekki, það á eftir að koma í ljós. Bændur enn í heyskap Anna Lóa Sveinsdóttir ráðunautur Ráðgjafamiðstöðvar landbúnaðarins á Austurlandi segir stöðuna svipaða á Austurlandi eins og í Þingeyjarsýslum. Hér eru menn enn að reyna að klára heyskap en staða mála er mjög mismunandi á svæðinu. Sumir bændur eru tæpir á heyjum en aðrir hafa nóg. Menn voru mjög vakandi fyrir því að fá tún sem ekki var verið að nýta hér og hafa bjargað sér með því. Þetta kemur hins vegar ekki í ljós fyrr en líður á haust. /fr Vatn undir álagi við nokkra þéttbýliskjarna í dreifbýli Talið er að við nokkra þéttbýliskjarna í dreifbýli hér á landi sé vatn undir umtalsverðu álagi, m.a. við Laugarvatn, í Árbæjarhverfi í Ölfusi, á Eiðum og á Laugum í Reykjadal. Þetta kemur fram í drögum að stöðuskýrslu fyrir vatnasvæði á Íslandi. Umhverfisstofnun vinnur að stöðuskýrslunni sem fjallar um vatnasvæði á Íslandi í samvinnu við vatnasvæðanefndir og ýmsa aðila og stofnanir sem koma að stjórn vatnamála. Í skýrslunni er m.a. fjallað um skiptingu vatnasvæða, gerðir þeirra Laxveiðisumarið 2013: Veiðin almennt gengið ágætlega Að sögn Viktors Guðmundssonar, formanns Landssamtaka stangaveiðifélaga (LS), hefur stangaveiðin í sumar gengið ágætlega, þegar á heildina er litið. Í fyrra var það ein og ein á sem var í lagi, en almennt léleg veiði. Nú finnst mér það hafa snúist við; almennt er veiðin í góðu lagi en ein og ein sem ekki hefur staðið undir væntingum Þó að almennt hafi dregið úr laxagöngum er heildarstaðan þó betri en í fyrra. Ár á Vesturlandi hafa gefið nokkuð vel en á Austurlandi hefur veiðin verið dræmari. Þó er allt of snemmt að segja til um í hvaða tölum þær enda, þar sem þeirra tími er rétt að byrja enda þekktar fyrir að gefa betur seinni hluta sumars. Af kunnum ám nefnir Viktor sérstaklega Norðurá og Þverá-Kjarrá sem dæmi um ár á Vesturlandi sem og álag á vatn hér á landi. Skýrsludrög voru birt í byrjun desember í fyrra og voru í opinberri kynningu þar til í byrjun júní á þessu ári. Losun mengandi efna frá landbúnaði lítt þekkt Fram kemur að helsta megunarálag á vatn á Íslandi er af völdum óhreinsaðs skólps frá þéttbýlisstöðum og að álagið sé mest í strandsjó við Akureyri, Húsavík og Reykjanesbæ. Annað álag á vatn er losun lífrænna efna frá fiskeldi og fiskvinnslum hafa skilað góðum afla. Hann segir Rangárnar ekki hafa verið neitt sérstaklega gjöfular það sem af er sumri. Það vakni upp spurningar hvort dregið hafi verið úr seiðasleppingum. Viktor telur einnig að vatnsbúskapurinn í ánum hafi sitt að segja um aflabrögðin. Ég er þeirrar skoðunar að þetta mikla vatnsveður í sumar á Suðvestur- og Vesturlandi hafi hjálpað þar til og að sama skapi hafi þurrkurinn á Austulandi spillt fyrir þar. Þetta er líka samspil ýmissa þátta. Maður veit svo sem ekki hvað er að gerast í hafinu, en það er þó greinilegt að fiskurinn er almennt mun betur haldinn í sumar en síðustu sumur. Verðlagsmálin ofarlega á baugi Í lok maí sl. var birt markaðsúttekt á vef LS sem fjallaði um sölu- og og efnalosun jarðvarmavirkjana, sorpmeðhöndlunar gamalla urðunarstaða og slippsvæða. Dreifð losun mengandi efna frá landbúnaði, framræslu lands, landgræðslu, skógrækt, frístundabyggð og öðrum byggðum er minna þekkt en bein losun. Í skýrslunni er stuttlega fjallað um dreifða losun mengunar sem á sér stað í landbúnaði en vinna við þann þátt er þó mjög skammt á veg komin. Frekari álagsgreining og mat á álagi frá landbúnaði verður gerð síðar á þessu ári. verðlagsmál í stangaveiðinni. Kemur þar fram að samdráttur í sölu á laxveiðileyfum á þeim tíma var kominn yfir 30% á heildina litið og hjá íslenskum veiðimönnum um 40%. Af því tilefni kallaði Viktor eftir því að hagsmunaaðilar, landeigendur og leigutakar, kæmu að því borði að ræða hvernig lágmarka mætti skaðann. Nú þegar langt er liðið á sumar segir Viktor að það hafi verið lán að nokkuð vel hafi veiðst í sumar sem hafi orðið til að glæða söluna aðeins. Maður sér það samt, að þó að verð hafi lækkað aðeins og einhver tilboð hafi verið í gangi þá seljast veiðileyfi ekki sérlega vel. Þá hlýtur það að vera að kaupmátturinn sé orðinn það lítill hjá Íslendingunum sem keyptu veiðileyfi á ákveðnu verðbili. Það hefur verið hægt að selja útlendingunum dýrustu leyfin og það gengið held ég þokkalega Húfa frá Icewear. Mynd / Vefsíða Icewear Bannað að merkja innfluttar ullarvörur með íslenska fánanum Neytendastofa úrskurðaði á dögunum að merkingar á ullarvörum fyrirtækisins Drífu ehf. séu ólögmætar. Drífa ehf. selur vörur undir merkjunum Icewear og Norwear, bæði á vefsíðum og í ýmsum smávöruverslunum hér á landi. Meðal þeirra eru lopavettlingar og húfur með íslensku mynstri og voru þær jafnframt merktar með íslenska fánanum á merkimiðum. Hins vegar eru vörur fyrirtækisins framleiddar úr erlendri ull og þær unnar erlendis. Samtök iðnaðarins sendu Neytendastofu kvörtun vegna málsins í byrjun árs þar sem vakin var athygli á ofangreindu. Um væri að ræða villandi merkingar og farið var fram á að Neytendastofa gripi til aðgerða. Að mati neytendastofu gáfu merkingar ranglega til kynna að ullarvörur fyrirtækisins væru íslensk framleiðsla, framleiddar úr íslenskri ull. Það væri villandi gagnvart neytendum og því væri Drífu ehf. bönnuð notkun merkinganna án þess að uppruni vörunnar komi skýrt fram. Guðjón Kristinsson, framkvæmdastjóri Ístex, sem er langstærsti framleiðandi ullarvöru á landinu, fagnar niðurstöðunni. Það er óþolandi þegar aðilar eru að flytja inn eftirlíkingar af íslenskum ullarvörum og það er ekkert íslenskt við þær. Þetta er því mikið gleðiefni fyrir alla framleiðendur á íslenskum ullarvörum. /fr Vaxandi tilhneiging til að koma á lífrænni hreinsun Fram kemur að töluvert er um litla íbúakjarna í dreifbýli hér á landi og eru þar yfirleitt notaðar rotþrær til meðhöndlunar á fráveituvatni, en slíkt telst til dreifðrar losunar. Að því er fram kemur í skýrslunni er vaxandi tilhneiging til að koma á lífrænni hreinsun á slíkum svæðum og gildir það t.d. um Flúðir, Laugarvatn, Bifröst, Hvanneyri, Varmaland og Reykholt í Borgarbyggð sem og Sólheima í Grímsnesi. /MÞÞ Viktor Guðmundsson með um 15 punda hæng úr Svalbarðsá. en á verðbilinu þúsund stöngin á dag hefur gengið illa að selja. Þetta er einmitt það verðbil sem okkar stangaveiðifélög eru mest með í boði. Það er ljóst að veiðileyfin eru orðin of dýr fyrir Íslendinga og hafa hækkað margfalt umfram vísitölu. /smh

3 Bændablaðið Fimmtudagur 22. ágúst

4 4 Bændablaðið Fimmtudagur 22. ágúst 2013 Fréttir Ungi bóndi ársins: Keppt í rúlluveltu og skeifukasti Opnað hefur verið fyrir umsóknir um jarðræktarstyrki og styrki til hreinsunar affallsskurða á Bændatorginu. Til að hljóta styrk þarf umsækjandi að vera skráður fyrir búnaðargjaldsskyldri framleiðslu. Sækja þarf um fyrir 10. september Á vef Bændasamtakanna, bondi. is, er að finna eyðublöð fyrir þá sem kjósa að senda skriflegar umsóknir um jarðræktarstyrki eða styrki til hreinsunar affallsskurða. Mynd / Magnús Ingimarsson Ágúst Helgi Sigurðsson er Ungi bóndi ársins en hann bar sigur úr býtum í æsilegri keppni sem haldin var í tengslum við sveitahátíðina Tvær úr Tungunum í Reykholti um síðustu helgi. Sunnlendingar unnu liðakeppnina að þessu sinni en meðal keppnisgreina voru hopp og skrið undir rafmagnsgirðingu, að þræða sláturnál og kasta skeifum. Jafnframt reyndi á samvinnu liðanna í rúlluveltu. Eftir hraðaþrautirnar var slegið upp grilli fyrir þátttakendur og um kvöldið var keppt í barsvari með sveitatengdum spurningum um hrúta og kvikmyndina Dalalíf svo eitthvað sé nefnt. Veðrið lék við keppendur og gesti sem kunnu jafnframt vel að meta litríka keppnislýsingu, en kynnir var landbúnaðarráðherrann Sigurður Ingi Jóhannsson. Það voru Samtök ungra bænda og félag ungra bænda á Suðurlandi sem stóðu fyrir keppninni en hún var nú haldin í fimmta sinn. Umsóknir um styrki til jarðræktar og hreinsunar affallsskurða Minnt er á sérstök ákvæði í reglum vegna kaltjóna. Umsóknirnar skal senda til Bændasamtaka Íslands, Bændahöllinni við Hagatorg, 107 Reykjavík, merktar "Jarðræktarstyrkir" eða "Hreinsun affallsskurða". Allar upplýsingar um jarðræktar styrkina, umsóknir og úthlutunarreglur er að finna á vef BÍ, bondi.is. Þá veitir Erna Bjarnadóttir, sviðsstjóri hjá Bændasamtökunum, upplýsingar í netfangið eb@bondi.is mörk í nýrri Landsmarkaskrá Ný og vegleg prentútgáfa af Landsmarkaskrá er komin út. Í ritinu eru upplýsingar um eyrnamörk sauðfjár og eigendur þeirra. Mörkin, sem eru norræn að uppruna, hafa sum hver verið í notkun allt frá landnámi og tengjast náið nýtingu afrétta og annarra sumarbeitilanda. Ekki er vitað til þess að útgáfa markaskráa og notkun marka sé nokkurs staðar nú á tímum með jafn skipulögðum hætti og hér á landi. Vefútgáfu Landsmarkaskrár var hleypt af stokkunum undir árslok Mæla ekki öll varnarefni í innfluttum mat Matvælaöryggi stefnt í voða, segir efnafræðingur hjá Matís Það er ekkert leyndarmál að við getum einungis mælt lítinn hluta af þeim varnarefnum í matvælum sem við eigum að mæla, þannig að staðan er sú að við vitum ekki hvort á markaði eru hér á landi matvæli, ávextir og grænmeti sem innihalda þessi varnarefni. Það koma alltaf af og til upp tilvik þar sem varnarefni í þeim sýnum sem við tökum fara yfir leyfileg mörk, þannig að vissulega er hægt að draga þá ályktun að slík efni geti leynst í þeim vörum sem við ekki mælum fyrir og í raun er það líklegra en ekki, segir Hrönn Ólína Jörundsdóttir efnafræðingur og verkefnastjóri hjá Matís. Reglugerð um matvælaöryggi og neytendavernd hefur verið innleidd á Íslandi í gegnum EES-samninginn, en samkvæmt henni er skylt að mæla að minnsta kosti 190 varnarefni í matvælum og krafist er getu til að mæla minnst 300 varnarefni. Staða mála hér á landi er sú að einungis eru mæld 63 varnarefni og því er alls ekki vitað hvort önnur varnarefni séu til staðar í matvælum sem seld eru hér. Kostnaður er 300 milljónir króna Ísland hefur undanfarin ár haft undanþágu til að greina færri varnarefni í Ég gefst ekki upp, segir Birgit Kostizke sem hyggur á umfangsmikla kanínurækt til manneldis, en hún hafði verið í viðræðum við Sláturhús Vesturlands varðandi slátrun á kanínum. Ekki hefur enn fengist leyfi til að slátra í húsinu, en það er í Brákarey þar sem áður var rekið sláturhús. Borgarbyggð hafði skipulagt íbúðabyggð á svæðinu en af áformum um uppbyggingu íbúða þar varð ekki. Taldi sveitarfélagið að starfsemi sláturhúss væri óveruleg breyting á aðalskipulagi, en Skipulagsstofnun er ekki á sama máli og fær Sláturhús Vesturlands ekki starfsleyfi fyrr en skipulagi hefur verið breytt með formlegum hætti. Birgit segir að þetta setji strik í reikninginn varðandi sín áform, en hún muni nýta tímann á meðan unnið er að málinu, m.a. ætli hún að fara í umbúðahönnun, ræða við söluaðila um sölu á afurðum sínum og ýmislegt fleira sem gera þarf. Hrönn Ólína Jörundsdóttir. matvælasýnum en EESreglur gera kröfu um og er hún í gildi á meðan unnið er að úrbótum í efnagreiningum. Verkefninu Örugg matvæli, sem Gamli tækjabúnaðurinn. Mynd / Matís m.a. Matís og MAST standa að, var ætlað að bæta þar úr. Kostnaður nemur um 300 milljónum króna og var ætlunin að fjármagna það með svonefndum IPA-styrk frá ESB. Vilyrði hafði fengist fyrir þeim styrk en nú er allt hrokkið í baklás eftir að stjórnvöld settu umsóknarferlið á ís. Hrönn segir að sem stendur sé verkefnið því í uppnámi og matvælaöryggi hér á landi stefnt í voða, en stjórnvöldum hafi verið gerð grein fyrir stöðu mála. Þetta er grafalvarlegt mál og við höfum kynnt það fyrir ríkisstjórn og ég tel að þar á bæ geri menn sér fullkomna grein fyrir alvarleika málsins. Við erum því bjartsýn á að lausn finnst, segir hún. Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir að þessi staða kalli á nýja nálgun. Þetta mál ásamt fleiri sambærilegum er til endurskoðunar hjá ráðuneytunum. Það er stutt síðan ESB dró til baka tilboð um IPA-styrki og nú er mikilvægt að forgangsraða verkefnum og taka þau fyrst fyrir sem eru brýn, segir Sigurður Ingi. Fimm tilvik á þessu ári Af og til koma upp tilvik þar sem varnarefni í matvælum mælast yfir leyfilegum mörkum, síðast í byrjun þessa mánaðar þegar innflutt spínat var innkallað af neytendamarkaði vegna varnarefnis sem greindist í vörunni og ekki var heimilt að nota við ræktun matjurta í Evrópu. Alls hafa komið upp fimm slík dæmi það sem af er þessu ári, þau voru þrjú í fyrra og átta árið /MÞÞ Sláturhús Vesturlands fær ekki starfsleyfi Hægir á uppbyggingu kanínuræktar til manneldis Þessar kanínur fara ekki í sláturhús í bráð. Byggir upp á heimaslóðum Ég mun fækka í hópnum hjá mér á meðan þetta ástand varir, segir hún. Undanfarið hefur hún leitað að hentugu húsnæði undir starfsemina og segir að síðar í haust muni hún boða í námunda við Hvammstanga. Mér bauðst lóð hér í nágrenninu þar sem möguleiki er á að byggja upp í samvinnu við eigendur, en þar til af því verður býðst mér að nota útihús á jörðinni. Þetta lofar mjög góðu, segir hún. Fyrr í sumar hafði hún m.a. skoðað hentug hús undir kanínuræktun á Suðurlandi, verið lögð á hilluna. Unnið að uppbyggingu sl. 3 ár uppbyggingu á kaníueldi hér á landi undanfarin ár og hefur m.a. stofnað fyrirtækið Kanína ehf. í því skyni. Stefnt var að því að hefja ræktun með um 250 lífdýr og tæplega sláturdýr og ætlar hún að nota annars vegar innlendar holdakanínur nefnist Helle Grosssilber í ræktun sinni. Ég hef unnið að þessari uppbyggingu undanfarin þrjú ár og vil ekki gefast upp þó að þessi vandræði Á meðan aðrir sinna þeirri pappírsvinnu mun ég nota tímann í annað, segir hún. /MÞÞ 2012 eftir útgáfu nýrra markaskráa í öllum markaumdæmum landsins. Vefútgáfunni ( is) hefur verið vel tekið enda mjög til framfara. Þó komu strax á liðnu ári fram eindregnar óskir um að skráin yrði líka gefin út í bókarformi með sama hætti og fyrri Landsmarkaskrár,1989,1997 og Dr. Ólafur R. Dýrmundsson hjá Bændasamtökum Íslands hafði umsjón með útgáfunni og ritstýrði Landsmarkaskrá. Hann segir að þótt tölvuvæðingin gangi hratt yfir þá nýti ekki allir sér nýti þá tækni og netsamband sé misgott. Mörgum þykir þægilegra að fletta bók og bera saman mörk. Landsmarkaskráin hefur líka sérstöðu á heimsvísu og hefur því söfnunargildi auk hins hagnýta. Þar við bætist að hún er góð samtímaheimild um alla fjáreigendur og fjárbú í landinu og þar eru einnig skráðir margir eigendur hrossa. Því var að vandlega athuguðu máliráðist í útgáfu skráarinnar á prenti í litlu upplagi með tölusettum eintökum eingöngu, segir Ólafur. Eyrnamörk, brennimörk og frostmörk Auk allra marka sem birt voru í markaskrám 2012 voru tekin Dr. Ólafur R. Dýrmundsson segir Landsmarkaskrá einstaka á heimsvísu. Mynd / TB með eyrnamörk, brennimörk og frostmörk sem voru tilkynnt síðar og birt fram eftir árinu Þannig varð til Landsmarkaskrá 2013, sú fjórða í röðinni, með mörk,475 blaðsíður að lengd. Þótt mörg mörk hafi fallið út við útgáfu markaskráa 2012 hefur töluvert af nýjum bæst við þannig að mörkin eru aðeins nokkru færri en í 2004 útgáfunni, segir Ólafur. Pantið símleiðis Sem fyrr eru Bændasamtök Íslands útgefandinn en verkið var prentað í Odda og bundið í vandað band. Skráin er seld á skrifstofu BÍ í Bændahöllinni við Hagatorg í Reykjavík á kr með vsk. Við bætist póstsendingargjald kr ef hún er send til kaupenda. Tekið er á móti pöntunum í símum og eða í tölvupóstfangi jl@ bondi.is. Fyrirframpantanir hafa nú þegar verið sendar til viðtakenda. Reiknað er með að þau eintök sem eftir eru seljist fljótt. Aðeins eru fáeinar bækur eftir af 2004 útgáfunni en hinar tvær eru uppseldar. Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar í júlí 2013 Urður á Hvanneyri mjólkaði 12 þúsund lítra Hæsta meðalnyt á búum í skýrsluhaldi nautgriparæktarinnar er á bænum Kirkjulæk í Fljótshlíð. Þar er meðalnytin lítrar eftir hverja árskú (sem er meðalfjöldi kúa á lögbýli yfir 12 mánaða tímabil). Í fjósinu á Hvanneyri er kýrin Urður sem mjólkaði kg mjólkur síðustu 12 mánuði. Þetta kemur fram í niðurstöðum skýrsluhalds nautgriparæktarinnar sem kynnt er á vefsíðu Leiðbeiningamiðstöðvar landbúnaðarins, rml.is. Alls eru 582 kúabú sem taka þátt í skýrsluhaldinu og við uppgjörið höfðu 93% þeirra skilað niðurstöðum. Reiknuð meðalnyt árskúa var kg sem er 1 kg lækkun frá síðasta uppgjöri. Meðalfjöldi árskúa á búum sem skilað höfðu skýrslum var bú yfir lítra meðalnyt Hæsta meðalnytin á tímabilinu var á búi Eggerts Pálssonar á Kirkjulæk í Fljótshlíð eins og áður segir, Á búinu Kirkjulæk mjólkar árskýrin að meðaltali kg. Mynd / ÁÞ kg eftir árskú. Við síðasta uppgjör var Kirkjulækjarbúið einnig með hæstu meðalnyt. Næsta bú í röðinni var bú Helga Bjarna Steinssonar á Syðri-Bægisá í Öxnadal en þar var meðalnytin kg á árskúna. Þriðja búið á listanum var bú Arnfríðar og Jóns Viðars í Dalbæ I í Hrunamannahreppi en þar reiknaðist meðalnytin kg á árskú. Fjórða búið var bú Guðmundar og Svanborgar í Miðdal í Kjós en þar reiknaðist nytin kg á árskú og fimmta búið var bú Jóns og Hrefnu á Hóli í Sæmundarhlíð í Skagafirði. Þar var nyt meðalkýrinnar kg. Á 23 búum var reiknuð meðalnyt á síðustu 12 mánuðum hærri en kg eftir árskú. Verðmætar mjólkurkýr Nythæsta kýrin á síðustu 12 mánuðum var Urður 1229 á Hvanneyri í Andakíl í Borgarfirði undan nautinu Laska Mjólkaði hún kg sl. 12 mánuði. Hún var einnig fyrst í röðinni við seinasta uppgjör. Önnur var kýrin Bóla 527 í Nesi í Grýtubakkahreppi (f. Hræsingur 98046) en nyt hennar sl. 12 mánuði var kg. Þriðja nythæsta kýrin var Setta 508 á Brúsastöðum í Skagafirði (f. Þrasi 98052). Setta mjólkaði kg á síðustu 12 mán. Fjórða var svo Skutla nr í Skáldabúðum í Gnúpverjahreppi (f. Stíll 04041) og mjólkaði hún kg á síðustu 12 mánuðum. Alls náðu fjórar kýr að mjólka yfir kg á umræddu tímabili, tveimur færri en við seinasta uppgjör. Af þessum fjórum komst ein yfir kg á tímabilinu, segir á vef RML.

5 Bændablaðið Fimmtudagur 22. ágúst Gæða kjarnfóður frá DLG: SS-16 og SS-20 Lystugt og sterkjuríkt kjarnfóður framleitt fyrir íslenskar aðstæður Inniheldur að lágmarki 22% maís Maís er sterkjuríkur og hægmeltur kolvetnisgjafi sem skapar jafnvægi í vambarstarfsemi kýrinnar sérstaklega með mikilli gjöf hraðmeltra kolvetna eins og byggi Inniheldur ekki bygg Stór hluti bænda ræktar bygg og kjarnfóðrið er byggt upp með þær forsendur í huga Inniheldur repjumjöl sem aðalpróteingjafa Repja er próteinrík afurð og inniheldur að auki talsvert af kolvetnum og er því hentugt fóður fyrir mjólkurkýr Inniheldur stein- og snefilefni í góðu jafnvægi Ríkt af kalsíum, fosfór og magnesíum Inniheldur ekki erfðabreytt hráefni Sláturfélag Suðurlands svf. Fosshálsi Reykjavík Simi

6 6 Bændablaðið Fimmtudagur 22. ágúst 2013 Málgagn bænda og landsbyggðar Bændablaðið kemur út hálfsmánaðarlega. Því er dreift til allra bænda landsins og fjöl margra annarra er tengjast land búnaði. Bændablaðinu er dreift ókeypis til þeirra er stunda búskap en þéttbýlisbúar geta gerst áskrifendur að blaðinu. Árgangurinn kostar kr en sjötugir og eldri og lífeyrisþegar greiða kr Bændablaðið er í eigu Bændasamtaka Íslands. Bændablaðið, Bændahöll við Hagatorg, 107 Reykjavík. Sími: Fax: Kt: Ritstjóri: Tjörvi Bjarnason (ábm.) Sími: Rekstur og markaðsmál: Tjörvi Bjarnason Blaðamenn: Margrét Þ. Þórsdóttir Freyr Rögnvaldsson Sigurður M. Harðarson Auglýsingastjóri: Arnþór Gíslason Sími: Myndvinnsla og frágangur: Prentsnið ehf. Netfang blaðsins (fréttir og annað efni) er Netfang auglýsinga er Vefsíða blaðsins er Prentun: Landsprent ehf. Upplag: sjá forsíðu Landsprent og Íslandspóstur annast dreifingu blaðsins. ISSN LEIÐARINN Heimsleikar íslenska hestsins Að afloknu heimsmeistaramóti íslenska hestsins í Berlín er við hæfi að óska íslenska landsliðinu til hamingju með sinn árangur. Hafliða Halldórssyni landsliðseinvaldi, aðstoðarmönnum, knöpum og öllum öðrum sem störfuðu með liðinu eru færðar bestu þakkir fyrir sinn þátt í að auka hróður íslenska hestsins á heimsvísu. Íslandshestafélagið í Þýskalandi hafði veg og vanda að skipulagningu mótsins í Berlín í samráði við Alþjóðasamtök íslenska hestins, FEIF. Aðstaða fyrir áhorfendur var í flestum tilfellum til fyrirmyndar en betur hefði mátt hlúa að hestum og knöpum. Það er mikilvægt fyrir forsvarsmenn bænda hér heima að fá tækifæri til að upplifa slíkan viðburð sem Heimsmeistaramótið er hverju sinni. Talið er að um 13 þúsund manns hafi sótt mótið frá öllum heimshornum. Íslandshestamennska er orðin rótgróin í Þýskalandi og þar eru nú fleiri íslensk hross en hér á landi. Einnig er íslenski hesturinn mjög vinsæll á Norðurlöndunum. Þessi mikli áhugi á hestinum okkar á heimsvísu endurspeglast vel í þeirri fjölbreyttu flóru keppenda og gesta sem sækja slík mót. Telja má líklegt að skipta megi áhugamönnum um íslenska hestinn í tvo hópa: Þá sem hafa komið til Íslands og þá sem eiga eftir að koma til Íslands. Margir hverjir hafa komið oft til landsins og sumir eru árlegir gestir. Þetta skapar hestamönnum og hrossaræktendum hér á landi mikil tækifæri sem við eigum enn langt í land með að nýta til fullnustu. Eftir að hafa spjallað við fjölda gesta á mótinu frá hinum ýmsu löndum er ljóst að áhugi þeirra snýr ekki eingöngu að hestinum. Allt þetta fólk hefur mikinn áhuga á landi okkar og menningu. Það var ánægjulegt að hitta fyrir fólk sem talaði ágæta íslensku, margt eftir veru sína á sveitabæjum á Íslandi til að komast í kynni við hestinn í sínu upprunalega umhverfi. Ennfremur að hitta fólk sem kunni hvert einasta erindi í þekktum íslenskum sönglögum og söng með af innlifun. Það er mikilvægt fyrir okkur að rækta eftir fremsta megni samband okkar við slíka Íslandsvini. Slík verðmæti er ekki hægt að meta til fjár. Samhliða hefðbundnu mótshaldi skipa hvers konar viðskipti stóran sess á viðburðum sem þessum. Á mótinu í Berlín var stórt svæði þar sem hverskonar vara og þjónusta var falboðin auk þess sem fjölmargir kynntu starfsemi sína. Í samstarfi við Íslandsstofu kynntu íslenskir aðilar starfsemi sína og þjónustu eins og Landssamband hestamannafélaga, Félag hrossabænda og einstök hrossaræktarbú. Starfsmenn Bændasamtakanna voru einnig á svæðinu og leiðbeindu gestum við notkun á Veraldarfeng (WorldFeng), upprunaættbók íslenska hestsins. Bændasamtök Ísland (vegna WorldFengs) voru stofnaðilar að svokölluðu Hestatorgi (The Icelandic Horse Plaza) árið 2006 ásamt Félagi hrossabænda og fleirum, en það er sameiginlegur vettvangur til að kynna stofnanir og félög tengd íslenska hestinum á Íslandi. Bændasamtökin gegna mikilvægu hlutverki í öllu þessu samhengi. Samkvæmt lögum bera samtökin ábyrgð á kynbótastarfi í greininni og auk þess hefur tölvudeild BÍ haldið utan um og þróað forritið WorldFeng í samráði við notendur þess. Jens Iversen formaður Alþjóðasamtaka íslenska hestsins FEIF og mikill Íslandsvinur, sagði á mótinu að WorldFengur væri það sem sameinaði alla áhugamenn um íslenska hestinn, hvar sem þeir væru í veröldinni, sama hvaða stefnu eða áherslur þeir hafi í sinni ræktun eða reiðmennsku. Það er ljóst að heimsmeistaramót, ekki síður en landsmótin hér heima, eru mjög mikilvæg við markaðsetningu á íslenska hestinum. Sumir hrossaræktendur hafa á slíkum mótum skapað viðskiptatengsl sem í mörgum tilfellum hafa orðið að vináttutengslum. Markaðssetning á hrossum er ekkert ólík annarri markaðssetningu og kostar mikla vinnu og fjármuni og því er nauðsynlegt að nýta öll tækifæri sem gefast til að sækja fram. Heimsmeistaramótin gætu nýst betur í kynningu á öllu því sem íslenskt er Án þess að á neinn sé hallað getum við nýtt okkur heimsmeistarmót sem þetta mun betur í framtíðinni. Við Íslendingar ættum að gera okkur mun meira áberandi á slíkum viðburði, þar sem saman koma gestir sem eru mjög móttækilegir fyrir öllu sem íslenskt er. Við þurfum að taka höndum saman um að kynna íslenska hestinn sem víðast með sameiginlegu markaðsátaki og jafnframt að styðja við bakið á hrossaræktendum og söluaðilum reiðhesta af fremsta megni. Við getum einnig nýtt þennan vettvang til að kynna íslenskar landbúnaðarafurðir með myndarlegum hætti í samstarfi afurðafyrirtækja og búgreinafélaga. Ferðaþjónusta á Íslandi á mikla möguleika á að ná enn frekar til þess markhóps sem sækir slík mót. Þessu til viðbótar eru heilmörg tækifæri til að kynna menningu og listir fyrir slíkum hópi Íslandsvina. Með mikilli og góðri samvinnu bænda og hestamanna getum við hafist handa strax með það að markmiði að gera okkur gildandi á næsta heimsmeistaramóti í Herning í Danmörku að tveimur árum liðnum. Slíkt ætti að verða upptaktur að víðtæku samstarfi í sókn um markaðsetningu íslenska hestsins á alþjóðavísu í samstarfi við íslensk stjórnvöld og ferðaþjónustufyrirtæki. Ég skora á alla sem hlut eiga að máli að nýta það tækifæri til fulls. /SSS LOKAORÐIN Ekki barnanna bestir Lokaorðin eru skrifuð þegar allt annað efni Bændablaðsins er komið á síðu. Þá fær ritstjórinn að pústa örlítið í lok dagsverksins og er nær iðulega jákvæður út í lífið og tilveruna. Það er svo margt skemmtilegt í Bændablaðinu, ekki einhver endalaus bölmóður og leiðindi. Eða svo segja menn. Svo koma dagar þegar birtustigið yfir Betlehem er ekki jafn skínandi sterkt. Fréttirnar í síðustu viku um mannaskítinn í Ölfusá voru ekkert sérlega upplífgandi. Kemur ekki á daginn að í mörgum sveitarfélögum landsins eru frárennslismál í fullkomnu ólagi. Skýrsla frá Umhverfisstofnun kemur upp um slóðaskapinn. Og til að bíta höfuðið af skömminni gerir fréttastofa RÚV úttekt á þeim upphæðum sem sveitarfélögin krefjast af þegnum sínum í klóakskatt. Haldið þið ekki að einna hæstu gjöldin séu á Selfossi - sjálfum matvælabænum! Mikil umræða hefur verið um tækjakaup hjá Matís vegna mælinga á óæskilegum efnum í mat. Við uppfyllum ekki kröfur sem gerðar eru um að fylgja eftir eftirliti á matvörum. Látum liggja á milli hluta að IPA-styrkur ESB berst ekki fyrirtækinu. Shit happens (eins og á Selfossi). Sýnu alvarlegra er að við séum ekki löngu búin að kippa þessu matvæla- og gæðaeftirliti í liðinn. Fyrir innlenda matvælaframleiðslu og að sjálfsögðu neytendur skiptir miklu að þessi mál séu í lagi. Auðvitað þarf að gera sömu kröfur til þeirra sem flytja mat inn í landið og til innlendra framleiðenda. Sennilega gera menn sér ekki fulla grein fyrir því að með sama sleifarlaginu munu erlendir matvælabirgjar sæta lagi og senda hingað til lands matvörur sem komast ekki í gegnum nálarauga eftirlits annarra ríkja. Við sjáum nú þegar dæmi um að hér er selt grænmeti í stórmörkuðum sem er ekki flokkað sem söluvara í Evrópu. Hollenskur garðyrkjuráðunautur, sem kemur reglulega til Íslands, varð klumsa þegar hann sá litlar og visnar paprikur í búðum hér á landi. Þær voru raunar ekki eitraðar en annars flokks vara og ekki taldar söluvara í hans heimalandi. Hingað berast þær hins vegar með vorskipunum og almúginn kaupir á hagstæðu verði sem er mun lægra en á stóru paprikunum frá Flúðum. Verðum við sem þjóð ekki að fara að hysja upp um okkur buxurnar? Reyna að standa undir öllu lofinu sem aðrir - og við sjálf - ausum yfir okkur í tíma og ótíma. Ef ekki þá getum við pakkað saman í matvælaframleiðslunni og hætt að dásama landið og vatnið sem það allra hreinasta í heimi. Munum að það tekur andartak að eyðileggja orðspor en árafjölda að byggja það upp. /TB Snyrtilegasta sveitabýlið í rekstri Vatnsleysutorfan hlaut umhverfisverðlaun Bláskógabyggðar Umhverfisverðlaun umhverfisnefndar Bláskógabyggðar voru afhent í þriðja sinn á hátíðinni Tvær úr Tungunum 17. ágúst. Að þessu sinni voru veittar viðurkenningar fyrir snyrtilegasta sveitabýlið í rekstri. Áður hefur umhverfisnefndin veitt viðurkenningu fyrir snyrtilegasta garðinn og snyrtilegustu iðnaðarlóðina. Heiðarbær, Fellskot og Vatnsleysa verðlaunuð Veitt voru verðlaun fyrir þrjú efstu sætin. Þriðja sætið að þessu sinni hrepptu Heiðabær I og III í Þingvallasveit. Býlin fengu viðurkenningu fyrir snyrtileika og gott skipulag á fallegum stað. Ábúendur eru Jóhannes Sveinbjörnsson, Ólöf Björg Einarsdóttir og Steinunn Guðmundsdóttir. Í öðru sæti var Fellskot sem fékk viðurkenningu fyrir fallega aðkomu, Viðurkenningar fyrir snyrtilegasta sveitabýlið. Bændurnir á Vatnsleysu og Fellskoti ásamt formanni umhverfisnefndar Bláskógabyggðar. Heiðarbæjarfólk átti ekki heimangengt. Mynd / Ásborg Arnþórsdóttir stíl og samræmi í húsakosti. Staðnum er vel við haldið og hann er snyrtilegur. Ábúendur eru Kristinn Antonsson, María Þórarinsdóttir, Bent Larsen Fróðason og Líney Sigurlaug Kristinsdóttir. Í fyrsta sæti varð Vatnsleysa I-III. Verðlaunin voru veitt fyrir fallegt bæjarstæði og samræmi í húsakosti og snyrtimennsku við íbúðarhús og útihús. Þau fengu að auki stig fyrir snyrtilega klippta runna og fyrir vinnuvélar sem var vel við haldið. Ábúendur á Vatnsleysu I eru Guðmundur Sigurðsson, Sigríður Egilsdóttir og Rúnar Guðmundsson. Á Vatnsleysu II bú Bragi Þorsteinsson, Halla Bjarnadóttir og Ingunn Birna Bragadóttir og á Vatnsleysu III Sigurður Erlendsson og Jóna Sigríður Guðmundsdóttir. Framúrskarandi snyrtimennska Vatnsleysutorfan hefur áður hlotið umhverfisverðlaun en þar sem snyrtimennskan er svo framúrskarandi var ekki hægt að ganga framhjá bæjunum við verðlaunaveitingu. Það var Herdís Friðriksdóttir formaður umhverfisnefndar Bláskógabyggðar sem afhenti verðlaunin en hún er lengst til hægri á myndinni með verðlaunahöfum. /MHH

7 Bændablaðið Fimmtudagur 22. ágúst Líf og starf Svipmyndir frá Heimsmeistaramóti íslenska hestsins í Berlín Íslenski hesturinn átti sviðið í Þýskalandi Heimsmeistaramót íslenska hestsins fór fram í Berlín í Þýskalandi fyrir skemmstu. Árangur íslenska liðsins var góður og fjölmargir Íslendingar hvöttu sína menn til dáða í hita sem fór langt yfir 30 stiga múrinn. Meðal annars setti Jóhann Skúlason nýtt einkunnamet í tölti er hann sigraði töltkeppnina í sjötta skiptið, í þetta sinn á Hnokka frá Fellskoti, annað mótið í röð. Ísland vann einnig liðabikar mótsins, líkt og á síðustu tveimur mótum, og átti fulltrúa í verðlaunasætum í flestum greinum og flokkum. Nánari upplýsingar um úrslit af mótinu er að finna á vefmiðlum hestamanna. Hulda G. Geirsdóttir var á svæðinu og smellti af meðfylgjandi myndum sem fanga stemninguna. Stemmningin í stúkunum var gríðarleg og settu Íslendingar þar sterkan svip á. MÆLT AF MUNNI FRAM Þ að verður að segjast að margar fegurstu vísur hagyrðinganna hafa verið ortar til hins gagnstæða kyns. Þura í Garði átti einmitt í mörgum slíkum viðskiptum, en stefnumótin urðu þó sjaldnast heitari en volgar vísnasendingar. Einar Árnason frá Finnsstöðum í Köldukinn, ráðsettur fastlega, átti stefjum blandið stefnumót við Þuru árin sem hún vann í Lystigarðinum á Akureyri: Oft mér við því hugur hraus og hissa á það starði, að Eva þrælar Adamslaus uppi í Lystigarði. Og áfram orti Einar: Þökk og heiður þér skal færa Þura, fyrir ljóð og skraf. Heilsulindin ljúfa, tæra löngum sem ég bergi af. Sungið höfum saman kvæði sumardægrin löng. Þegar við erum þögnuð bæði þá mun fátt um söng. Egill Jónasson tilgreinir ekki yrkisefni þessarar vísu: Hin danska Julie Christiansen sigraði óvænt í slaktaumatölti á Straumi frá Seljabrekku. Þú ert bara konuleg í kjólnum, kjóllinn getur hulið margt í leynum, en þetta sem að stendur út af stólnum er stærra en svo, þú kennir mér það einum. Kristín Kristjánsdóttir og Sindri Sigurgeirsson voru mætt til Berlínar. tölu áður en hann afhenti tölthornið. Ólína Jónasdóttir lýsir í þessari vísu undramætti ástarinnar: Ást ei fipast enn sitt starf, úr mér hrapar gigtin, og í svipan einni hvarf árans piparlyktin. En ástin getur einnig verið stórlega ofmetin. Því lýsir Hjörleifur Jónsson svo: Margir hæla ást um of, ýmsum var hún byrði. Nái hún aðeins upp í klof er hún lítils virði. Síðan þegar ellin vitjar, eimist ástríðan. Halla Eyjólfsdóttir kvíðir þó ekki skapadægrum: Jóhann Rúnar Skúlason hampaði tölthorninu fræga í sjötta sinn. Myndir / HG Á kaffihúsinu Kaffi Kjós við Meðalfellsvatn stendur yfir ljósmyndasýning Finnboga Björnssonar undir yfirskriftinni Maður - náttúra - sauðkind. Finnbogi leitar fanga með viðfangsefni sín; mann náttúru og sauðfé, í landnámi Ingólfs. Myndirnar eru teknar í Kjós, Þingvallasveit og Selvogi, en tengsl hans við sauðfé hófust strax í frumbernsku á bænum Ingunnarstöðum í Brynjudal í Hvalfirði. Sýningin í Kaffi Kjós stendur til 1. september nk. Sauðfjárrækt er gróin inn í menningu, sögu og líf íslenskrar þjóðar og sú saga er tengd órofa böndum landinu og nýtingu þess. Þeir bændur sem koma við sögu í verkefninu eiga það sameiginlegt að lífsstíll þeirra er tengdur sauðkindinni og sauðfjárræktinni. Verkefnið er unnið yfir heilt ár, þannig að myndirnar eru frá öllum árstíðum, segir í sýningarskrá. Sýningin er hluti af útskriftarverkefni Finnboga frá Ljósmyndaskólanum. Hann segist þó ekki hafa fullar tekjur af ljósmyndun og þurfi hann því að vinna í húsasmíðinni, sínu gamla fagi. En ég er að mynda töluvert. Einkum Finnbogi Björnsson. eru það umhverfistengd verkefni eins og sjá má á heimasíðu minni ( Einnig hef ég verið að taka portrettmyndir, sérstaklega með bókarformið í huga. Ólst upp við störf tengd sauðfé Ég ólst upp við störf tengd sauðfé allt árið um kring. Því var nærtækt að velja þetta verkefni. Umfjöllun um sauðfjárækt hefur verið frekar neikvæð í fjölmiðlum, einkum þó um beit - og vísindalegum rökum ekki alltaf beitt í þeirri umræðu. Mér finnst sannarlega kominn tími til að fjalla um sauðfjárrækt og sögu hennar á jákvæðari hátt og ekki gleyma því að íslensk þjóð hefði Ekki oft sem einkunnin tíu sést á lofti. Hörður Hákonarson, dómari lyftir þeirri tölu. Ein mynda Finnboga Björnssonar á sýningunni. varla komist í gegnum erfiða tíma án sauðkindarinnar. Svo hef ég velt fyrir mér stöðu sauðfjárræktrar á svæðinu þar sem verkefnið er unnið, en raddir hafa heyrst um að útrýma verði allri sauðfjárbeit þar. Verkefnið var mér mjög lærdómsríkt og það var t.a.m. mjög áhugavert að kynnast mönnum eins og Jens Pétri í Fjárborgum og Snorra Þórarinssyni Jón Baldur Lorange, Sigurborg Daðadóttir og Þorberg Þorbergsson á Hestatorginu. Ljósmyndasýningin Maður - náttúra - sauðkind í Kaffi Kjós í Vogsósum í tengslum við vinnslu þess. Ég hef áhuga að fjalla meira um landið, notkun þess, nýtingu og vernd. Hinn hlutinn af lokaverkefninu var bókin Grónar götur sem eru hugrenningar um landnotkun. Áhugasamir geta skoðað hana á slóðinni b/ gronar-gotur. /smh Örlög heimta ætíð sitt, enginn væntir griða. Ellin notar andlit mitt eins og pappírsmiða. Þó að blési móti mér, má ég vel því una. Storminn lægir, bátinn ber beint í lendinguna. Bólu-Hjálmar finnur líka fjörið linast: Fyrr var stóra furan keik, fjörg við erjur harðar. Í baki hokin, barrlaus eik beygist nú til jarðar. Hálfdan Kristjánsson yrkir líkt og Bólu-Hjálmar einskonar yfirlit ævidaganna: Sjaldan var mér lífið létt, ljótan hlaut oft baga. Séð hef ég þó sólskinsblett suma ævidaga. Öðrum verður svo ævin einn leikur. Friðjón Ólafsson orti um einn slíkan: Einn á leið hann aldrei beið eftir heiðum degi, og hann reið sitt æviskeið allt á breiðum vegi. Umsjón: Árni Geirhjörtur Jónsson kotabyggd1@gmail.com

8 8 Bændablaðið Fimmtudagur 22. ágúst 2013 Fréttir 14 kílóa grasker úr Borgarfirði Graskerjaræktun er ekki það fyrsta sem fólki dettur í hug þegar íslenskur landbúnaður er annars vegar. 14 kílóa borgfirskt grasker var þó til sölu í búvöruversluninni Ljómalind í Borgarnesi á dögunum. Í versluninni var haldinn markaður um síðustu helgi þar sem kynntar voru ýmsar söluvörur, s.s. kjöt, sultur, þurrkað grænkál og ostar. Graskerið, sem var boðið upp af sýslumanni, var af yrkinu Marina di Chioggia en það hefur gómsætt appelsínugult aldinkjöt. Hið risavaxna grasker vóg um 14 kíló en því var sáð 17.mars. Ágóðinn af sölunni, krónur, rann til Hjúkrunarheimilisins Brákarhlíðar í Borgarnesi til styrktar byggingu hænsnakofa. Graskerið var Íslenska hvönnin vinsæl í Bandaríkjunum Fyrirtækið SagaMedica ehf. hefur stundað hvannarskurð í rúman áratug og hefur umfangið vaxið með ári hverju. Í sumar varð mesta aukningin hingað til en vel á annan tug manna vann við hvannarskurð í Ölfusholti, Vík, á Flúðum og í Hrísey. Á síðastnefnda staðnum hefur hvannarskurður farið mjög vaxandi síðustu ár en Hrísey hefur fengið lífræna vottun. Kristinn Leifsson, verkefnastjóri hjá SagaMedica, segir að ástæðan fyrir þessari miklu hráefnistöku í ár sé mjög hraður vöxtur í sölu á SagaPro í Bandaríkjunum. SagaPro er náttúrulyf unnið úr hvannarlaufi sem dregur úr tíðni þvagláta. SagaMedica hóf samstarf við nýjan dreifingaraðila í Bandaríkjunum í mars en salan hefur farið langt fram úr björtustu vonum. Nú er svo komið að salan ytra nemur tvöfaldri árssölu Grasker eru ekki algeng hér á landi. ræktað af Stellu Dögg Blöndal en hún er aðeins 16 ára gömul og ein af aðstandendum Ljómalindar. Ljómalind er félag matar og handverksfólks á Vesturlandi og er til húsa að Sólbakka 2. Þar eru til sölu afurðir beint frá býli, bæði matur og handverk. Gæsaveiðitímabilið að hefjast Við erum fullir bjartsýni í upphafi veiðitímabilsins, enda sýna talningar að gæsastofnar eru í góðu áskigkomulagi og því má vænta þess að veiði geti orðið góð, segir Elvar Árni Lund formaður Skotvís, en gæsaveiðitímabilið hófst fyrr í vikunni. Elvar Árni segir að samkvæmt talningu sem fram fór síðastliðið haust hafi komið í ljós að vöxtur er í öllum gæsastofnum og sem dæmi er talið að um 360 þúsund fuglar séu í heiðargæsastofninum. Grágæsastofn er að hans sögn líka í góðu lagi. Gæti verið seinna á ferðinni Það voraði frekar seint, en sumarið var gott og því eru líkur á að varp hafi tekist ágætlega í ár og ungar komist á legg. Ef til vill verður gæsin eitthvað seinna á ferðinni en gengur og gerist, heiðargæs verpti fremur seint í ár því það var mikill snjór á hálendinu fram eftir vori og þær því lengur í túnum, segir Elvar Árni. Gæs í samkeppni við fé um beit Elvar Árni segir það sitt mat að fulltrúar bænda og Skotvís ættu að ræða meira saman um gæsaveiðina. Við bendum á að gæsin er í samkeppni við fé bænda um beit og eins liggur hún gjarnan á svæðum sem verið er að græða upp á melum og móum. Það er því sameiginlegur hagur okkar að veiði sé innan hóflegra marka, segir Elvar Árni. Hann segir að brýnt sé fyrir félagsmönnum í Skotvís að ganga vel um þau lönd sem þeir fari um og eftir því sem hann besti viti fari þeir eftir því í hvívetna. /MÞÞ Frystar með glerlokum spara milljónir króna Hver frystir sparar sem svarar orkunotkun níu meðalstórra heimila á ári. Unnið hefur verið markvisst að því að spara raforku og bæta meðhöndlun og gæði frystivara í lágvöruverðsverslunum Nettó. Þetta er m.a. gert með því að setja glerlok á 28 frysta í Nettóverslunum landsins að erlendri fyrirmynd. Með þessum breytingum sparar hver frystir um sig um kílóvattstundir á ári, eða sem nemur orkunotkun níu meðalstórra heimila. Í krónum talið nemur árlegur sparnaður hvers frystis um 470 þús. kr. miðað við raforkuverð til heimila. Nettó mun með þessum hætti spara árlega tæplega milljón kílóvattstundir rafmagns eða álíka orku og ársnotkun 250 meðalstórra heimila. Heildarsparnaður vegna breytinganna á frystunum verður því samtals um 13 milljónir króna miðað við raforkuverð til heimila. Með þessum breytingum haldast gæði matvörunnar betur þar sem hitastig er mun stöðugra og ísmyndun minni. Hvannarskurður í Hrísey. Mynd / Saga medica á Íslandi. Ef fram heldur sem horfir mun því verða aukin þörf á mannskap í hvannarskurði á næstu árum, segir Kristinn Leifsson. Aðeins búið að fella um 400 hreindýr úr ríflega dýra kvóta Búið er að fella ríflega 400 hreindýr á því veiðitímabili sem nú stendur yfir. Hreindýrakvótinn í ár er alls dýr, 623 kýr og 606 tarfar. Hefja mátti veiðar á törfum 15. júlí síðastliðinn en tímabilinu lýkur um miðjan september. Veiðar á kúm hófust í byrjun ágúst og lýkur 20. september. Jóhann Guttormur Gunnarsson, starfsmaður Umhverfisstofnunar á Austurlandi, segir það sitt mat að veiðimenn komi of seint til veiða og það sé helsta skýringin á því að ekki sé búið að fella fleiri dýr en raun ber vitni. Það er alltof algengt að menn komi ekki austur til veiða fyrr en gæsaveiðitímabilið hefst og ætli að samnýta ferðina, segir hann og Svavar Pétur Eysteinsson framleiðir og selur grænmetispylsur sem nefnast Bulsur. Hér er Svavar í versluninni Frú Laugu þar sem viðskiptavinir hafa tekið þessari nýju vöru fegins hendi. Myndir / TB Hugmynd að nýrri matvöru varð að veruleika Íslenskar grænmetispylsur komnar á markað Grænmetispylsur með íslensku bankabyggi eru nýjar á markaðnum og hafa selst vel í verslunum undanfarna mánuði. Framleiðandinn nefnir þær Bulsur en varan er hugarfóstur Svavars Péturs Eysteinssonar hönnuðar og tónlistarmanns. Svavar er sjálfur grænmetisæta og fannst vanta grænmetispylsur á markaðinn. Við þróun Bulsunnar var haft að leiðarljósi að nota íslenskt hráefni eins og kostur væri. Þá er lögð áhersla á að útvega lífrænt ræktað bygg og að nota ekki aukaefni. Í Bulsunum er m.a. bankabygg frá Vallanesi, repjuolía frá Þorvaldseyri, salt frá Reykjanesi á Vestfjörðum og blóðberg frá Sandi í Aðaldal. Fljótlega eftir að varan kom á markað var ljóst að eftirspurnin var slík að auka þyrfti framleiðsluna. Auk Svavars starfar Berglind Hasler við Bulsugerðina en þau eru hjón. Hætti að borða kjöt og langaði í grænmetispylsu Ég hætti að borða kjöt fyrir tveimur árum síðan og fann fljótlega að það vantaði eitthvað sem kæmi í staðinn fyrir kjötpylsurnar. Prófaði innfluttar grænmetispylsur og spurði mig hvort ekki væri markaður fyrir innlenda framleiðslu. Í kjölfarið fór ég að prófa mig áfram og tók raunar 12 mánuði í tilraunir ásamt fleirum. Bankabyggið er meginuppistaðan í vörunni og svo leitaði ég að öðrum hráefnum. Í stað þess að endurgera erlendar uppskriftir að grænmetispylsum, sem eru að megninu til úr soja, þá ákvað ég að búa til sérstaka íslenska afurð sem væri án allra aukaefna og ekki unnin úr dýraafurðum, segir Svavar. Utan um bulsuna er plastgörn sem er óæt og þarf að taka af fyrir neyslu. Best þykir að steikja eða grilla Bulsurnar að sögn Svavars. telur slíkt ekki alltaf góðri lukku stýra. Veðurfar hafi verð hagstætt til veiða það sem af er sumri en úr þessu geti brugðið til beggja vona. Menn hafa ekki nýtt sér þetta góða veiðiveður í nægilega ríkum mæli. Halda sig hátt uppi til fjalla Jóhann segir að nú í ár sé nokkuð stór kvóti á svæði 7, við Djúpavogshrepp, en það sé erfitt svæði yfirferðar. Einn þriðji hluti alls kvótans er á því svæði. Þetta er erfitt svæði og menn þekkja það ekki eins vel og mörg önnur, þannig að það kann að skýra að hluta til hversu fá dýr hafa verið felld. Eins er líka stór kvóti í ár á svæði 1 sem er norðan við Jökulsá á Dal og það er Bulsurnar eru fjórar í knippi. Fengu ráðgjöf víða Ég hafði sjálfur enga reynslu í matvælaiðnaði eða matvælaframleiðslu. Það sem ég gerði var að setja mig í samband við fjölda fólks, fá ráðgjöf og afla mér upplýsinga úr öllum áttum. Hjá Matís fékk ég mjög góðar viðtökur og fékk að nýta matarsmiðjurnar þeirra. Þar fékk ég mikla og góða ráðgjöf um þróun vörunnar. Þá var Nýsköpunarmiðstöð mér innan handar, bæði með fjárstuðning og ráðgjöf. Ég fór líka á fjölbreytt námskeið á vegum Nýsköpunarmiðstöðvar sem var góður skóli. Svavar segir að í öllu þessu ferli hafi varan sprottið fram og sé nú fáanleg í verslunum. Seldust upp á nokkrum klukkutímum Við gerðum fyrsta skammtinn og dreifðum í Frú Laugu og í Melabúðina. Sjálfur reiknaði ég með að hann dygði í um viku en nokkrum klukkustundum eftir að Bulsurnar voru komnar í verslanir var ljóst að það þyrfti að framleiða meira því lögunin var fljótt uppseld. Ég gerði aðra lögun og sleit mér út með vöku og stóð ósofinn við pylsusprautuna í nokkra daga. Fljótlega var mér ljóst að ég yrði að líka erfitt yfirferðar, segir Jóhann. Almennt segir hann dýrin halda sig hátt uppi til fjalla.stofninn sé hins vegar í ágætu lagi, allt tal um annað sé þvættingur. Heilbrigðisstimplun Umhverfisstofnun hefur á vef sínum birt tilkynningu um að þeir sem ætli sér að selja hreindýrakjöt í haust, heilan skrokk eða hluta til veitingastaða eða smásöluaðila verði að fá kjötið heilbrigðisstimplað. Sláturhús Norðlenska á Höfn í Hornafirði tekur að sér að flá hreindýr og heilbrigðisstimpla kjöt. Koma skal með dýrið óflegið á staðinn til að það fáist stimplað. /MÞÞ breyta framleiðsluaðferðunum ef það ætti að vera eitthvað vit í þessu. Þá tókum við ákvörðun um að skala framleiðsluna upp og leita samstarfs við Esju Gæðafæði. Nú framleiðum við Bulsurnar í aðstöðu hjá þeim og njótum aðstoðar fagmanna hjá fyrirtækinu, segir Svavar. Neytendur geta sem fyrr segir nálgast Bulsurnar í Melabúðinni og Frú Laugu en einnig í Víði, Krónunni, Nóatúni, Iceland, Lifandi markaði og Nettó. Vakin og sofin yfir rekstrinum Markaðssetning og dreifing á Bulsunum er á hendi þeirra hjóna Svavars og Berglindar. Við erum vakin og sofin yfir þessu, sjáum um allt sem tengist rekstrinum, segir Svavar en framundan er að losa sig frá sjálfri framleiðslunni. Það er hugmyndin að einbeita okkur að þróun á fleiri vörutegundum. Við höfum áhuga á að gera fleiri bragðtegundir af Bulsunum, segir Svavar Pétur. Ætla að flytja á Strandir Aðspurður um framtíðaráform segir Svavar fjölskylduna hyggjast flytjast norður á Strandir í haust. Þar hafa þau hjónin leigt jörð og ætla sér að þróa fyritækið þaðan og rækta það sem hægt er nyrðra. Ætli við setjum ekki upp fyrstu Bulsjusjoppuna á Ströndum og sjáum hver traffíkin verður! En er hægt að lifa af Bulsuframleiðslunni einni saman? Ég held að það verði bara að koma í ljós að einhverjum tíma liðnum þegar komin er reynsla á Bulsusöluna. Það er að minnsta kosti talað um það að geti Íslendingar lifað af einhverju þá sé það matvælaframleiðsla, segir Svavar Pétur að lokum. /TB

9 Bændablaðið Fimmtudagur 22. ágúst NÝPRENT ehf Landbúnaðarsýning og bændahátíð Reiðhöllin Svaðastaðir Sauðárkróki, laugardaginn 24. ágúst. Sýningin er opin frá 10:00 19:00 og er aðgangur ókeypis! Veitingasala (kaffihús og matsala) er allan daginn á meðan á sýningu stendur. Að sýningu lokinni verður kvöldvaka í Reiðhöllinni þar sem m.a. verður boðið upp á kjötsúpu í boði Ólafshúss og Kjötafurðastöðvar KS. Dagskrá sýningarinnar 10:00 Sýningarsvæðið opnar 11:00 Setning Tónlistaratriði Ásta Björg Pálmadóttir sveitarstjóri Sveitafélagsins Skagafjarðar Sindri Sigurgeirsson formaður Bændasamtaka Íslands Sigurður Ingi Jóhannsson landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra 11:30 Tóti í Keldudal lætur dæluna ganga Sýning á vökvunarbúnaði 11:45 Smalahundasýning inni 12:30 Hrútasýning 13:00 Smalahundasýning úti 13:15 Hæfileikakeppni vélamannsins. Skráning á staðnum. 14:00 Kálfasýning 14:30 Rúningur og ullarvinnsla 15:00 Smalahundasýning inni 15:30 Leitin að nálinni í heystakknum Hver er fljótastur að finna heklunál í heystakk, keppni á tíma fyrir 13 ára og yngri. Skráning á staðnum. 16:00 Klaufskurður á kúm 16:30 Smalahundasýning úti 17:00 Tóti í Keldudal lætur dæluna ganga 17:30 Húsdýrum gefið, mjaltir og almenn umhirða Grill og kvöldvaka í Reiðhöllinni Svaðastaðir ðir 19:30 Kvöldvaka - Agnar Gunnarsson og Ingimar Jónsson stjórna skemmtidagskrá mtid - Bændafitness - Keppni á milli búgreinafélaga - Fjölbreytt söng- og skemmtiatriði Opin bú í Skagafirði sunnudaginn 25. ágúst kl Hrossaræktarbúið Vatnsleysu í Viðvíkursveit - Loðdýrabúið Syðra-Skörðugili á Langholti - Skógræktarbýlið Silfrastöðum í Blönduhlíð - Kúabúið Réttarholti í Blönduhlíð Þá er Sögusetur íslenska hestsins á Hólum í Hjaltadal opið frá kl laugardag og sunnudag. Það er enn hægt að vera með á Sveitasælu Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í SveitaSælu 2013 er bent á að hafa samband við Öldu Laufeyju Haraldsdóttur í síma eða á netfangið sveitasaela@markvert.is. Sýning vélasala - allt það nýjasta og flottasta í vélageiranum Húsdýragarður Sveitamarkaður Handverkssýning Sveitaball á Mælifelli frá miðnætti Leikir fyrir r börn og fullorðna Smakk á heimagerðu u skyri Bændafitness Geitur kembdar og unnið úr geitafiðu Opin bú hjá bændum Búgreinafélögin í Skagafirði Búnaðarsamband Skagafjarðar

10 10 Bændablaðið Fimmtudagur 22. ágúst 2013 Fréttir Bragaþing númer tvö var haldið á Hveravöllum árið Þarna eru Selfosshjónin Lára og Birgir fremst á myndinni, en aftar sitja skáldin Rúnar Kristjánsson á Skagaströnd og Jói í Stapa. Mynd / Gils Einarsson Árlegt mót hagyrðinga Bragaþing haldið á Borgarfirði í ágústlok Árlegt mót hagyrðinga verður haldið í Fjarðarborg á Borgarfirði eystra laugardagskvöldið 31. ágúst. Samkomur sem þessar hafa verið árlegar síðasta aldarfjórðung og til skiptis í landshlutunum. Nú er ár Austfirðinga og Þorsteinn á Unaósi leiðir undirbúninginn. Liðsmenn stökunnar og hagyrðingar eru hvattir til þátttöku sem getur hafist með því að hringja í Fjarðarborg Sveitasælan á Sauðárkróki um helgina Nýr heildsali með rúlluplast Nýr heildsali hefur bæst í hóp þeirra sem selja rúlluplast á Íslandi. Það er fyrirtækið Sóldögg ehf. sem um ræðir og selur eingöngu í heildsölu og að lágmarki eitt bretti með 40 rúllum, að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Sóldögg ehf. hefur flutt inn TotalCover rúllunet frá Karatzis á Krít og í sumar tryggði það sér svo umboð fyrir Bal ensil, 5 laga rúlluplast frá franska framleiðandanum Barbier Group. Franska rúlluplastið er Íslenskum bændum kunnugt frá fyrri árum en það hefur ekki verið í boði á Íslandi síðustu ár. Í tilkynningunni kemur fram að Sóldögg hafi haft að leiðarljósi að og panta sæti í veislunni. Aðgangseyrir er krónur. Góð tilboð bjóðast hjá ferðaþjónustunni Álfheimum/Arngrími Viðari s og Helga í Blábjörgum s Fyrir fimm árum var mótið haldið á Smyrlabjörgum og 20 ár eru síðan austfirska mótið fyrsta var á Hallormsstað með Helga Seljan og Hákon Aðalsteinsson í heiðurssætum. Benedikt Sigurðsson ráðinn aðstoðarmaður sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra Benedikt Sigurðsson var á dögunum ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Jóhannssonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Benedikt hefur starfað sem sviðsstjóri ytri og innri samskipta Actavis á Íslandi undanfarin ár og sat einnig í framkvæmdastjórn fyrirtækisins. Hann var áður aðstoðarmaður formanns Framsóknarflokksins, Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, Sveitasæla Landbúnaðarsýning og bændahátíð verður haldin á laugardaginn kemur í reiðhöllinni Svaðastöðum á Sauðárkróki. Að sögn Öldu Laufeyjar Haraldsdóttur framkvæmdastjóra sýningarinnar verður þar að venju margt um að vera en allt stefnir í að hátíðin verði sú stærsta til þessa. Á meðal þess sem sjá má eru vélar frá ýmsum vélasölum, húsdýragarður, sveitamarkaður og handverk. Sýningin stendur frá 10:00 til 18:00 en um kvöldið fer fram kvöldvaka með skemmtiatriðum og grilli. Ókeypis er á sýninguna og allir velkomnir. Benedikt Sigurðsson. fjölmiðlafulltrúi Kaupþings banka, en lengst af starfaði hann sem fréttamaður á fréttastofu Sjónvarpsins. Benedikt hefur bakkalárgráðu í sagnfræði frá Háskóla Íslands. Staðið við strokkinn á Sveitasælu. bjóða upp á hágæða vöru á lægsta mögulega verði og til þess haldið rekstarkostnaði og yfirbyggingu í lágmarki. Sóldögg hefur samið við Flytjanda um sérkjör á flutningi á neti og plasti og afhendast vörurnar á næstu flutningamiðstöð við viðtakanda. Norðurlandameistaramót eldsmiða á Akranesi Íslendingar náðu einum titli Norðurlandameistaramót í eldsmíði var haldið á Safnasvæðinu á Akranesi um síðustu helgi. Að sögn heimamannsins Guðmundar Sigurðssonar, formanns norrænna eldsmiða, þá tókst mótshaldið vel. Um hundrað smiðir mættu á svæðið og um þrjú þúsund til að fylgjast með. Hin árlega Ólafsdalshátíð var haldin helgina ágúst sl. Í Ólafsdal við Gilsfjörð var fyrsti búnaðarskóli Íslands stofnaður af Torfa Bjarnasyni árið Ólafsdalsfélagið stendur að hátíðinni og segir Rögnvaldur Guðmundsson, formaður félagsins, að vel hafi tekist til og um 400 gestir hafi mætt í dalinn. Hin eiginlega Ólafsdalshátíð var haldin sunnudaginn 11. ágúst en undanfari hátíðarinnar fór fram á laugardeginum með gönguferð um Ólafsdal og námskeiði í ullar- og tóvinnslu, ætluðu börnum. Fjölbreytt sýningarhald Fjölbreytt dagskrá var á sunnudeginum. Ólafsdalsmarkaður var haldinn að venju sem og sýningar, en grænmetisframleiðslan í dalnum hefur nú fengið lífræna vottun. Á markaðnum var auk grænmetisins boðið upp á osta, Erpsstaðaís, krækling og ber. Auk þessa voru fjölbreyttar handverksvörur á boðstólum. Sýningar voru í skólahúsinu; á fyrstu hæð er fastasýningin Ólafsdalsskólinn og á annarri hæð var sýningin Guðlaug og konurnar í Ólafsdal, sem er ný sýning styrkt af Menningarráði Vesturlands. Á þeirri hæð var einnig kynning á mat og matarhefðum við Breiðafjörð Íslendingar báru sigur úr býtum í keppni þriggja manna liða sem gekk út á að lengja tein sem mest. Therese Engdal frá Svíþjóð varði titil sinn í meistaraflokki eldsmiða en Gunnar Gunnarsson varð í þriðja sæti í þeim flokki. Af öðrum úrslitum má nefna að Einar Sigurðsson varð annar í opnum flokki og Óskar og á Ströndum í samvinnu við Þjóðfræðisetrið á Hólmavík. Hátíðardagskrá var svo frá klukkan 13 þar sem ýmis erindi voru flutt og tónlist leikin. Dagskrá lauk með erindi Bjarna Guðmundssonar, prófessors á Hvanneyri, undir heitinu Torfi, verkfærin og vinnuhestarnir. Ólafsdalfélagið var stofnað árið 2007 og eru félagar nú um 300 talsins og fer stöðugt fjölgandi. Markmið félagsins er að hefja Mynd / smh Páll Hilmarsson varð í þriðja sæti í flokki útskrifaðra eldsmiða. Dæmt var bæði eftir smíðatækni og hins vegar eftir listfengi. Auk keppnishalds voru ýmsar uppákomur, s.s. opnar vinnustofur, fyrirlestrar og sýnikennsla og kvöldvaka. /smh Ólafsdalsgrænmetið lífrænt vottað Nú liggja fyrir verðskrár allra afurðastöðvanna fyrir komandi sauðfjársláturtíð, eftir að Fjallalamb á Kópaskeri birti verðskrá í síðustu viku. Landssamtök sauðfjárbænda hafa reiknað út meðalverð einstakra afurðastöðva miðað við þær upplýsingar sem liggja fyrir auk þess að bera saman landsmeðaltal milli ára. Niðurstaða þeirra útreikninga er að lambakjöt hækkar um u.þ.b. 37 krónur á kíló milli ára, sé tekið Rannveig Guðleifsdóttir frá vottunarstofunni Túni afhendir Rögnvaldi Guðmundssyni staðfestingu á að grænmetisræktun í Ólafsdal sé lífrænt vottuð. Lambakjöt hækkar um 37 krónur á kíló tillit til uppbótargreiðslna fyrir árið í fyrra, sem greiddar voru fyrr á þessu ári. Sumarslátrun hófst hjá sláturhúsi KVH á Hvammstanga 12. ágúst síðastliðinn og var þá tæplega þúsund Ólafsdal til vegs og virðingar á ný og nú sem frumkvöðlasetur á 21. öld. Í Ólafsdal eru afar merkar jarðræktarminjar, s.s. beðasléttur, vatnsmiðlun, hlaðnir garðar og fjöldi annarra minja frá tímum Ólafsdalsskólans, s.s. minjar um smiðju Torfa, tóvinnuhús, hlaðið vatnshús og fjós o.fl. Skemmtilegar gönguleiðir eru út frá Ólafsdal, s.s. yfir í Bitrufjörð, Kleifa í Gilsfirði, Saurbæjarsveit og víðar. /smh lömbum slátrað. Meðalvigtin var 14,3 kg. Annar sláturdagur í ágúst var síðasta mánudag og var þá um 760 lömbum slátrað. Meðalvigt þann dag var 16,3 kg sem telst mjög gott. Magnús Freyr Jónsson sláturhússtjóri segir að einnig sé stefnt að því að slátra á mánudaginn kemur. Þá verður slátrað hjá SS á Selfossi og hjá Norðlenska, bæði á Höfn og Húsavík, fyrir mánaðamót. Slátrun hefst almennt í annarri viku september eða svo. /fr

11 Bændablaðið Fimmtudagur 22. ágúst Eftirlit með velferð dýra Matvælastofnun óskar eftir að ráða sex sérfræðinga í 100% starf, einn í hvert umdæmi stofnunarinnar, með staðsetningu á Selfossi, í Reykjavík, Borgarnesi, á Sauðárkróki, Akureyri og Egilsstöðum. Ráðið er í stöðurnar frá og með 1. janúar Um ný störf er að ræða sem eru tilkomin vegna nýrra laga um velferð dýra nr. 55/2013 og laga um búfjárhald nr. 38/2013 sem taka gildi 1. janúar Hlutverk sérfræðinganna er að vinna við framkvæmd Helstu verkefni og ábyrgð felast í eftirliti með dýrahaldi (þ.á.m. fóðrun, merkingum og aðbúnaði), móttöku gagnagrunna um dýrahald og önnur eftirlitsverkefni. ÖRYGGIS- BÚNAÐUR HJÁLMAR, GLERAUGU, SKÓR, FATNAÐUR, GASMÆLAR, HEYRNARHLÍFAR, RYKGRÍMUR OG MARGT FLEIRA Dynjandi örugglega fyrir þig! Skeifunni 3 - Sími: dynjandi.is Þekking á opinberri stjórnsýslu æskileg Reynsla af opinberu eftirliti æskileg Góð almenn tölvukunnátta Hæfni til tjáningar í ræðu og riti á íslensku Umsóknum skal skilað til Matvælastofnunar, Austurvegi 64, 800 Selfoss, merktum Sérfræðingur, velferð Öllum umsóknum verður svarað þegar ráðning liggur fyrir. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi opinberra starfsmanna. Hjá Matvælastofnun starfa rúmlega 70 starfsmenn. Stofnunin sinnir stjórnsýslu, eftirliti, fræðslu og þjónustu við sjávarútveg, landbúnað, fyrirtæki og neytendur í þeim tilgangi að stuðla að heilbrigði og velferð dýra, heilbrigði plantna og öryggi, heilnæmi og gæðum matvæla. Stofnunin starfar samkvæmt eftirfarandi gildum: árvekni, framsækni, traust og gegnsæi. Léttgrindur henta sérstaklega vel sem hlið ÍSLENSK FRAMLEIÐSLA 80% LÉTTGRINDUR hagkvæm og góð lausn Létthlið er hag kvæm og góð lausn en hliðunum er hægt að raða saman að vild. Létthliðin eru seld í einingum þannig að það er hægt að raða saman hliði sem hentar mismunandi aðstæðum, hvort heldur á að girða af sumarhús eða tún. Húsasmiðjan selur tvær gerðir af léttgrindum, bæði með stand andi pílárum úr röri og með gegnheilum teinum. Stærðir frá 208 cm upp í 608 cm. Seljum einnig alla fylgihluti t.d. staura, lokur, lamir, lása og keðjur. Nánari upplýsingar veita sölumenn okkar í Húsasmiðjunni um land allt. ALLT SÍ A 1969 FAGMANNA HJÁ OKKUR FÆRÐU GIRÐINGAREFNI Í ÚRVALI Vírlykkjur og allt sem þarf fyrir girðingarvinnuna HLUTI AF BYGMA GLER OG SPEGLAR KLÚBBUR...meira fyrir bændur! ALLT FRÁ GRUNNI AÐ GÓÐU HEIMILI SÍÐAN 1956

12 12 Bændablaðið Fimmtudagur 22. ágúst 2013 Fréttir Mynd / smh Af jörðu Íslensk torfhús eftir Hjörleif Stefánsson Torfhúsin hafa margþætt menningarlegt gildi Í byrjun júlímánaðar sl. var bókin Af jörðu íslensk torfhús, eftir arkitektinn Hjörleif Stefánsson, gefin út af Crymogeu bókaútgáfu. Ég hef lengi tengst vinnu og viðhaldi á íslenskum torfbæjum og því má segja að aðdragandi bókarinnar sé orðinn nokkuð langur, segir Hjörleifur. Fljótlega eftir að ég kom heim að loknu námi í Noregi, eða um 1977, tók ég að vinna að verkefnum fyrir Húsafriðunarnefnd og Þjóðminjasafnið sem tengjast torfbæjum. Þó má segja að áhugi minn á þessu nái alveg aftur á námsárin en í náminu mældi ég og teiknaði Galtastaði fram í Hróarstungu, sem er einn af torfbæjunum sem Þjóðminjasafnið hefur tekið til varðveislu. Um þessa bók byrjaði ég hins vegar að hugsa upp úr árinu Í nokkur sumur þar á eftir ferðaðist ég um landið gagngert í þeim tilgangi að skoða torfbæi og taka af þeim myndir. Það var svo fyrir um þremur til fjórum árum að ég settist niður til að skrifa þennan texta af alvöru. Ég leitaði til Crymogeu bókaútgáfu, sem leggur metnað sinn í að gefa út fallegar bækur, og þar var samþykkt að gefa bókina út. Þetta snýst nefnilega að hluta til um að vekja athygli manna á fegurð torfbæjanna í landslaginu. Frá upphafi búsetu á Íslandi og fram á 20. öld Hjörleifur leggur áherslu á mikilvægi torfhúsanna í menningarsögulegu samhengi. Þessi þjóð bjó í torfhúsum alveg frá upphafi búsetu á Íslandi og fram á 20. öld. Langflest hús voru öldum saman úr torfi. Hver maður varð að geta bjargað sér og menn byggðu sér úr því efni sem hendi var næst. Við þau veðurfarsskilyrði sem eru á Íslandi, þá er það einfaldlega þannig að torfið var algjört undra byggingarefni; veitti skjól fyrir vindi og einangraði gegn kulda. Það er í raun ekki auðvelt að ímynda sér hvernig Íslendingar hefðu komist af á þessu landi ef ekki hefði verið torfið. Sagt er að landið hafi verið skógi vaxið, en það hefur náttúrlega verið lágvaxinn skógur og ekki mikið af stórviði til að byggja úr. Menn hafa getað notað hann sem minniháttar máttarvið, hrís á þekju og fleira þess háttar, en varla mikið meira. Rekaviðurinn hefur hins vegar alltaf skipt miklu máli. Jafnvel þótt menn hefðu haft timbur eins og menn höfðu til að mynda í Noregi hefðu menn líka byggt torfhús. Í Norður-Noregi byggðu menn torfhús allt fram á 19. öld einfaldlega af því að þau einangruðu vel. Um það leyti sem Ísland byggðist voru ofnar að koma til sögunnar í Noregi og menn fóru að hita híbýli sín með þeim. Það gerist um svipað leyti og ný húsagerð ryður sér þar til rúms, svokölluð stokkahús. Þá gátu menn byggt hús úr tréstokkum sem raðað var upp og læst saman á sérstakan hátt á hornunum. Í þessum húsum voru ofnar til upphitunar. Það krafðist þess að menn hefðu eldivið og þessi hús voru aldrei algeng hér á landi þó það séu til einstök dæmi um þess háttar stofur. Engin tvö torfhús eins Torfhús tíðkuðust einnig í öðrum nágrannalöndum okkar, en Hjörleifur segir að blæbrigðamunur hafi verið á byggingarstílnum á milli landa og raunar hafi hvert hús verið einstakt. Engin tvö torfhús voru eins. Eiginleikar hvers og eins réðust af landkostum og gróðurfari á hverjum stað. Meira að segja hér innanlands voru hús með mjög mismunandi hætti. Svo er það merkilega og það kemur vel fram í bókinni hversu torfhús voru algeng í nágrannalöndunum miklu lengur en fólk hafði gert sér grein fyrir. Í Skotlandi t.d. var aragrúi af torfhúsum fram á 20. öld. Það sama á við um Norður-Noreg. Skoskir bændur voru flestir leiguliðar og höfðu aðeins samning til skamms tíma. Þeir þurftu þó sjálfir að byggja hús sín en þessi stutti leigutími olli því að þeir reistu sér gjarnan torfhús frekari en varanlegri hús úr steini eins og landeigendur gerðu. Torf, grjót og timburgrind Flest torfhús eru gerð af veggjum úr torfi og grjóti. Þannig er hlaðin upp tóft og inni í henni stendur timburgrind sem oft á tíðum er þiljuð að innan, til dæmis í baðstofum og í híbýlum manna, útskýrir Hjörleifur. Í öðrum húsum er óþiljað, svo sem eldhúsum, göngum, smiðjum o.s.frv. Timburgrindin ber uppi máttarviði þaksins og þar ofan á er svo torfþekja. Hvernig þessi grind er gerð er svolítið breytilegt frá einum tíma til annars og einnig þekjan. Sums staðar eru bara sperrur og svokallað árefti sem hvílir á þeim. Áreftið gat verið með ýmsum hætti; stundum hrís ofan á og torfið svo ofan á því. Á enn öðrum stöðum notuðu menn melgresi undir torfið í staðinn fyrir hrís. Þegar líða tók á 19. öldina breyttust svo húsin eitthvað eftir því sem ný byggingarefni komu til sögunnar. Fyrst kom tjörupappinn, um 1840, og svo bárujárnið nálæg Þannig voru torfhúsin löguð að tækniframförunum. Meira að segja þegar rafmagnið kom til sögunnar þá voru torfbæirnir rafvæddir. Á fyrstu áratugum 20. aldar voru vatns- og fráveitur lagðar í þessi hús. Á seinni hluta 19. aldar og byrjun þeirrar 20. þegar kolaofnar voru komnir til sögunnar þá voru þeir náttúrlega teknir í notkun líka í torfbæjunum. Reykháfar og eldavélar voru tengdar við og herbergjaskipan fór að breytast mjög í samræmi við þetta. Helmingur þjóðarinnar bjó enn í torfhúsum árið 1914 Fram kemur í bókinni að árið 1914 hafi um það bil helmingur þjóðarinnar enn búið í torfhúsum. Upp úr því verða mjög hröð umskipti á húsakosti Íslendinga, segir Hjörleifur. Timburhúsin komu nokkuð áður inn í myndina en steinsteyptu húsin koma meira upp úr aldamótunum. Þó var það þannig að áfram var haldið að byggja torfhús og töluvert lengur. Íhaldssamir bændur héldu því áfram, alveg fram undir , þeir sem voru haldnir þjóðlegri rómantík. Mig minnir að seinasta torfhúsið sem nefnt er í bókinni hafi verið byggt skömmu eftir Flest Mynd / Guðmundur Ingólfsson merkustu torfhúsin okkar sem hafa varðveist eru undir verndarvæng Þjóðminjasafnsins. Það má segja að þau séu um allt land, þó flest séu á Norðurlandi. Stærstu bæirnir eru Glaumbær, Laufás, Grenjaðarstaðir, Burstafell og Keldur. Svo má nefna Þverá í Laxárdal, Galtastaði fram í Hróarstungu, Núpsstað, Selsbæinn í Skaftafelli ofl. Þessir bæir voru flestir teknir til varðveislu þegar mönnum varð helst starsýnt á stærstu og glæsilegustu bæina. Maður saknar svolítið í þessu samhengi híbýla almúgafólks en á þessum tíma þótti ekki mikilvægt að varðveita slíkt. Enn eru þó uppistandandi slík torfhús frá því undir lok 19. aldar eða um aldamótin og enn hægt að bjarga þeim. Fagurfræðilegt gildi Í huga Hjörleifs hafa torfhúsin margþætt menningarlegt gildi. Þessi torfhús sem við eigum enn eru áþreifanlegustu og skýrustu menjarnar um híbýlamenningu okkar og allir aðrir þættir menningarinnar bera keim af henni. Hún er þannig mjög mótandi fyrir okkar menningu. Í nágrannalöndum okkar eru ekki til menjar af þessum toga þótt torfhús hafi verið þar algeng fram á 19. öld sem er stórmerkilegt! Við höfum þeim skyldum að gegna að varðveita þessar menningarminjar, auðvitað fyrir okkur sjálf en ekki síður fyrir heimsbyggðina sem innlegg í heimsmenninguna, þar sem þetta er hvergi til annars staðar en hérna. Það er reyndar svo að það er starfandi nefnd á vegum menntamálaráðuneytisins, undir forystu Margrétar Hallgrímsdóttur þjóðminjavarðar, sem er að vinna að því að fá þennan menningararf skráðan á heimsminjaskrá UNESCO. Að því að ég best veit er þar um að ræða torfhúsamenninguna í heild sinni. Svo er annar þáttur sem mér er einnig mjög hugleikinn en það er fagurfræðilegt gildi torfhúsanna. Þau eru byggð úr jarðvegsefnum sem fengin eru á þeim stað þar sem þau standa. Fyrir vikið falla þau að landslaginu á annan hátt en hús sem eru reist úr framandi efnum. Þau verða hluti af landslaginu. Ég trúi að arkítektar geti lært mikið af því að gefa þeim eiginleika gaum hvernig við getum byggt hús sem eru samboðin því landslagi sem þau standa í. Tilgangurinn með bókinni er einmitt öðrum þræði að vekja athygli á þessu. /smh

13 Bændablaðið Fimmtudagur 22. ágúst Verið velkomin á vefsíðu okkar TILBÚNAR Í HAUSTVERKIN VIFTUR Við erum sterkir í viftum Útsogsviftur Þakviftur Loftræstiviftur Stýringar frystiklefar -Kæliklefar -Frystiklefar -Vélarkerfi -Varahlutir Eigum frystiklefa á lager! ishusid.is íshúsið Aðalfundur Landssamtaka skógareigenda verður haldinn á Hótel Örk, dagana 30. og 31. ágúst næstkomandi. Fundurinn hefst kl. 14, á föstudeginum, með fræðsluerindum um jólatrjáarækt og málþingi um kolefnisbindingu í skógi. Nánari upplýsingar á heimasíðunni hestöfl Árg: Sept Dekk: 650/65R38 og 540/65R28 Michelin Búnaður: Fjaðrandi hús, frambúnaður, aflúrtak,vökvayfirtengi Ekinn: 500 vinnustundir 40KM kassi Verð kr ,- + vsk. 120 hestöfl. Árgerð: 2012 Dekk: 600/65R38 og 540/65R24 Michelin Búnaður: Fjaðrandi hús og framhásing Q56 ámoksturstæki með hraðtengi Frambúnaður og aflúrtak Ekinn: 1000 vinnustundir 50KM kassi Verð kr ,- + vsk. 6140R 6430 PREMIUM

14 14 Bændablaðið Fimmtudagur 22. ágúst 2013 Guðni Ágústsson, framkvæmdastjóri SAM: Hesturinn okkar er þjóðareign Nýlokið er í Berlín í Þýskalandi Heimsleikum íslenska hestsins. Þar leiddu átján þjóðir saman gæðinga sína, ásamt færustu reiðmönnum landanna. En það var Íslandshesturinn sem var í aðalhlutverki hjá öllum þjóðunum enda snúast þessir heimsleikar um hann. Aðstaða hestamennskunnar hér heima er orðin mjög góð. Öflugir háskólar og mikil þekking til víða, hrossabúgarðar, reiðhallir hestamannafélaganna um allt land og reiðleiðir betri en fyrr. En við erum samt stödd á tímamótum í samdrætti og skugga efnahagserfiðleika hér heima og um alla veröld. Enn voru það reiðmenn og gæðingar frá upprunalandinu sem slógu í gegn á mótinu. Árangur margra þjóða er góður og mikill metnaður lagður í alla umgjörðina og búgreinina. Tækifærin eru óteljandi Hesturinn okkar er þjóðareign, hluti af verðmætum sem landið og sagan hefur skilað okkur. Hesturinn gerir margan þéttbýlisbúann að sveitamanni sem elskar landið enn heitar. Þúsundir útlendinga koma hingað og kaupa sér hestaferð um landið, ekki síst um öræfin og verða ástfangnir af landinu og hestinum. Búgarðarnir á tugum ef ekki hundruðum jarða eru flestir byggðir upp af duglegu og hæfileikaríku fólki sem á sér þann draum að hesturinn gefi því lifibrauð. Menntun hestamanna spilar stóran þátt í velgengninni en háskólarnir á Hólum og Hvanneyri og ýmsir framhaldsskólar kenna fræðin og reiðlistina. Afreksfólkið okkar er meira og minna á ferðalögum með námskeið bæði erlendis og hér heima til að búa út fólk sem vill eiga hestinn og gera hann að sínum hesti og áhugamáli. Íslenski hesturinn býr við talsverða sérstöðu meðal hrossakynjanna, bæði vegna ganghæfileika, mýktar í gegnum töltið og góða lund. Allt er um þessar mundir í lágmarki, þ.e. sala á hrossum bæði innanlands og til útlanda. Enn viðurkenna erlendir Starfs síns vegna þurfa bændur iðulega að aka dráttarvélum á þjóðvegum landsins. Þar sem vélarnar komast ekki jafn hratt og önnur ökutæki þurfa stjórnendur þeirra að sýna sérstaka varkárni á vegum úti. Ámoksturstæki skal ávallt hafa niðri í akstri, um 20 til 30 sm frá jörðu, því ella getur það slasað fólk illa í árekstri við ökutæki sem kemur á móti, sérstaklega ef gafflar eru framan á. Við flutning á heyi og öðrum þungavörum þarf að huga vel að hleðslu, bremsubúnaði og tryggja sýnileika tækjanna með ljósum og endurskini. Ökumaður þarf jafnframt að sjá vel aftur fyrir sig og liðka fyrir framúrakstri eftir föngum með því gefa öðrum vegfarendum merki þegar aðstæður leyfa. hestamenn að Íslandsfæddir hestar eru snarpari og eftirsóttari. Tollar hafa verið felldir niður af útfluttum hestum og senn finnst vonandi mótefni gegn biti moskítóflugunnar. Því þarf núna við þessar aðstæður að skapa samstillt átak bæði í félagsmálum hestamanna og ekki síður í markaðssetningu Íslands þar sem hesturinn verður í aðalhlutverki. Stofnun íslenska hestsins - The Icelandic Horse Institute Jón Baldur Lorange hjá Bændasamtökunum hefur sett fram hugmynd um Stofnun íslenska hestsins eða The Icelandic Horse Institute, skammstafað IHI. Hann sér að hlutverk þessarar stofnunar væri að standa vörð um forystuhlutverk Íslands í málefnum hestamennskunnar. Stofnunin væri samræmingaraðili við stjórnvöld og kæmi fram sem slíkur á alþjóðlegum vettvangi. Í henni ættu sæti fulltrúar allra hagsmunaaðila hestamennskunnar. Þar væri hrossaræktarráðunauturinn og sambærilegur maður sem héldi utan um hestinn og Íslandshestamennina erlendis. Þarna væri FH, LH og Félag tamningamanna, fulltrúar háskólanna og landbúnaðar- og menntamálaráðuneytisins og FEIF. Af hverju ekki? Hugmyndin er góð. Fyrir nokkru var byggt upp Vesturfarasetur á Hofsósi um Íslendinga sem fluttu brott fyrir öld síðan. Það blómstrar. Þessi stofnun eða miðstöð myndi hafa næg verkefni. Hún yrði miðstöð lifandi starfs og að henni myndu beinast mikil samskipti sem gætu gert það að verkum að sú ládeyða sem nú svífur yfir vötnunum hyrfi sem dögg fyrir sólu. Það er lykilhlutverk að stjórnvöld viðurkenni ábyrgð sína á málefnum íslenska hestsins og tryggi fjármagn til reksturs um framgang hans, sagði Jón Baldur í ágætu viðtali við Jens Einarsson árið Ég treysti því að nýr landbúnaðarráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, sem jafnframt er góður hestamaður, láti sig málið varða. Stafar hætta af þér? Sýna þarf sérstaka varúð þegar ekið er með ámoksturstæki. Svona á ekki að keyra vél á vegum úti. Mynd / VÍS Vert er að minna alla á að gæta sín vel þegar beygt er til vinstri út af aðalvegi. Í slysum sem verða við þessar aðstæður er hraðinn oft mikill og slysin alvarleg. Bændur og aðrir landeigendur hafa ekki farið varhluta af vaxandi útivistar- og gönguáhuga landsmanna síðustu ár. Fjölmennir gönguhópar þramma um allar jarðir til þess að upplifa íslenska náttúru og anda að sér hreinu sveitaloftinu. Þessar meyjar tilheyrðu hét Vesen og vergangur en nú hafa þær stofnað sinn eigin. Það Sker út fugla og selur fyrir utan Kaupfélagið á Hólmavík Kemur með farfuglunum á vorin Smíðaáhugi minn hófst af einhverri alvöru þegar bróðir minn fór í fyrsta sinn í skóla og kom heim með útsögunarsög. Þá fór ég að saga út ýmis dýr eins og hreindýr og fugla. segir Jón Ólafsson kennari og sjómaður. Jón er fæddur og uppalinn á bænum Sandnesi í Kaldrananeshreppi á Ströndum, fimmti í röð tólf systkina. Hann var um langt skeið kennari við grunnskólann á Hólmavík en býr nú hálft árið í Noregi og kemur á Strandir með farfuglunum á vorin. Ég kem hingað í mars á grásleppuna, síðan stunda ég strandveiðarnar á sumrin og þótt ég hafi búið lengi í Noregi finnst mér ég miklu meiri Íslendingur en Norðmaður. Jón starfaði við kennslu fyrstu árin í Noregi en hætti því fyrir nokkrum árum og sker út fugla á veturna sem hann selur hér heima á sumrin. Þeir sem koma á Hólmavík hitta hann fyrir utan kaupfélagið þar sem hann situr í landlegum og sker út. Ég geri íslensku fuglana eins og lóu, spóa, himbrima og kríu og einn og einn af öðrum tegundum, er kominn upp í 72 tegundir fugla en á margar eftir. Nær eingöngu nota ég birki en linditré hef ég líka skorið út í. Þurftum snemma að bjarga okkur Jón segist, ásamt bróður sínum sem er tveimur árum eldri, hafa verið áhugasamur um að skera út. Þeir þurftu snemma að læra að bjarga sér og beita hnífum. Við bræðurnir vorum ungir þegar við eignuðumst fyrst hnífa. Það var gamall maður, Hjörtur Samsonarson, frá Sunddal, sem kom til okkar einu sinni á vetri og var þá nokkra daga í senn. Áður en hann fór heim til sín fór hann í kaupstaðarferð til Hólmavíkur og kom þá með hnífa og gaf okkur. Við vorum alltaf búnir að týna þeim þegar hann kom næst svo hann gaf okkur þá nýja. Oftast byr í seglin Áður en æskuheimili Jóns, Sandnes, komst í vegasamband í kringum 1960 var báturinn aðalsamgöngutækið. Þegar flugsamgöngur hófust á Íslandi var notaður flugbáturinn Catalina sem lenti á sjó en hann komst ekki upp í fjöru á Hólmavík þar sem innsiglingin þótti óhagstæð. Dufl var þá sett út af höfninni og þangað fór bátur og ferjaði fólk. Pabbi minn, Ólafur Sigvaldason, var iðulega fenginn til að ferja fólk til og frá flugbátnum. Þetta lagðist svo af um sama leyti og vegasamband komst Jón Ólafsson er afkastamikill í fuglaútskurði og hefur skorið út 72 fuglategundir. Mynd / Arnheiður Guðlaugsdóttir á. Síðast áttum við árabát heima sem við notuðum til að ná í verslunarvöru til Hólmavíkur. Við bræður fórum stundum tveir og vorum þá latir að róa og drógum upp segl og oftast fengum við byr. Þegar við höfðum dvalið um tíma á Hólmavík og héldum heim á leið vorum við svo heppnir að oft var komin innlögn á Steingrímsfirði svo við gátum aftur notað seglin til að komast á leiðarenda. Hvattur til náms Þar sem systkinin voru mörg fóru þau fljótt að vinna fyrir sér og 15 ára fór Jón að vinna í fiski á Drangsnesi. Ég var í fæði og húsnæði hjá afa mínum, Jóni Sigurðssyni. Hann var uppgjafabóndi sem flutti til Drangsness þegar ég var ungur og vann verkamannavinnu. Hann sagði við mig að ef ég ætlaði ekki að verða bara drullumokari yrði ég að læra eitthvað. Þegar ég hafði unnið í nokkurn tíma við fiskvinnu ákvað ég að fara að læra og fór fyrst á Reykjaskóla í Hrútafirði og síðan í Kennaraskólann. Mynd / Kristján Valgarðsson við Pétursey á dögunum. Þar virðist bóndinn, eða einhverjir umhyggjusamir vinir hans, búinn að skrifa skilaboðin Single farmer (einhleypur bóndi) á rúllurnar ásamt símaupplýsingum. Bóndinn virðist alþjóðlega þenkjandi því hann útilokar ekki möguleika á erlendum samskiptum og skeytir framan við gsm-númerið ekki fengið neitt svar við ítrekuðum SMS-skilaboðum. Jón segir smíðaáhugann hafa magnast í Reykjaskóla. Mig langaði að fara í húsgagnasmíði í Iðnskólanum en handavinnudeild Kennaraskólans varð fyrir valinu meðal annars vegna þess að kunningi minn, Guðbrandur Jóhannsson, var þá byrjaður í skólanum. Frumkvæði og skapandi hugsun Fyrstu árin sem ég kenndi þurfti frumkvæðið alltaf að koma frá kennaranum en þó voru það alltaf nokkrir nemendur sem höfðu meðfædda hæfileika og voru skapandi í hugsun. Þá ætluðust foreldrar til að börnin smíðuðu heilu húsgögnin en áttuðu sig ekki á því að til þess þarf mikla æfingu og enginn getur það í byrjun. segir Jón Ólafsson kennari og útskurðarmeistari sem segist oftast hafa verið sólarmegin í lífinu þar sem hann sat, í logni og nálægt 20 stiga hita og sól, að skera út fugla á Hólmavík. /AG

15 Bændablaðið Fimmtudagur 22. ágúst Bændablaðið Skelltu inn smáauglýsingu með farsímanum eða spjaldtölvunni Gámurinn er þarfaþing! Gistigámar Geymslugámar Salernishús Hafðu samband! » Til sölu og/eða leigu» Margir möguleikar í stærðum og útfærslum» Hagkvæm og ódýr lausn» Stuttur afhendingartími Klettagörðum Reykjavík Sími ATHYGLI EHF Tilboð óskast í ríkis- og eyðijörðina Leiti í Suðursveit, Hornarfirði CLAAS Arion hestöfl Leiti í Suðursveit, Hornarfirði Um er að ræða ríkis- og eyðijörðina Leiti, í Sveitarfélaginu Hornafirði, sem er 10,91 ha. heimaland. Einnig á Leiti ítök í útjörð Kálfafellsstaðartorfunnar og neðan vegar er óskipt land rúmir 400 ha að stærð. Jörðin hefur verið í eyði í mörg ár en landið eitthvað nytjað. Á jörðinni eru mörg hús sem flest eru ónýt að undanskildum tveimur útihúsum sem telja má nothæf. Væntanlegur kaupandi þarf að bera kostnað af förgun í samráði við sveitarfélagið. Þá er túnið lélegt eða ónýtt. Samkvæmt upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands fasteignaskrá er brunabótamat samtals kr ,- og fasteignamat fasteigna kr ,-. Bæjarstæðið er mjög fallegt. Nánari upplýsingar er hægt að fá hjá Ríkiskaupum, Borgartúni 7c, 105 Reykjavík í síma Tilboðseyðublöð liggja frammi á sama stað ásamt reglum um frágang og útfyllingu á tilboðseyðublaði. Sjá einnig nánari upplýsingar á heimasíðu Ríkiskaupa Tilboð skulu berast Ríkiskaupum, Borgartúni 7c, 105 Reykjavík fyrir kl þann 3. september 2013 þar sem þau verða opnuð í viðurvist bjóðenda er þess óska. Frum Vökvaskiptur 16/16 gírar 98 lítra vökvadæla Hægt að sameina vökvaflæði fram í mokstursstæki 10 hestafla aflaukning í CIS útfærslu Útskjótanlegur vökvalyftukrókur kg. lyftigeta á beisli Fjögurra hraða aflúttak Rúmgott ökumannshús með frábæru útsýni Fjölstillanlegt sæti með loftfjöðrun Farþegasæti með öryggisbelti Topplúga úr gleri Öll stjórntæki innan seilingar ökumanns CLAAS Arion 400 CIS-EHV Stjórnstöng í sætisarmi fyrir ámoksturstæki og vökvasneiðar Rauður takki á mynd stýrir gírskiptingu +/- 4 vökvasneiðar, 2 rafstýrðar 2 handvirkar Auðvelt og þægilegt í notkun VERKIN TALA Gylfaflöt Reykjavík Sími velfang@velfang.is

16 16 Bændablaðið Fimmtudagur 22. ágúst 2013 Kristján Gunnarsson mjólkureftirlitsmaður hættir eftir 32 ára starf: Mjólkurframleiðendur mikið sómafólk sem gert hafa mér lífið og starfið léttara Kristján Gunnarsson mjólkureftirlitsmaður á Norður- og Austurlandi lætur af störfum um næstu mánaðamót, en hann hefur starfað við mjólkureftirlit hjá samlaginu í nær 32 ár, hóf störf 1. nóvember árið Á tímabilinu hefur hann starfað með 6 samlagsstjórum, þeir eru Vernharður Sveinson, Þórarinn E. Sveinson, Hólmgeir Karlsson, Helgi Jóhannesson, Sigurður Rúnar Friðjónsson og nú síðast Kristín Halldórsdóttir. Skjálftaköst þegar verst á stendur Kristján lætur af störfum nú um næstu mánaðamót, en við starfi hans tekur Sigríður Bjarnadóttir sem um árabil hefur starfað sem ráðunautur hjá Búnaðarsambandi Eyjafjarðar. Það hafa margir spurt hvers vegna ég haldi ekki áfram störfum þar til ég næ 67 ára aldri, en skýringin á því er einkum sú að ég greindist með Parkinson sjúkdóminn fyrir tveimur árum og þó svo ég geri ekki ráð fyrir að hann verði mér að aldurtila, þá dregur hann ansi mikið úr manni máttinn. Ég hef ekki sama starfsþrek og áður, starfinu fylgir mikill akstur og hann þreytir mig og að auki er skriftin mín orðin nær ólæsileg. Stundum fæ ég líka sjálftaköst þegar verst stendur á, segir Kristján. Ég velti því fyrir mér hvort ég ætti ekki að fá mér vinnu sem barþjónn, held ég geti orðið fjári góður í að hrista kokteila! Hann tekur fram að sér líði ágætlega og lyfin virki vel á sig. Margir sjúkdómar séu verri viðureignar en Parkinson, og ég er bara glaður á meðan ég fæ ekki eitthvað ennþá verra. Miklar tæknibreytingar á þremur áratugum Það hefur margt breyst á ríflega þremur áratugum, segir Kristján þegar hann rifjaði upp starfsferilinn með Bændablaðinu. Þegar ég byrjaði voru svokölluð fötumjaltakerfi algeng en eru nú nær horfin, aðeins eitt eftir á Norðaustursvæðinu. Við tóku rörmjaltakerfi sem höfðu það sér til ágætis að létta vinnu bóndans, en að mínu viti fóru þau mun verr með kýrnar, segir hann. Þau tóku breytingum, þróuðust í svonefnd brautakerfi og urðu í kjölfarið betri fyrir kýrnar. Síðan tóku við mjaltagryfjur með láglínukerfum sem Kristján telur langbestu mjaltakerfin með tilliti til júgurbólgu og álags á spena. Soghæð við mjaltir var mun lægri þar sem ekki þurfti að toga mjólkina upp í tveggja metra hæð Kristján lætur af störfum um næstu mánaðamót, en hann hefur starfað við mjólkureftirlit í alls 32 ár. Fyrir tveimur árum greindist hann með Parkisonsjúkdóminn sem dregið hefur úr starfsþreki hans og gerir að verkum að hann lætur af störfum nokkur áður en hann kemst á aldur. Myndir / MÞÞ byggst hefur upp á milli okkar í áranna rás er forsenda þess hversu vel mér hefur gengið með mjólkurgæðamálin, segir Kristján sem hér er með Guðmundi Gylfa Halldórssyni bónda á Breiðabóli. líkt og tíðkaðist í rörmjaltakerfunum. Mjaltaþjónar fóru svo að ryðja sér til rúms og segir Kristján þá fara ágætlega með kýrnar, en séu vandmeðfarnir eigi að halda mjólkurgæðum góðum. Mikil og góð þrif þurfi í fjósum og mikilvægt að kýr séu hreinar. Ég hef aldrei séð samhengið á milli nýrra fjósa og betri mjólkurgæða, ef umgangur er góður í eldri fjósum skila þau ekki lakari mjólki. Mannlegi þátturinn skiptir mestu, ekki búnaður eða aðstaða, segir Kristján. Að taka tilliti til allra skoðana Þegar Kristján kom til starfa fyrir ríflega þremur áratugum var þar fyrir við mjólkureftirlit Guðmundur Karlsson og störfuðu þeir tveir saman til ársins Að auki sinntu þeir félagar neyðarviðgerðarþjónustu fyrir mjólkurframleiðendur. Guðmundur var góður kennari og einn minn besti vinur frá því við kynntumst. Hann var Dekkjainnflutningur Viltu spara Eigum á lager flestar stærðir traktors, vagna og vinnuvéladekkja á góðu verði. Einnig mikið úrval fólksbíla og jeppadekkja á lager, 10% aukaafsláttur. Vorum að fá sendingu af vörubíladekkjum, 22.5" Verðdæmi: Skotbómulyftaradekk 405/70-24 kr m/vsk Traktorsdekk 380/70 R24 kr m/vsk Traktorsdekk crossply 16,9-34 kr m/vsk Verð gildir á afhendingastöðvar Landflutninga um allt land. Vinsamlegast hafið samband við Ármann Sverrisson manni@gott.is Tryggva Aðalbjörnsson Jason ehf Hafnarstræti 88 Akureyri hokinn af reynslu þegar ég kom til starfa og miðlaði mér af sinni miklu reynslu. Það er fyrst og fremst honum að þakka hversu vel mér hefur samið við kúabændur, hann kenndi mér fína samskiptatækni sem síðan hefur í áranna rás þróast, en hún gengur út á að taka tillit til allra skoðana, þjóna og kenna framleiðendum eins og þeir væru mínir bestu vinir. Umfram allt skiptir samt mestu að halda ætíð ró sinni, á hverju sem gengur. Það er mikilvægt í þessu starfi að geta talað við fólk, segir Kristján. Eftir að Guðmundur lét af störfum lagðist neyðarviðgerðarþjónustan af og starf Kristjáns snerist þá einkum um eftirlit og ráðgjöf, en ég gríp af og til í skrúfjárnið og laga sjálfur það sem laga þarf heima á býlunum hafi ég viðeigandi varahluti meðferðis, með því geta bændur sparað sér kaup á aðkeyptum iðnaðarmönnum. Mikil reynsla sem ég bý að alla tíð Kristján nefnir einnig til sögunnar Ólaf Jónsson dýralækni, núverandi héraðsdýralækni á Norðurlandi eystra, en hann kom til starfa hjá Mjólkursamlaginu fyrir tæpum aldarfjórðungi, fyrst til að sinna sérstöku átaks- og rannsóknarverkefni í tengslum við júgurbólgu. Hann var ómetanlegur kennari, af honum lærði ég mikið, segir Kristján og með okkur þróaðist traust og náin vinátta sem haldist hefur alla tíð. Með Ólafi starfaði hann að júgurbólguverkefninu og var farið á nær alla bæi á samlagssvæðinu til rannsóknar- og ráðgjafastarfa. Það er fyrst og fremst Ólafi og þessu átaksverkefni að þakka hversu vel ég þekki nú orsakir, afleiðingar og smitgengi þessa sjúkdóms. Við fórum í nokkur hundruð heimsóknir í allt, Ólafur sá um skoðanir kúnna og ég ritaði allt niður jafnóðum. Við tókum mörg þúsund sýni og heimsóttum bændur svo aftur með niðurstöður og ræddum þær sem og viðeigandi aðgerðir sem unnt væri að grípa til. Ég hlustaði ótal sinnum á Ólaf ráðleggja bændum og kunni orðið utanbókar ýmislegt sem hann ráðlagði. Þetta var mikil reynsla fyrir mig sem ég bý að alla tíð. Ólafur varð síðar gæðastjóri samlagsins og störfuðu þeir Kristján því áfram saman í mörg ár að gæðamálum mjólkuriðnaðarins. Ekki óvinveitt mjólkurlögga Líkt og fram kemur í orðinu felst starf mjólkureftirlitsmanns í eftirliti og ráðgjöf og að benda bændum á það sem betur má fara, sumir myndu kalla þetta hálfgert nöldurstarf og lítt til vinsælda fallið að koma heim á bæi með alls konar ábendingar um hvernig gera megi betur. Það þarf töluverða lagni í samskiptum í þessu starfi, að geta boðið fram aðstoð sína og leiðbeiningar án þess að móðga eða að bændum finnist við vera að stíga á tærnar á þeim. Sem betur fer hef ég komist vel í gegnum þetta, það hefur ekki hlaupið snurða á þráðinn á milli mín og framleiðenda öll þessi ár og fyrir það er ég þakklátur. Ég held að það skipti máli að ég vel að fara ávallt mjúku leiðina, skapa gagnkvæmt traust og ég kem ekki heim á bæina sem óvinveitt mjólkurlögga, þvert á móti. Hagsmunir beggja að leiðarljósi Kristján kveðst kinnroðalaust geta sagt að hann hafi ævinlega hagsmuni beggja að leiðarljósi, samlagsins og framleiðendanna. Erfiðast hefur mér þótt þegar bændur eru ekki sáttir við niðurstöður úr tankprufu og þá reynir á að finna lendingu. Í mínum huga er það mikið atriði að bóndinn beri traust til mjólkuriðnaðarins og þá þarf iðnaðurinn ekki síður að teysta bændum. Það eru allir ávallt að gera sitt besta, framleiðendur, samlagið og starfsfólkið þar, mjólkurbílstjórarnir og starfsfólk á rannsóknarstofu. Við megum þó aldrei falla í þá gryfju að halda að ekkert geti farið úrskeiðis, að allt sé fullkomið, segir Kristján. Sérviskan skilað góðum árangri Hann segist stundum heyra að hann hafi vanið bændur á alls kyns vitleysu og taki sér aldrei frí. Þetta er þannig starf að maður þarf nánast að vera á vaktinni allan sólarhringinn, það eru mjaltartímar alla daga og á mjaltaþjónabúunum stendur hann allan sólarhringinn. Það getur alltaf eitthvað komið upp á og bændur verða að geta náð í eftirlitsmanninn og fengið hjá honum ráð um það sem upp á hefur komið. Ég hef þá skoðun að ef maður er almennilegur og greiðvikinn við bændur þá komi þeir fram við mann á sama hátt, segir Kristján. Mér hefur alltaf samið vel við bændur, sjálfstæði mitt í starfi og traust sem byggst hefur upp á milli okkar í áranna rás er forsenda þess hversu vel mér hefur gengið með mjólkurgæðamálin. Eflaust er ég þó nokkuð þver og læt ekki vel að stjórn, vil fara mínar eigin leiðir og sem betur fer hefur mér oft tekist að sýna að mínar leiðir og sérviska hafa skilað góðum árangri. Fæ eflaust hastarleg fráhvarfseinkenni Kristján segist svo lánsamur að hafa starfað með skemmtilegu fólki og það geri starf hans léttara. Þeir kúabændur sem ég hef kynnst eru allir mikið sómafólk og þeir hafa gert mér lífið og vinnuna léttari, mannkostir þeirra, traust og vinátta hafa gert að verkum að þetta starf er mjög skemmtilegt og gefandi, segir Kristján. Ég hugsa að ég fái hastarleg fráhvarfseinkenni þegar ég hætti og hitti ekki lengur allt þetta góða fólk reglulega. Kristján útilokar ekki að hann gefi á sér færi verði leitað eftir ráðum varðandi úrlausn mála. En ég mun á næstunni taka svona mánuð í að heimsækja og sníkja kaffi hjá gömlum vinum mínum sem hættir eru að framleiða mjólk, þá hef ég vanrækt undanfarið mér til háborinnar skammar, segir hann og notar tækifærið og þakkar bændum á sínum svæðum frábæra samvinnu undanfarna áratugi. /MÞÞ

17 Bændablaðið Fimmtudagur 22. ágúst 2013 Hæglætishreyfingunni vex fiskur um hrygg Djúpavogshreppur er Cittaslow Það er uppgangur á Djúpavogi, íbúum fer fjölgandi og tekist hefur að bæta fjárhagsstöðu sveitarfélagsins verulega á síðustu árum. Þetta litla 400 manna bæjarafélag blómstrar, mannlífið er fjölbreytt og mikil drift í bænum. Síðastliðið vor varð Djúpavogshreppur svo fyrsta, og fram til þessa eina, sveitarfélagið á landinu til að verða aðili að alþjóðasamtökunum Cittaslow. En hvað er Cittaslow? Cittaslow varð til 1999 þegar fjórir bæjarstjórar á Ítalíu sammæltust um að nóg væri komið af hraðaáráttu nútímans. Hæglætishreyfingarinnar (The Slow Movement) sem rekja má McDonald s veitingastaðar á hinu var harðlega mótmælt. Síðan þá hefur samtökin í fylkingarbrjósti unnið að staðbundna menningu með virðingu í öndvegi. Á undanförnum árum hugmyndafræðinni vaxið ásmegin og hefur hún verið heimfærð á fjölmörg svið samfélagsins, þ.á.m. sveitarfélög. Leikskólinn sprunginn Blaðamaður Bændablaðsins kom á þar m.a. við Gauta Jóhannesson sveitarstjóra. Að sögn Gauta er í sjávarútvegi og stefnt er að frekari smærri iðn- og framleiðslufyrirtækja blómstrar á staðnum en þar má nefna bátasmiðju, fyrirtæki sem smíðar mikið um að vera í ferðaþjónustu á svæðinu. Tekist hefur að vinna á skuldastöðu sveitarfélagsins. Hún var í um 200 síðan en er komin niður í 119 aðhaldsaðgerðum, auknum tekjum og sölu eigna. Innviðir sveitarfélagsins eru sterkir en ljóst er að leikskólinn hafa frá honum útibú. Ef fram heldur sem horfir verður nauðsynlegt að stækka grunnskólann, segir Gauti og þrátt fyrir að kostnaður fylgi slíkri hann lítur á þetta sem lúxusvandamál, enda ekki öll sveitarfélög sem geta státað af aldurssamsetningu eins og undir 5 ára aldri, sem er með því alhæsta sem gerist. Sveitirnar hafa gefið eftir undanförnum árum. Í þéttbýlinu í sveitunum hefur orðið rof og fækkun. þetta tvennt leiki saman. Við erum Gauti Jóhannesson, sveitarstjóri á Djúpavogi, segir að markmiðið með því að vera í Cittaslow sé fyrst og fremst að bæta lífsgæði íbúanna. Mynd / FR Djúpivogur er 400 manna bæjarfélag. Markmið Cittaslow að auka lífsgæði íbúa En snúum okkur aftur að þátt- og áður segir er sveitarfélagið hið fyrsta og eina á landinu sem er aðili að verkefninu. 127 sveitarfélög í 27 löndum eru þátttakendur í verkefninu. Miðað er við sveitarfélög þar sem búa íbúar eða færri. Að brugðist afar vel við þátttöku sveitarfélagsins. Markmið Cittaslow eru að auka lífsgæði íbúa og gera fólki kleift að búa á þessum minni stöðum án þess að missa af því sem á. Einnig er lögð áhersla á að nýta tækniframfarir til að búa íbúum sem unnið með því að hafa lélegt inter- náttúru og menningarminja og einnig fegrun umhverfis. Í Cittaslow er unnið að því að efla staðbundna matarmenningu og framleiðslu og og sjávarútvegur stóran þátt. Til að mynda er Austurlamb dæmi um verkefnið sem er alveg kjörið fyrir Mynd / Andrés Skúlason Cittaslow-hugmyndafræðina, segir Gauti. að fá vottun sveitarfélagsins inn í mismunandi hvar þurfti að gera átak til þess en mjög stór hluti þessara t.d. mjög vel á vegi stödd. Til að vera gjaldgengt sem aðildarsveitarfélag Sveitarfélögin sem taka þátt eru svo misjöfn að það er ómögulegt að þau nefna almenningssamgöngur en þar munar ansi miklu hvort um er að ræða manna bæ eða 400 glíma svo við önnur vandamál. fá græn svæði eru innan þeirra bæjarmarka á meðan við búum að slíku. Alþjóðlegur gæðastimpill En hvað er unnið með því að taka þátt? Gauti segir að ekki síst sé um að ræða stefnumörkun fyrir sveitarfélagið. Með því að verða þátttakendur ber okkur að fara að fremsta megni eftir þeim markmiðum sem er tækifæri fyrir þjónustufyrirtæki og framleiðendur hér á svæðinu ekki gleyma því að þetta er fyrst og fremst hugsað til að bæta lífsgæði íbúa en ekki sem markaðstæki, þó það geti verið ánægjuleg hliðarverkun. Öll sveitarfélög hljóta að miða að því að bæta lífsgæði íbúa sinna og ég get hiklaust mælt með þátttöku í Cittaslow sem leið til þess. /fr Giant liðléttingar hjá Vélavali í Varmahlíð Vélaval ehf. mun nú í vikunni hefja sölu á Giant liðléttingum sem eru framleiddir af hollenska fyrirtækinu Tobroco (www. tobroco.com) Giant býður mjög breiða línu af liðléttingum og stærri tækjum ásamt ýmiskonar sérútbúnaði eftir þörfum hvers og eins. Markaðshlutdeild Giant hefur vaxið ört síðustu ár og eru þeir nú með eina mest seldu liðléttinga í stöðugleika, afl og mikla lyftigetu. Liðléttingarnir verða frumsýndir á Giant liðléttingar eru hollenskir að uppruna. Sveitasælu 2013 þann 24. ágúst á Sauðárkróki en þar verður hægt að berja þá augum. Mynd / Vélaval /fréttatilkynning Weidemann smávélar létta þér verkin Eigum til afgreiðslu með stuttum fyrirvara Weidemann 1140CX30 25 hestafla Lyftigeta 798 kg í beinni stöðu Keyrsla áfram/aftur á bak með rofa í stjórnstöng Verð kr ,- án vsk. (kr ,- m/vsk.) Weidemann 1160CX30 35 hestafla Lyftigeta 995 kg í beinni stöðu Keyrsla áfram/aftur á bak með rofa í stjórnstöng Verð kr ,- án vsk. (kr ,- m/vsk.) Weidemann 1240CX35 35 hestafla Lyftigeta 1151 kg í beinni stöðu Keyrsla áfram/aftur á bak með rofa í stjórnstöng Verð kr ,- án vsk. (kr ,- m/vsk.) Nýtið ykkur hagstætt gengi og gerið góð kaup í Weidemann smávélum Dalvegi Kópavogur Sími kraftvelar@kraftvelar.is 17

18 18 Bændablaðið Fimmtudagur 22. ágúst 2013 Starfsmaður óskast á hænsnabú Matfugl ehf. óskar eftir að ráða starfsmann á hænsnabú á Suðurlandi. Starfið hentar duglegum og samviskusömum einstaklingi með reynslu og áhuga á umhirðu dýra. Upplýsingar veitir Mónika í síma Íslenski sjávarklasinn vinnur að því að tengja saman sjávarútveg og landbúnað Humarúrgangur hentugur áburður nýtingin þó leyfisskyld samkvæmt úrskurði Umhverfisstofnunar Frá því um vorið 2009 hefur Sæmundur Jón Jónsson, kúabóndi í Árbæ á Mýrum í Hornafirði, notað humarskel sem áburðargjafa á tún sín. Tún hér í sýslu eru almennt súr en of dýrt er að flytja skeljasand að sunnan til að kalka þau með. Þetta er semsagt það sem ekki er nýtt af humrinum, hausinn og eitthvað af klónum, þetta er hakkað og Skinney- Þinganes kemur með þetta til mín. Ég safna þessu á einn stað þar sem ég set hálm og búfjáráburð yfir til að hindra að vargur fari í þetta og einnig til að draga úr lyktarmengun. Síðan hef ég dreift þessu í flög og plægt niður, segir Sæmundur. Jarðvegurinn sem ég vinn þetta í verður betri með kalkinu sem er í skelinni. Sýrustigið hækkar sem er gott fyrir þær plöntur sem þar þurfa að vaxa. Hann hefur starfsleyfi frá heilbrigðisyfirvöldum og matvælastofnun til nýtingarinnar og fær úrganginn án endurgjalds. Samvinna milli sjávarútvegs og landbúnaðar Vegna fordæmis Sæmundar hafði Íslenski sjávarklasinn áhuga á að kanna frekara samstarf milli útgerðaraðila og bænda á þessu svæði. Sveitarstjórinn í Hornafirði benti þeim á að tala við mig í vor þegar hópurinn var hér á ferðinni. Þessi endurvinnsla getur auðvitað haft mikið að segja fyrir alla aðila, segir Sæmundur. Ég hef árlega verið að taka við um 500 tonnum af humarskel og fiskbeinum þannig að sveitarfélagið gæti losnað við að stækka urðunarsvæði sitt ef fleiri bændur gætu nýtt sér þennan áburð. Skinney losnar við kostnað sem hlýst af urðun og ég losna við að borga dýran flutning á kalkgjafa af Suðvesturhorninu. Brynja Björg Halldórsdóttir, er verkefnastjóri hjá Íslenska sjávarklasanum. Verkefni okkar hjá Sæmundur Jón Jónsson kúabóndi í Árbæ hefur notað humarúrgang sem áburð frá árinu 2009 með góðum árangri. Mynd / smh Brynja Björg Halldórsdóttir, er verkefnastjóri hjá Íslenska sjávarklasanum. Íslenska sjávarklasanum er m.a. að tengja saman sjávarútveg og landbúnað, og stuðla að því að gengið sé vel um afurðir hafsins og þessi nýting á humarúrganginum fellur vel að því. Í tilviki Hornafjarðar er það Skinney-Þinganes sem er með mikið magn humarskelja og úrgangs sem tekst ekki að nýta. Þetta verður því að urða eða nota í bræðslu að einhverju leyti. Öll nýting leyfisskyld Ég fékk þau svör frá Umhverfisstofnun fyrir skemmstu að öll nýting á þessum úrgangi væri leyfisskyld. Það gerir bændum svolítið erfiðara fyrir að nýta sér humarúrganginn sem áburð. Eins og stendur þýðir það bara að málin eru nú í höndum heimamanna. Enn sem komið er hafa bændur sett það fyrir sig að þurfa að fara í gegnum skrifræðið og kostnaðinn af því að sækja um leyfi, til að geta nýtt sér þennan úrgang. Sæmundur hefur sýnt fram á að það er hægt að nota þessar skeljar í áburð. Hann hefur tekið við þessu frá útgerðinni og notað nánast óunnið á sín tún með góðum árangri. Áætlun okkar var að fá fleiri bændur til að fara að dæmi Sæmundar og um leið að gera verðmæti úr úrganginum. Okkur datt í hug hvort það gæti verið leið að búa til meltu úr þessum úrgangi. Allur búnaður er til staðar hjá Skinney-Þinganes og því bara reikningsdæmi fyrir þá að finna út hvernig verðleggja ætti þetta þannig að allir myndu græða. Sæmundur hefur leyfi fyrir nýtingu á humarskelinni en aðrir bændur í Humarúrgangur (búkar og klær) Meginuppistaðan í slíkum úrgangi er skelin (25-40% protein, 15-25% kítin, og 40-50% kalíum karbonat). Slíkar afurðir hafa mun lærra próteingildi en annar fiskúrgangur og henta því ekki vel sem fóður. Slíkur úrgangur hefur hins vegar nokkuð gott áburðargildi (köfnunarefni 6%, fosfór 2% og kalíum 1%). Þekkt er framleiðsla á lífrænum áburði hjá litlum fyrirtækjum, sérstaklega í Bandaríkjunum. Kostir við að nota humarskel í áburð: Humarskel er rík í efninu kítin. Það efni hefur hemjandi áhrif á t.d. þráðorma (nematodes). Nokkrir framleiðendur auglýsa kítin sem náttúrulegt skordýraeitur sem m.a. geti komið í stað notkunar á metýlbrómíði. Kítin bætir einnig vatnsbindieiginleika jarðvegs. Skelin er einnig rík af kalki sem virkar hraðar en kalk úr kalksteini. Um er að ræða lífrænan áburð sem uppfyllir öll skilyrði fyrir lífræna framleiðslu Leiðir til að nota humarskel í áburð: Meltuframleiðsla. Þarfnast nokkurs búnaðar og kostnaður er töluverður. Sýrustig meltu verðu mjög lágt. Erfitt getur verið að melta harða skel. Þurrkun. Mikið notað við að framleiða áburð úr skeldýraúrgangi. Humarskelin notuð óunnin. Jarðgerð. Vel þekkt aðferð. Hornafirði hafa enn ekki látið slag standa þó svo að mikill áhugi hafi verið til staðar. Jarðvegurinn er þar enda víðast hvar súr og kalksnauður og skelin einstaklega kalkrík. Bændur á þessu svæði eyða miklu fé í kaup á áburði árlega, enda þarf að flytja hann langt að. Ég myndi mæla með því fyrir bændur að skoða vel þann möguleika að sækja um tilskilin leyfi. Hluti af stærra verkefni Íslenska sjávarklasans Brynja segir að þetta sé hluti af stærra verkefni Íslenska sjávarklasans, sem felst í því að kortleggja alla haftengda starfsemi á Íslandi í mjög víðtækum skilningi. Landbúnaðurinn getur svo tengst inn á það á ýmsa vegu; t.d. þegar þörungar eru notaðir til fóðurgerðar eða matvælaframleiðslu (t.d. smurostagerð) eða úrgangur til áburðargerðar svo dæmi séu tekin. /smh

19 Bændablaðið Fimmtudagur 22. ágúst Býður einhver betur? Æðardúnsbændur Óska eftir að kaupa fullhreinsaðan æðardún Getum tekið bent að á mér og mælt hreinsun með hreinsunaraðilum Nú eru góð verð í boði Farmall 115A 113 hestafla dráttarvél Vökvavendigír og gíra gírkassi 6 vökvaúttök 2 hraðar í aflúttaki Hafið samband: E.G. Heild ehf. c/o Elías Gíslason Stórhöfða 17, 110 Reykjavík. Símar: , netfang: eg.heild@simnet.is Heild ehf Verð aðeins kr án vsk. (kr með vsk.) Verð með Alö Q240P ámoksturstækjum án vsk. (kr með vsk) Dalvegi Kópavogur Sími kraftvelar@kraftvelar.is HEYVINNUTÆKI Stjörnumúgavélar 12% afsláttur á lagervélum Gildir ágúst 2013 Vinnslubreidd frá 3,80-8,80 m SKESSUHORN 2012 Snúningsvélar Vinnslubreidd frá 5,40-11,0 m Sláttuvélar Vinnslubreidd frá 2,65-4,42 m Öll heyvinnutæki eru afhent samsett! Hafðu samband við sölumenn í síma Austurvegur Selfoss Lónsbakki Akureyri Jötunn Vélar ehf. - Kt Sími jotunn@jotunn.is

20 20 Bændablaðið Fimmtudagur 22. ágúst 2013 Matreiðslumeistari heimsækir bændur Íslenska grænmetið hefur vinninginn Sigurður Helgason, yfirmatreiðslumaður á Grillinu á Hótel Sögu, fer í heimsókn í sveitina og ræðir við sína birgja. Hvað er það sem kokkurinn og bóndinn tala um þegar grænmeti er annars vegar? Grillið hefur keypt kryddjurtir og annað grænmeti frá lífrænt vottaða býlinu Engi í Laugarási frá því á níunda áratugnum og er einn elsti viðskiptavinur bændanna. Í Silfurtúni við Flúðir eru ræktuð jarðarber í tonnatali en meðal þess sem Grillið fær þaðan eru græn jarðarber. Myndband af heimsókninni til grænmetisbændanna er að finna á Facebook-síðu Grillsins. Ræktunin: Ingólfur: Heildarhugsunin er að rækta með sem minnstu umhverfisálagi. Við erum að nota lífrænan áburð og náttúrlega engin eiturefni. Við viljum láta náttúruna njóta sín eins og hægt er í þessari ræktun. Það eru ákveðin grundvallaratriði í lífrænni ræktun sem við förum eftir. Til dæmis að við leyfum jarðveginum að brjóta niður lífrænu efnin í stað þess að gefa tilbúinn áburð. Með þeim hætti getum við notað ýmislegt sem fellur til í ræktunni síðar. Í staðinn fyrir eiturefni þá notum við lífrænar varnir, bæði flugur og ýmsar örverur sem halda meindýrum í skefjum. Annars er lífræn ræktun ekkert flókið mál og gengur ágætlega! Sigurður: Þið hafið verið dugleg að koma fram með framandi grænmetistegundir. Ingólfur: Við höfum reynt margar tegundir í gegnum árin, til dæmis grænmeti sem ekki hefur verið ræktað hér á landi áður. Það eykur fjölbreytnina í þessari daglegu vinnu hjá okkur. Það skapar skemmtilegar tengingar við matreiðslumenn, ræktunarfólk og aðra neytendur. Við erum með margar tegundir af kryddjurtum, ýmsar salattegundir og fjölbreytt úrval af gróðurhúsagrænmeti og útiræktuðu. Síðan höfum við verið að prófa berjaræktun til að auka úrvalið hjá okkur yfir sumarmánuðina. Jarðarber, kirsuber og hindber höfum við verið með í boði. Sigurður: Svo rekið þið markað á sumrin. Ingólfur: Já, töluvert af því sem við ræktum frá vori og fram í sumarlok er selt á markaðnum okkar hér heima á býlinu. Þess vegna höfum við líka reynt að vera með fjölbreytt úrval af grænmeti. Sigurður: Þið hafið líka verið að sinna íslensku flórunni, m.a. ræktað blóðberg og fleira. Eitthvað sem við matreiðslumenn kunnum vel að meta. Ingólfur: Það er gaman að vera með íslenskar jurtir og það er margt skemmtilegt þar í boði. Sennilega er blóðberg vinsælasta íslenska jurtin sem er til dæmis notuð í te. Við höfum líka verið að bjóða hvannir, vallhumal, skarfakál og haugarfa. Þarna eru ýmsir möguleikar og úrval til að vinna með. Sigurður Helgason matreiðslumeistari á Grillinu og Ingólfur Guðnason bóndi í Engi. Sigrún Elfa Reynisdóttir bóndi í Engi Ferskleiki er lykilatriði Sigurður: Þegar við kokkarnir á Grillinu veljum grænmeti þá leggjum við okkur alla fram um að komast í íslenska framleiðslu. Aðalástæðan er sú að við viljum fá grænmetið sem fyrst til okkar eftir að það kemur úr moldinni eða er klippt af plöntunum. Það er ferskleikinn sem skiptir öllu máli en með þessu erum við að græða marga daga miðað við innflutta grænmetið. Tíminn hefur mikil áhrif á bragð grænmetisins. Ég get nefnt brokkolí sem dæmi. Það þornar mjög hratt eftir að það er skorið og það breytir öllu bragði og áferð. Þegar við komumst í nýtt og flott rótargrænmeti þá viljum við á Grillinu ekkert hrófla mikið við því. Það þarf svo lítið að gera við ferskt og nýtt grænmeti - of flókin meðhöndlun á góðu hráefni er óþarfi. Myndir og texti / TB Jarðarberin eru fáanleg frá maí og fram í október Eiríkur Ágústsson jarðarberjabóndi og Sigurður Helgason matreiðslumeistari. Jarðarber frá Silfurtúni með hleyptri jógúrt, hvítsúkkulaði ganach og ískrapi jarðarber frá Silfurtúni. Í Silfurtúni á Flúðum er mikið ræktað af jarðarberjum. Bændurnir Eiríkur Ágústsson og Olga Lind Guðmundsdóttir hafa byggt upp starfsemina en auk berjaframleiðslunnar rækta þau tómata, rauðkál og fleira. Á ári hverju selja þau um 10 tonn af jarðarberjum. Eiríkur: Við byrjum að tína í maí á hverju ári og reynum að tína út október ef veðráttan er í lagi. Á búinu eru á milli 40 og 50 þúsund jarðarberjaplöntur þannig að það eru ófá handtökin við búskapinn. Sigurður: Tínið þið berin á mismunandi tímum? Eiríkur: Já, það tekur um 6-7 vikur að tína öll berin af hverri plöntu. Ef við værum með allt á sama tíma þá væri tímabilið búið á þeim tíma. En við dreifum þessu. Við hefjum ræktun á mismunandi tímum, skiptum um plöntur, setjum nýjar í húsin og reynum að dreifa tímabilinu sem mest. Plönturnar eru keyptar frá Hollandi en þeim er plantað fjórum í hvern pott um miðjan apríl. Um mánuði síðar fara þær að blómstra. Það ferli tekur um 4-6 vikur. Þumalfingursreglan er sú að um 6 vikum eftir blómstrun, um hásumarið, þá tínum við berin. Að því loknu haustum við plönturnar, leyfum þeim að klára sig með engum berjum á. Síðan kælum við húsin og reynum að halda þeim frostlausum a.m.k. fram í miðjan febrúar. Þá hitum við húsin aftur upp en í millitíðinni erum við búin að klippa allar plöntur niður. Þær vaxa síðan upp aftur þar sem þetta eru fjölærar plöntur. Við notum plönturnar hins vegar ekki nema í tvö ár þó að þær geti enst miklu lengur. Sigurður: Þegar maður ber saman íslensku berin við þau erlendu þá er allt annað bragð að þeim. Hvaða skýringu hefur þú á því?" Eiríkur: Ég hef oft verið spurður að þessu og er ekkert endilega klár á útskýringunni. En við búum á Íslandi, hreint land, gott vatn og gott loft. Svo er náttúrlega lykilatriði í þessu að þið fáið berin alveg splunkuný. Þau sem koma að utan hljóta að vera eitthvað eldri. Sigurður: Nú er maður kannski sérvitur en ég hef verið að fá græn jarðarber hjá þér. Eiríkur: Já, ég er dálítið hissa á því. Sigurður: Með því er ég að sækja til þín ákveðinn bragðeiginleika. Þau eru miklu súrari og áferðin er önnur. Bragðið er mitt á milli grænna epla og rauðra jarðarberja! Eiríkur: Og hvað gerið þið eiginlega við þetta? Sigurður: Núna erum við að gera ís úr grænu berjunum. Við viljum fá meira sýrukennt element inn í réttinn á móti rauðu jarðarberjunum sem eru dísæt. Með grænu berjunum erum við að fá súra bragðið. Þetta kemur skemmtilega út og við höfum líka notað þau með ýmsum forréttum.

21 Bændablaðið Fimmtudagur 22. ágúst NÝSKÖPUNARVERÐLAUN ÍSLANDS 2012 SÁRASPREY FYRIR ÖLL DÝR Einstaklega græðandi Hægir á blæðingu Dregur úr sársauka og kláða Myndar filmu og hlífir sári Vinnur gegn bakteríu- og sveppamyndun Íslensk framleiðsla Fæst hjá dýralæknum, hesta- og búvöruverslunum um land allt Spergilkál og sinnepskál frá Engi með Ísbúa ostakremi Skemmtilegur grænmetisréttur sem hentar líka vel sem meðlæti með fiski Siglufjörður Sími Spergilkálsragout 100 g brokkolítoppar 100 g minni brokkolístilkar 70 g vorlaukur 50 g sólblómafræ Epla vinaigrette 40 g vatn 15 g gott eplaedik 6 g sykur 3 g salt Aðferð: Sjóðið upp á ediki, vatni, salti og sykri til að leysa saltið og sykurinn upp. Kælið. Aðferð: Fræin ristuð á pönnu í smá olíu og krydduð með salti. Topparnir eru teknir ofan af krónunum með hníf, halda þeim í sömu stærð. Stilkarnir eru saxaðir fínt. Vorlaukur saxaður mjög fínt í sneiðar. Blandið vel saman og eldið í potti, mjög hratt í smá olíu. Kryddið með salti og vel af sítrónusafa. Sinnepskál Pillið í sundur sinnepskálið og skolið í klakavatni. Þerrið vel og dressið með eplavinaigrette og raðið á diskinn. Spergilkálsstilkur 1stk spergilkálsstilkur Aðferð: ef þarf. Sjóðið í 10% saltvatni örsnöggt, rétt til að elda ysta lagið. Grillið stilkinn og dressið með eplavinaigrette á eftir. Ísbúakrem 20 g vatn 470 g vínberjasteinsolía 110 g gott eplaedik 3 stk. egg Aðferð: Eldið eggin í sjóðandi vatni í 4 mín. ísbúa og eplaedik í blandara. Vinnið vel saman og bætið vínberjasteinsolíu rólega út í til að gera majoneskrem. Takið úr blandaranum og kryddið til með salti og pipar. Má bjóða þér gott sæti? Tilboð óskast í ríkisjörðina Hlíðarberg í Hornafirði Ráðstefnuog fundarstóll Tryggðu þér og gestum þínum öruggt sæti, með vönduðum og þægilegum stólum á góðu verði. FASTUS_E_ Hlíðarberg í Hornafirði, útihús og jörðin sem talin er vera 17 hektarar, eigandi Ríkissjóður Íslands. Landið er tvískipt samkvæmt afsali frá árinu 1998 þ.e. 10 ha og 7 ha. Um er að ræða hesthús 59,2 m² byggt 1962, hlaða 76,5 m² byggð 1963, andahús 987,8 m² byggt 1984, hesthús 344,5 m² byggt 1983 og alifuglahús 83,9 m² byggt 1986 og er brunabótamat allrar eignarinnar kr ,- og fasteignamat er kr ,- skv. Þjóðskrá Íslands - fasteignaskrá. Andahúsið var endurgert árið 2005 og voru veggir og þak einangruð, húsið stálklætt að innan og gólf steypt. Útihúsin eru í misjöfnu ásigkomulagi, að hluta er fyrirsjáanlegt umtalsvert viðhald. Ekkert íbúðarhús fylgir jörðinni. Húseignin verður til sýnis í samráði við Reyni Sigursteinsson í síma Tilboðseyðublöð liggja frammi hjá ofangreindum aðila og hjá Ríkiskaupum ásamt reglum um frágang og útfyllingu á tilboðseyðublaði. Gögnin eru einnig aðgengileg á heimasíðu Ríkiskaupa Tilboð skulu berast Ríkiskaupum, Borgartúni 7, Reykjavík fyrir kl þann 3. september 2013 þar sem þau verða opnuð í viðurvist bjóðenda er þess óska. Síðumúli Reykjavík sími opið mán - fös

22 22 Bændablaðið Fimmtudagur 22. ágúst 2013 Mikil ásókn í matjurtagarða og færri komast að en vilja Allt stefnir í toppuppskeru norðan heiða Mér sýnist allt stefna í að uppskera verði verulega góð, þetta er toppsumar, segir Jóhann Thorarensen verkstjóri í Ræktunarstöð Akureyrarbæjar við Krókeyri. Á svæðinu eru nú um 320 litlir matjurtagarðar sem standa Akureyringum til boða gegn vægu leigugjaldi, þeir eru jafnan auglýstir að áliðnum vetri og segir Jóhann að ávallt sæki fleiri um en að komist. Það er gríðarlegur áhugi meðal bæjarbúa að rækta eigið grænmeti, hann hefur ekkert dalað frá því við byrjuðum með þetta, mér sýnist hann fremur fara vaxandi ef eitthvað er. Þetta er fimmta sumarið sem Akureyrarbær býður bæjarbúum upp á að leigja reiti undir grænmetisræktun við Krókeyri og hefur í áranna rás verið bætt við viðbótarlandrými undir ræktunina því ásókn er mikil. Nú eru um 320 garðar á svæðinu og hefur Jóhann áform um að bæta við fyrir næsta vor. Við höfum svolítið landrými laust á svæði þar sem fólk hefur losað sig við arfa og annan úrgang og mér finnst líklegt að þar getum við bætt við 20 til 30 görðum næsta vor með því að vinna landið upp, segir hann en með viðbótinni verða þá komnir um 350 garðar á svæðinu. Hver og einn ræktandi hefur til umráða 15 fermetra reit og fylgja honum kálog kryddplöntur, sáningarplöntur og spírað útsæði. Eyjaskeggjar áhugasamir Jóhann Thorarensen verkstjóri í Ræktunarstöð Akureyrarbæjar við Krókeyri segir uppskeruhorfur í matjurtagörðum Akureyringa góðar. Myndir / MÞÞ Íbúum í Hrísey og Grímsey stendur einnig til boða að rækta grænmeti í eigin garði með sömu kjörum og í Akureyrarbæ. Byrjað var í Grímsey í fyrravor og segir Jóhann að vel hafi til tekist og þar séu nú alls tíu ræktendur. Hann segir áhuga fyrir grænmetisrækt mikinn í eyjunni. Við vorum bara ánægðir með hvernig til tókst þarna úti við ysta haf, en höfum gert þá breytingu að Grímseyingar sem búa við enn styttra sumar en við hér inni í bænum fá nú annað útsæði en aðrir. Við höfum verið með rauðar íslenskar, en eyja- Gulræturnar spretta vel. skeggjar rækta nú í sumar gullauga og premium, þær eru fljótsprottnari og eiga að henta betur, segir Jóhann. Hríseyingar bættust í hópinn nú í vor og þar eru sjö ræktendur með matjurtagarða þetta fyrstu sumar. Þá segir Jóhann að áhugi fyrir grænmetisræktun hjá grunn- og leikskólum fari vaxandi og séu nokkrir slíkir með í pakkanum. Leikskólabörn á Pálmholti hafa matjurtagarð á sinni lóð, en börn á Lundaseli eru aftur á móti með garð við Krókeyri og koma af og til saman í strætó til að huga að honum. Þá er stór garður við Glerárskóla og er uppskeran m.a. nýtt í matreiðslu í skólanum að haustinu og fram eftir vetri. Við dvalarheimilin í bænum, Hlíð og Lögmannshlíð, eru einnig grænmetisgarðar sem íbúar og starfsmenn hugsa um og á þeim bæjum er uppskeran einnig til eigin nota innan heimilanna. Lífsstíll Jóhann segir að matjurtagarðarnir hafi fyrst verið í boði árið 2009, sumarið eftir efnahagshrun og hafi að hluta til verið viðleitni bæjarins til að koma til móts við bæjarbúa í kreppunni, gera þeim kleift að rækta eigið grænmeti þegar erfiðleikar blöstu víða við í þjóðfélaginu og þröngt var í búi. Þótt nokkuð sé um liðið og margir hafi rétt úr kútnum eftir að kreppan skall á segir Jóhann að áhugi fyrir grænmetisræktun sé síst minni nú en var þá. Fyrir marga er þetta lífsstíll, fólk vill gjarnan vera sjálfbært, njóta útiveru, dunda við ræktun sína og njóta afrakstursins að hausti og fram eftir vetri, segir hann. Nú með haustinu er fyrirhugað að bjóða upp á námskeið þar sem m.a. verður farið yfir geymsluaðferðir og nýtingu. Slík námskeið hafa áður verið haldin í samvinnu við Verkmenntaskólann á Akureyri, matvælasvið, og afnot fengist af eldhúsi skólans. Grenndargarðar í bænum Í ljósi vaxandi áhuga hefur Jóhann hug á að kynna hugmynd sína um grenndargarða fyrir bæjaryfirvöldum, þ.e. að setja upp litla garða hér og hvar í hverfum bæjarins. Á hverjum stað gætu verið tíu til fimmtán garðar og segir hann að í öllum hverfum bæjarins megi finna bletti til að koma görðum af þeirri stærð upp. Nefnir hann m.a. svæði yst við Mýrarveg og eins Eiðsvöll sem dæmi. Það eru margir sem ekki hafa tök á að koma hingað á bíl, sem vissulega er mjög algengt, enda eru garðarnir í útjaðri bæjarins. Það er líka svolítið hart að bíllinn skuli vera dýrasti útgjaldaliðurinn í dæminu, segir hann, en raunar segir hann þeim fara fjölgandi sem komi ýmist gangandi, skokkandi eða hjólandi í matjurtagarða bæjarins. Ég hef tekið eftir því að æ fleiri taka rúntinn hingað til að huga að garði sínum inn í daglega hreyfingu sína og það er auðvitað mjög gott, segir hann. Smáræktendur komi upp markaði Jóhann varpar fram þeirri hugmynd að framleiðendur matvæla, m.a. grænmetis, komi saman og setji upp markað t.d. á Ráðhústorgi. Það vantar svona markað hér í bænum og ég auglýsi eftir því að einhver hafi forgöngu um að koma honum upp, það er tilvalið fyrir þá sem eru með ræktun í mismunandi smáum stíl hafi tækifæri á að selja afurðir sínar á markaði, segir hann. Þá nefnir hann að tilvalið sé t.d. fyrir unglinga að rækta grænmeti yfir sumarið og selja á slíkum markaði og hafa þannig nokkrar tekjur, síst minni en eru í boði í hefðbundinni unglingavinnu. Þeir gætu t.d. einbeitt sér að því að rækta gulrætur eða spergilkál svo dæmi sé tekið og selt afraksturinn sér til tekjuöflunar. Með því skapaðist gott tækifæri fyrir ungmenni að kynnast ræktun og hafa smálaun upp úr vinnu sinni, segir hann. Gott sumar, góð uppskera Nú eru margir ræktendur farnir að taka upp, margt af því sem sett var niður í vor er tilbúið, segir Jóhann. Það eru góðar uppskeruhorfur hér í matjurtagarðinum, sumarið hefur verið gott, segir hann og bendir á að júní hafi verið einn sá sólríkasti í 60 ár, júlí hafi svo aftur á móti verið heldur blautur þannig að þetta spili saman og geri að verkum að útlit sé fyrir toppuppskeru með haustinu. Ég á ekki von á öðru en að bæjarbúar muni fara heim með mikla og góða uppskeru í haust, segir hann. Sem dæmi nefnir hann að í vor hafi verið sett niður um 700 kíló af kartöflum og miðað við að uppskera verði allt að fimmtánföld, svo sem útlit er fyrir, megi gera ráð fyrir að hún verði um fimmtán tonn. / MÞÞ Aldís og Karen, bróðurdætur Hildar Hebu Theodórsdóttur, aðstoða hana við grænmetisræktunina. Myndir / MÞÞ Gefur lífinu lit að rækta eigið grænmeti Nýtir alla uppskeruna sem er mikil búbót Það er alveg yndislegt að vera hérna, það gerist bara ekki betra, segir Hildur Heba Theodórsdóttir sem ræktar grænmeti af kappi í einum af matjurtagörðunum við Krókeyri. Þetta er þriðja sumarið sem Heba er með eigin matjurtagarð á svæðinu og líkar henni afskaplega vel. Heima við er hún svo með salat og krydd, tómata, gúrkur og paprikur og er að auki með eplatré, vínberjaplöntur og jarðarber. Þetta er allt saman fínasta búbót, en ég hef líka afskaplega gaman af því ræktuninni og hún gefur mér mikið, segir Heba, en hún nýtir alla uppskeruna. Sumt er borðað strax en annað geymt í frysti til vetrarins. Ég nota allt mitt grænmeti og annað sem ég rækta í hristinga, pott- og ofnrétti og borða sem snakk, segir hún og er alsæl með þá aðstöðu sem bærinn býður upp á við Krókeyri. Hún segist oft koma í garðinn og alltaf sé eitthvert verk að vinna, reyta upp arfaklær eða vökva. Það er alltaf hægt að finna sér eitthvað skemmtilegt að dunda við og ég reyni að hafa garðinn í góðu lagi, það skiptir miklu, segir hún. Liðtækir aðstoðarmenn Þetta gefur lífinu svo sannarlega lit, það er nauðsynlegt að vera úti i náttúrunni og anda að sér fersku lofti og sjá grænmetið vaxa dag frá degi, segir Heba, en hún nýtur dyggrar aðstoðar bróðurdætra sinna, þeirra Karenar og Aldísar sem oftar en ekki fá að bregða sér með henni í garðinn og leggja sitt lóð á vogarskálarnar. Þær eru mjög duglegar að hjálpa mér og hafa gaman af því að aðstoða mig í garðinum, segir Heba. /MÞÞ

23 Bændablaðið Fimmtudagur 22. ágúst 2013 Systur rækta grænmeti í garðinum heima Mamma kaupir grænmetið og notar á kaffihúsinu sínu Þetta er mjög skemmtilegt sumarstarf, varla hægt að hugsa sér það betra, segja systurnar Helga María, sem er 13 ára, og Berglind Björk, 15 ára, en í sameiningu stunda þær nokkuð umfangsmikla grænmetisræktun í garði við hús foreldra sinna, Ingibjargar Baldursdóttur og Guðmundar Guðmundssonar við Bjarmastíg 10. Þær hafa fastan kaupanda að grænmetinu því móðir þeirra rekur veitinga- og kaffihúsið Kaffi Ilm steinsnar frá grænmetisgarðinum og þar er því iðulega brakandi nýtt og ferskt grænmeti á boðstólum. Áhuginn kviknaði í Matjurtagörðunum Systurnar voru með grænmetisgarð í Matjurtagörðum Akureyringa við Krókeyri í fyrrasumar og komust þar heldur betur á bragðið. Það var mjög gaman að sinna garðinum og við lærðum margt þar, bæði var Jóhann sem sér um garðana áhugasamur og var alltaf að segja okkur hvernig best væri að standa að þessu og nágrannar okkar voru líka mjög duglegir að miðla upplýsingum. Við lærðum því mikið af því að vera með grænmetisgarðinn og það má segja að áhuginn hafi kviknað þar, segja þær Helga María og Berglind Björk. Við komum heim með góða uppskeru og svo sannarlega reynslunni ríkari. Í garðinum við Bjarmastíg háttaði þannig til að nauðsynlegt var að laga hann aðeins til og m.a. voru felldar þrjár gamlar stórar aspir. Lagt var Helga María og Berglind Björk rækta grænmeti í garðinum við heimili sitt og það af þeim brakandi og ferskt. Þetta er mjög skemmtilegt sumarstarf, segja systurnar. Mynd / MÞÞ til atlögu við garðinn í fyrrahaust og nú er hann mjög skjólgóður og sólríkur og hentar einkar vel til grænmetisræktunar. Systurnar eru með fjölda tegunda í ræktun, kál af ýmsu tagi, salat, rófur, gulrætur og þar má líka finna jarðarberjaplöntur, en berin sem af þeim munu koma er líður á sumarið eru þó aðallega til heimabrúks. Innandyra má svo finna margvíslegar kryddjurtir sem nýtast vel, bæði heima við og á Kaffi Ilmi. Ekki verra að hafa smátekjur Þær systur segja að vissulega fylgi því þó nokkur vinna að sinna ræktuninni, það þarf að vökva reglulega þegar ekki rignir og svo verður að halda arfanum í skefjum, þannig að alltaf er hægt að finna sér eitthvað við að vera úti í garði. Það er mjög gaman að fylgjast með þessu, frá því sett er niður að vori og hvernig grænmetið smám saman vex og dafnar þar til hægt er að taka það upp. Ekki er verra að geta hafa smátekjur af þessu öllu saman, segja þær Helga María og Berglind Björk og eru bara þokkalega ánægðar með verðið sem móðir þeirra greiðir fyrir grænmetið. /MÞÞ KAUPI BER Íslensk hollusta ehf. islenskhollusta@islenskhollusta.is Sími Gilsárstekkur í Breiðdalshreppi Fjármála- og efnahagsráðuneytið auglýsir til ábúðar frá 1. október 2013 ríkisjörðina Gilsárstekk, landnr , í sveitarfélaginu Breiðdalshreppi. 23 Á jörðinni er gamalt íbúðarhús, það er í þokkalegu ástandi m.v. aldur, útihúsin eru sum gömul og léleg, önnur í góðu lagi og umgengni ágæt. Ræktað land er talið 22 ha. Greiðslumark jarðarinnar er 217,4 ærgildi og fylgir með í leigunni. Um er að ræða lífstíðarábúð. Umsóknarfrestur er til og með 10. september nk. Umsóknareyðublöð eru á heimasíðu ráðuneytisins. Ef spurningar vakna er hægt að hafa samband í síma Frekari upplýsingar birtast á heimasíðu ráðuneytisins, fjarmalaraduneyti.is/verkefni/jardeignir/auglysingar Fyrirspurnir sendist á netfangið postur@fjr.is Plastplötur á veggi Verið velkomin á vefsíðu okkar Plöturnar eru unnar úr endurunnu plasti s.s. plastflöskum, gróðurhúsaplasti og umbúðaplasti. Steingrátt og svart eru standard litir á plastplötum en aðrir litir eru fáanlegir við sérpöntun. Plastplötur undir 10 mm eru beygjanlegar en yfir 10mm eru sjálberandi. Plöturnar hafa, háð notkun, staðfestan lífaldur í kringum 50 ár. Plöturnar þola vel sól og frost. SKOTBÓMULYFTARI MEÐ AFLÚRTAKI AFLÚRTAK OG ÞRÍTENGI 130 HESTAFLA VÉL VARIO SKIPTING 3,5 TONNA LYFTIGETA Í 6 METRUMM FJÓRHJÓLASTÝRI OG FLEIRA OG FLEIRA TIL SÝNIS OG SÖLU HJÁ BÚVÍS OG Á www. dieci.is Hafðu samband við sölumenn okkar í síma fyrir frekari upplýsingar Austurvegur Selfoss Lónsbakki Akureyri Jötunn Vélar ehf. - Kt Sími jotunn@jotunn.is sérhæfum okkur í JCB Hydrema Iveco New Holland og Case JCB Eigum allar síur í New Holland og JCB á lager Oftast ódýrastir! Vélavit Varahlutir - Viðgerðir Skeiðarás 3 Garðabær Sími velavit@velavit.is

24 24 Bændablaðið Fimmtudagur 22. ágúst 2013 Fjár- og stóðréttir haustið 2013 Eins og undanfarin ár hafa Bændasamtökin tekið saman lista yfir helstu fjárréttir og stóðréttir á landinu á komandi hausti. Líkt og vanalega hefur Ólafur Dýrmundsson ráðunautur hjá Bændasamtökunum haft veg og vanda af samantekt listans. Hér að neðan má sjá fjárréttir haustsins í stafrófsröð. Þá hefur Ólafur tekið saman sérstakan lista yfir réttir í Landnámi Ingólfs sem stutt er að fara í fyrir íbúa höfuðborgarsvæðisins. Listi yfir stóðréttir haustsins er síðan tekinn saman eftir tímasetningum. Fjárréttir haustið 2013 Réttir Dagsetningar Auðkúlurétt við Svínavatn, A.-Hún. laugardag 7. sept. Árhólarétt í Unadal, Skag. Árskógsrétt á Árskógsströnd, Eyf. Baldursheimsrétt í Mývatnssveit, S.-Þing. sunnudag 1. sept. Brekkurétt í Norðurárdal, Mýr. sunnudag 15. sept. Brekkurétt í Saurbæ, Dal. sunnudag 15. sept. Broddanesrétt í Strandabyggð sunnudag 15. sept. Brúsastaðarétt í Þingvallasveit, Árn. sunnudag 22. sept. Dálkstaðarétt á Svalbarðsströnd, S.-Þing laugardag 7. sept. Deildardalsrétt í Skagafirði Fellsendarétt í Miðdölum sunnudag 15. sept. Flekkudalsrétt á Fellsströnd, Dal. Fljótshlíðarrétt í Fljótshlíð, Rang. Fljótstungurétt í Hvítársíðu, Mýr. Flókadalsrétt í Fljótum, Skag. Fossrétt á Síðu, V.-Skaft. Fossárrétt í A-Hún. Fossvallarétt v/lækjarbotna, (Rvík/Kóp) Garðsrétt í Þistilfirði Gillastaðarétt í Laxárdal, Dal. Gljúfurárrétt í Höfðahverfi, S.-Þing. Grafarrétt í Skaftártungu, V.-Skaft. Grímsstaðarétt á Mýrum, Mýr. Haldréttir í Holtamannaafrétti, Rang. Hallgilsstaðarétt á Langanesi Hamarsrétt á Vatnsnesi, V.-Hún. Heiðarbæjarrétt í Þingvallasveit, Árn. Héðinsfjarðarrétt í Héðinsfirði Hítardalsrétt í Hítardal, Mýr. Hlíðarrétt við Bólstaðarhlíð, A.-Hún. Hlíðarrétt í Mývatnssveit, S.-Þing Hlíðarrétt í Skagafirði Hofsrétt í Skagafirði Holtsrétt í Fljótum, Skag. Hornsrétt í Skorradal, Borg. Hólmarétt í Hörðudal Hraðastaðarétt í Mosfellsdal Hraunarétt í Fljótum, Skag. Hraungerðisrétt í Eyjafjarðarsveit Hraunsrétt í Aðaldal, S.-Þing. Hrunaréttir í Hrunamannahr., Árn. Hrútatungurétt í Hrútafirði, V.-Hún. Húsmúlarétt v/kolviðarhól, Árn. Hvalsárrétt í Hrútafirði, Strand. Illugastaðarétt í Fnjóskadal S.-Þing. Innri-Múlarétt á Barðaströnd, V.-Barð. Kaldárbakkarétt í Kolb., Hnappadalssýslu Katastaðarétt í Núpasveit, N-þing. Kinnarstaðarrétt í Reykhólahr., A-Barð. Kirkjubólsrétt í Steingrímsfirði, Strand. Kirkjufellsrétt í Haukadal, Dal. Kjósarrétt í Árneshreppi, Strand. Kjósarrétt í Kjós. Klausturhólarétt í Grímsnesi, Árn. Kleifnarétt í Fljótum, Skag. Kollafjarðarrétt í Reykhólahr., A-Barð. Krýsuvíkurrétt, Gullbringusýslu Króksfjarðarnesrétt í Reykhólasv., A-Barð. Landréttir við Áfangagil, Rang. Laufskálarétt í Hjaltadal, Skagafirði Leirhafnarrétt í Núpasveit, N-Þing Ljárskógarétt í Laxárdal, Dal. mánudag 16. sept. og sunnudag 22. sept. laugardag 7. sept. sunnudag 15. sept. föstudag 6. sept. laugardag. 7. sept. sunnudag 22. sept. sunnudag 15. sept. laugardag 7. sept. þriðjudag 17. sept. sunnudag 22. sept. laugardag 21. sept. laugardag 21. sept mánudag 16. sept. sunnudag 8. sept. sunnudag 1. sept. sunnudag 15. sept. sunnudag 15. sept. sunnudag 15. sept. sunnudag 22. sept. fimmtudag 12. sept. laugardag 7. sept. sunnudag 8. sept. föstudag 13. sept. laugardag 7. sept. laugardag 21. sept. sunnudag 8. sept. sunnudag 29. sept. sunnudag 8. sept. sunnudag 22. sept. laugardag 21. sept. sunnudag 22. sept. miðvikudag 18. sept laugardag 28. sept. laugardag 21. sept. fimmtudag 26. sept. sunnudag 15. sept. Vert er að taka fram að alltaf geta slæðst villur í lista af þessu tagi. Því er þeim sem hyggjast kíkja í réttir á komandi hausti bent á að gott getur verið að hafa samband við heimamenn og fá staðfestingu á dagssetningum og tímasetningu réttanna. Ekki tókst að afla upplýsinga um allar réttir á komandi hausti og eru fjallskilastjórar beðnir um að hafa samband til að bæta þar úr og sömuleiðis ef rangt er farið með dagsetningar á réttum. Eru viðkomandi beðnir um að hafa samband við Bændasamtökin í síma eða í tölvupóstfangið Lokastaðarétt í Fnjóskadal, S.-Þing. Melarétt í Árneshreppi, Strand. Melarétt í Fljótsdal, N.-Múl. Miðfjarðarrétt í Miðfirði, V.-Hún. Mýrarrétt í Bárðardal Mýrdalsrétt í Hnappadal Mælifellsrétt í Skagafirði Möðruvallarétt í Eyjafjarðarsveit Nesmelsrétt í Hvítársíðu, Mýr. Núparétt á Melasveit, Borg. Oddsstaðarétt í Lundarreykjadal, Borg. Ósbrekkurétt í Ólafsfirði Ósrétt á Langanesi Rauðsgilsrétt í Hálsasveit, Borg. Reistarárrétt í Hörgársveit, Eyf. Rugludalsrétt í Blöndudal, A-Hún. Reyðarvatnsréttir á Rangárvöllum Reykjarétt í Ólafsfirði Reykjaréttir á Skeiðum, Árn. Reynisrétt undir Akrafjalli, Borg. Sandfellshagarétt í Öxarfirði, N.-Þing. Sauðárkróksrétt, Skagafirði Selflatarrétt í Grafningi, Árn. Selárrétt á Skaga, Skag. Selvogsrétt í Selvogi Siglufjarðarrétt í Siglufirði Silfrastaðarétt í Blönduhlíð, Skag. Skaftárrétt í Skaftárhr., V.-Skaft. Skaftholtsréttir í Gnúpverjahreppi, Árn. Skarðarétt í Gönguskörðum, Skag. Skarðsrétt á Skarðsströnd, Dal. Skarðsrétt í Bjarnarfirði, Strand. Skeljavíkurrétt í Steingrímsfirði, Strand. Skógarétt í Reykjahverfi, S-Þing. Skerðingsstaðarétt í Hvammsveit, Dal. Skrapatungurétt í Vindhælishr., A.-Hún. Staðarbakkarétt í Hörgárdal, Eyf. Staðarrétt í Skagafirði Staðarrétt í Steingrímsfirði, Strand. Stafnsrétt í Svartárdal, A.-Hún. Stíflurétt í Fljótum, Skag. Svarthamarsrétt á Hvalfj.str., Borg. Svignaskarðsrétt, Svignaskarði, Mýr. Teigsrétt, Vopnafirði Tjarnarleitisrétt í Kelduhverfi, S-Þing. Tungnaréttir í Biskupstungum Tungurétt á Fellsströnd, Dal. Tungurétt í Öxarfirði, N.-Þing. Tungurétt í Svarfaðardal Tunguselsrétt á Langanesi Undirfellsrétt í Vatnsdal, A.-Hún. Valdarásrétt í Fitjárdal, V.-Hún. Víðidalstungurétt í Víðidal, V.-Hún. Víkingavatnsrétt í Kelduhverfi, S-Þing. Þorvaldsdalsrétt í Hörgársveit, Eyf. Þóristunguréttir, Holtamannaafr., Rang Þórkötlustaðarétt í Grindavík Þórustaðarétt í Hörgárdal, Eyf. Þverárrétt ytri, Eyjafjarðarsveit, Eyf. Þverárrétt Eyja- og Miklaholtshr, Snæf. Þverárrétt í Vesturhópi, V.-Hún. Þverárrétt í Þverárhlíð, Mýr. Þverárrétt í Öxnadal, Eyf. Ölfusréttir í Ölfusi, Árn. sunnudag 15. sept. laugardag 7. sept. laugardag 7. sept. þriðjudag 17. sept. sunnudag 8. sept. sunnudag 15. sept. laugardag 7. sept. sunnudag 15. sept. miðvikudag 11. sept. sunnudag 15. sept. laugardag 31. ágúst laugardag 21. sept. fimmtudag 12. sept. laugardag 21. sept. laugardag 7. sept. mánudag 23. sept. laugardag 7. sept. sunnudag 22. sept. föstudag 20. sept. mánudag 16. sept. laugardag 7. sept. föstudag 13. sept. laugardag 7. sept. laugardag 21. sept. laugardag 7. sept. föstudag 13. sept. sunnudag 8. sept. sunnudag 15. sept. laugardag 7. sept. föstudag 13. sept. sunnudag 15. sept. mánudag 16. sept. sunnudag 8. sept. föstudag 6. sept. og laugardag 7. sept. föstudag 6. sept. laugardag 7. sept. laugardag 21. sept. sunnudag 1. sept. sunnudag 15. sept. mánudag 16. sept. mánudag 16. sept. mánudag 23. sept. Helstu réttir í Landnámi Ingólfs Arnarsonar haustið 2013 laugardag 21. sept. kl. 15:00 Heiðarbæjarrétt í Þingvallasveit laugardag 21. sept. Kl. 14:00 Húsmúlarétt við Kolviðarhól sunnudag 22. sept. kl. 11:00 Fossvallarétt við Lækjarbotna sunnudag 22. sept. um hádegi Hraðastaðarétt í Mosfellsdal sunnudag 22. sept. um kl. 15:00 Kjósarrétt í Kjós sunnudag 22. sept. kl. 17:00 Brúsastaðarétt í Þingvallasveit mánudag 23. sept. kl. 10:00 Selflatarrétt í Grafningi mánudag 23. sept. kl. 14:00 Ölfusréttir í Ölfusi laugardag 21. sept. kl. 14:00 Þórkötlustaðarétt í Grindavík sunnudag 22. sept. kl. 9:00 Selvogsrétt í Selvogi, Árn. laugardag 28. sept. kl. 13:00 Krýsuvíkurrétt v. Suðurstrandarveg, Gullbr. Seinni réttir verða tveim vikum síðar á sömu vikudögum, þ.e. dagana október. Til að auðvelda hreinsun afrétta og draga úr hættu á ákeyrslum á þjóðvegum í haustmyrkrinu er lögð áhersla á að fé verði haft í haldi eftir réttir. Samkvæmt 5. gr. fjallskilasamþykktar fyrir Landnám Ingólfs Arnarsonar nr. 733/2012 er óheimilt að sleppa aftur fé úr haustréttum á afrétti. Stóðréttir haustið 2012 Miðfjarðarrétt í Miðfirði, V. - Hún. laugardag 7. sept. kl. 9 Skarðarétt í Gönguskörðum, Skag. Staðarrétt í Skagafirði. Silfrastaðarétt í Blönduhlíð, Skag. sunnudag 15. Sept. Skrapatungurétt í A.-Hún. sunnudag 15. sept. kl. 11 Undirfellsrétt í Vatnsdal, A.-Hún. Auðkúlurétt við Svínavatn, A.-Hún. Árhólarétt í Unadal, Skag. föstudag 27. sept. kl. 13 Laufskálarétt í Hjaltadal, Skag. laugardag 28. sept. Þverárrétt í Vesturhópi, V.-Hún. Deildardalsrétt í Skagafirði fimmtudag 5. okt. Tungurétt í Svarfaðardal, Eyf. Flókadalsrétt, Fljótum, Skag. Víðidalstungurétt í Víðidal, V.-Hún. laugardag 5. okt. kl. 10 Þverárrétt ytri, Eyjafjarðarsveit laugardag 12. okt. kl. 10 Melgerðismelarétt í Eyjafjarðarsveit laugardag 12. okt. kl. 13 Hlíðarrétt við Bólstaðarhlíð, A.-Hún. sunnudag 15.okt. kl. 14

25 Bændablaðið Fimmtudagur 22. ágúst Vacuum pökkunarvélar Ný sending komin í hús Margar pokastærðir 2ja ára ábyrgð Öll varahluta- og viðgerðaþjónusta Visa / MasterCard / Greiðsludreifing / Póstkröfur Af tilefni Sveitasælu 2013 í Reiðhöllinni Svaðastaðir, Skagafirði 20% AFSLÁTTUR af öllu Gallagher rafgirðingarefni og hliðum hjá Verslunin Eyri, að undanskildum þanvír og harðviðarstaurum. (Gildir eingöngu hjá Verslunin Eyri) Tilboð og afslættir gilda til og með 31. ágúst. Verðum með getraun í gangi í básnum okkar á Sveitasælu 2013, í verðlaun er kr. gjafabréf hjá Verslunin Eyri. Hvetjum alla til að kíkja við. Harðjaxlar í eldhúsið Teg: Hakkavélin frá Sirman er alvöru tæki sem afkastar 25kg/10mín. Úrbeiningahnífarnir frá Granton eru heldur ekkert lamb að leika sér við. Teg: Teg: KÄRCHER SÖLUMENN Síðumúli Reykjavík sími verslun opin mán - fös FASTUS_E_ Heildarlausnir fyrir vinnslu og meðhöndlun á korni Eigum og útvegum flestan þann búnað sem þarf til uppskeru og meðhöndlunar á korni frá akri til fóðrunar. Veitum ráðgjöf og gerum tilboð ef óskað er. Austurvegur Selfoss Lónsbakki Akureyri Jötunn Vélar ehf. - Kt Sími jotunn@jotunn.is

26 26 Bændablaðið Fimmtudagur 22. ágúst 2013 Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins Sauðfjárskoðun 2013 Nú styttist í göngur og réttir. Annasamur og skemmtilegur tími fram undan hjá sauðfjárbændum. Lokahönd er lögð á framleiðslu ársins og grunnur lagður að framleiðslu næstu ára með tilheyrandi heilabrotum. Ræktunarstarfið miðar að því að bæta og breyta eiginleikum til þess m.a. að framleiða verðmætari vöru, afurðarmeiri og endingarbetri gripi þannig að hjörðin skili bóndanum meiri arði. Auk þess er það hluti af ræktunarmarkmiðinu að varðveita hin ýmsu séreinkenni íslensku sauðkindarinnar. Þetta eru allmargir eiginleikar sem við þurfum að taka tillit til svo árangur náist. Í gegnum einstaklingsdóminn fáum við ágætar upplýsingar um nokkra þætti s.s. holdfyllingu, fitu, þunga, bollengd, ullargæði og heilbrigði (s.s. bitgallar, fótaskekkjur, eistnagallar). Stefnan er að rækta þéttavaxið og bollangt fé (langt miðað við hæð) með góða ull, bráðþroska með hæfilegu fitumagni og er listin fólgin í því að sameina þetta allt í sama gripnum. Skýrsluhaldið gefur okkur síðan upplýsingar um mæðraeiginleikana sem ekki eru mælanlegir á einstaklingnum sjálfum en mikilvægi þeirra þarf vart að tíunda, því þetta eru grundvallareiginleikar. Mikill árangur hefur náðst á síðustu árum í því að bæta vaxtarlag og kjötgæði. Sem dæmi má nefna að þykkt bakvöðva hefur aukist um tæpa 2 mm að jafnaði á 10 ára tímabili og gerðareinkunn sláturlamba hækkað úr 7,46 í 8,58, fitan minkað en fallþungi aukist. Því má fullyrða að í dag framleiðum við almennt mun betri markaðsvöru. Ásamt því að halda áfram að bæta kjötgæðin þarf að leggja ríka áherslu á afurðasemi ánna.sauðfjárdómarnir ásamt öflugu skýrsluhaldi eru tæki sem bændur geta nýtt sér til að breyta fjárstofni sínum. Dæmin sýna að árangurinn getur verið mjög mikill á skömmum tíma. Verklag við ásetning Almennt er skynsamlegt að framkvæma lambaskoðun sem fyrst eftir að lömbin koma af sumarhögunum þannig að hópurinn sé sem samanburðarhæfastur þegar hann er metinn. Einnig í ljósi þess að markmiðið er að lömbin séu sem næst sláturstærð þegar þau koma af fjalli. Það er í öllu falli ákaflega gagnlegt að vigta lömbin nánast beint af fjalli/úthaga til þess að átta sig á því hverju ærnar og sumarhagarnir skila í vexti. Þá er það þekkt staðreynd að bakvöðvi hrútlamba byrjar að slakna þegar líður á októbermánuð og því engin ástæða til að geyma það langt fram á haustið að láta stiga þá. Þegar lömb eru valin til skoðunar er ágætt vinnulag að vera búinn að merkja við í bókinni hvaða lömb koma til greina sem ásetningur t.d. útfrá kynbótamati fyrir frjósemi og mjólkurlagni. Síðan er eðlilegt að setja einhver viðmið fyrir þroska þannig að lömbin verði að standast ákveðnar kröfur um lífþunga. Sá hluti lambanna sem ekki kemst í gegnum þessa síu er þá meðhöndlaður sem sláturlömb og fær meðferð við hæfi. Hluta lambanna er væntanlega arðbærast að lóga strax og önnur að bata. Hvar þessi mörk liggja er reiknidæmi sem er breytilegt milli búa sökum aðstæðna (óhætt er að leita til ráðunauta RML við úrlausn slíkra dæma). Til þess að lambadómarnir skili tilætluðum árangri þarf að skoða ríflegan fjölda miðað við ásetning. Framkvæmd lambaskoðunar Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins hvetur bændur til að vanda til verka á þessum lokaspretti í framleiðsluferlinu því þessum tíma, sem öðrum, fylgja ýmsar ákvarðanir sem hafa mikil áhrif á afkomu búsins. Lambaskoðun að Brúnastöðum í Fljótum. Mynd / Eyþór Einarsson Flestir bændur þekkja hvernig aðstaða þarf að vera til að skoðunin gangi sem best fyrir sig. Það er a.m.k. góð lýsing, rafmagn, naglfast borð, sæti fyrir íhaldsmenn, dómara og ritara. Þegar tveir ráðunautar eru við matið (einn stigar og annar ómmælir) er best að til staðar séu a.m.k. þrír aðstoðarmenn auk ritara, þannig að báðir dómararnir hafi íhaldsmann og sá þriðji framvísi lömbunum. Gott skipulag og góð aðstaða sparar tíma, léttir verkið og stuðlar að betri meðferð lamba. Víða hefur reynst vel að mynda nokkurs konar vinnslulínu þar sem lömbum er framvísað til ómmælingar úr mjórri rennu (t.d. sundurdráttargangi) og komast þannig að mestu hjá því að draga lömbin. Mikilvægt er að búið sé að vigta öll lömb sem koma til skoðunar því annað kostar meiri mannskap. Ef vigtin er komin inn í Fjárvís þarf ekki að slá hana aftur inn þegar dómur er skráður. Afkvæmi sæðingastöðvahrúta Bændur eru hvattir til að láta dæma sem mest af afkvæmum sæðingastöðvahrúta, sér í lagi undan nýrri hrútum stöðvanna. Mikilvægt er að fá sem gleggsta mynd af afkvæmum þeirra strax og draga ekki undan gallagripi. Eyþór Einarsson hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins Nokkur hagnýt atriði Pantanir og skipulagning Best er að panta lambaskoðun í gegnum heimasíðu RML ( Á forsíðunni er flipi merktur Panta sauðfjárdóma 2013 sem hægt er að velja með bendlinum og leiðir menn áfram inn á pöntunarform fyrir lambamælingar. Þar gefur bóndinn upp nauðsynlegar upplýsingar ásamt því að óska eftir skoðun í ákveðinni viku og velja síðan óskadag, og jafnvel tvo daga til vara ef svo ber undir. Þá er hægt að láta athugasemdir fylgja með ef pöntun þarfnast nánari útskýringa. Einnig er hægt að panta í síma hjá RML. Þegar niðurröðun hefst verður síðan haft samband við bændur og tímasetning staðfest. Um skipulagningu á Suðurlandi heldur Fanney Ólöf Lárusdóttir, frá Vesturlandi til Eyjafjarðar verður niðurröðun í höndum Helgu Halldórsdóttur og fyrir Þingeyjarsýslur og Austurland er það Guðfinna Árnadóttir sem vinnur úr pöntunum. Minna skal á að hrútasýningar eru einnig pantaðar í gegnum sama kerfið og ekki er síður mikilvægt að slíkar pantanir berist í tíma. Gjaldskrá Vinna við sauðfjárdóma er seld á tímagjaldi. Það er kr. án vsk. fyrir einn ráðunaut en þegar tveir starfsmenn mæta þá er seinni starfsmaðurinn á 25% lægra gjaldi (3.750 kr. án vsk.). Gjaldið er síðan hærra til þeirra sem ekki greiða búnaðargjald eða kr fyrir einn starfsmann og kr á þann seinni (án vsk). Ef sérstaklega er óskað eftir helgar- eða kvöldvinnu bætist við 50% álag. Lágmarksgjald fyrir skoðun á hverjum stað er 1 klst. Því getur verið hagkvæmara fyrir bændur með mjög litlar hjarðir að sameinast um skoðun þar sem það er hægt. Gjaldtaka fyrir lambaskoðun og hrútasýningar á vegum fjárræktarfélaga er með sama hætti og fyrir bændur (búnaðargjaldsgreiðendur) og bætist við álag sé óskað eftir helgar eða kvöldvinnu. Skráning dóma Bóndinn leggur til ritara við lambaskoðun. Ritarinn skráir dómana annaðhvort á dómblöð eða beint inn í fartölvu. Ef skráð er á blöð hefur bóndinn síðan val um að skrá dómana sjálfur inn í Fjárvís.is eða kaupa þá vinnu af RML samkvæmt tímagjaldi. Mikilvægt er að öll gögn fari inn í gagnagrunninn (ekki bara upplýsingar um ásetta gripi). Sú regla verður viðhöfð að ef dómar skila sér ekki inn í Fjárvís.is innan viku frá skoðun verður dómunum slegið inn á kostnað bóndans. Tölvudeild BÍ vinnur nú að hönnun forrits sem hægt verður að nota án nettengingar til dómaskráningar. Því ætti dómainnsláttur í tölvur að vera mögulegur þótt nettengingar séu lélegar í fjárhúsum. Afkvæmarannsóknir Afkvæmarannsóknir verða framkvæmdar með sama hætti í haust og sl. haust. Kröfur um styrkhæfa rannsókn eru að 8 hrútar séu að lágmarki í samanburði. Hver hrútur þarf að eiga a.m.k. 8 afkvæmi ómmæld og stiguð og 15 afkvæmi með sláturupplýsingar. Ómmældu lömbin þurfa öll að vera af sama kyni. Styrkupphæð er kr á hverja afkvæmarannsókn. Fyrirkomulagið verður þannig að bændur ganga sjálfir frá niðurstöðunum í Fjárvís og senda tilkynningu um að hún sé frágengin fyrir 31.okt. á netfangið ee@rml.is og verður það þá í raun umsókn um styrkinn sem verður greiddur beint til bóndans. Ráðunautar RML veita mönnum aðstoð og leiðbeiningar eftir því sem með þarf um tæknileg atriði eða túlkun niðurstaðna. Vilji menn hins vegar að ráðunautar sjái alfarið um uppgjör á rannsókninni fellur það undir gjaldskylda vinnu. DNA sýnataka Þeir sem hafa áhuga á því að láta taka DNA sýni úr gripum m.t.t. riðuarfgerðar býðst það samhliða sauðfjárskoðuninni. Æskilegt væri að geta þess í athugasemdum þegar lambaskoðun er pöntuð. Um er að ræða stroksýni úr nös. Hvert sýni mun kosta kr. Sé ætlunin að slátra hrútlömbum fyrir hrútadag sem eru með óhagstæða arfgerð þarf sýnatöku þeirra að vera lokið fyrir 10. október, svo nægur tími sé til að greina sýnin. Ferskostarnir Sæluostar úr sveitinni eru frá Jörfa í Víðidal og eru lagaðir beint frá býli. Þeir hafa víða sést á undanförnum misserum og eru kærkomin viðbót í annars fremur snauða íslenska flóru. Það eru stöllurnar Stella Jórunn A. Levy og Sæunn Vigdís Sigvaldadóttir sem eiga heiðurinn af þessum ostum, en þær hafa þekkst frá því í grunnskóla og eru sveitungar; Stella er frá Jörfa en Sæunn er búsett á Laugarbakka í Miðfirði. Ljósmyndari Bændablaðsins gekk fram á básinn þeirra á sumarmarkaðnum á Lækjartorgi á dögunum og ljóst var að markaðsgestir kunnu vel að meta ostana frá Jörfa. Í ljós kemur að þær hafa framleitt þessa osta í um þrjú ár en upphafið er rakið til námskeiðs vorið 2010 sem þær sóttu hjá Eirnýju í ostabúðinni Búrinu í þeim tilgangi að þekkja muninn á geita-, kúa- og kindaostum Hún einfaldlega spurði okkur af hverju við værum ekki að gera ost við hefðum allt til alls til að fara út í slíkt. Við byrjuðum að prófa ýmsar uppskriftir og fræðsluefnið var tekið úr ýmsum áttum. Við viðruðum svo þessa hugmynd við Eirný og hún hvatti okkur eindregið til að byrja og við sjáum ekki eftir því, en móttökurnar hafa verið frábærar, segir Sæunn. Við höfum báðar áhuga á íslenskri matarhefð og viljum kynna fyrir landi og þjóð þær perlur matvara sem fólkið á undan okkur hefur þróað og viljum að ungmenni viðhaldi þekkingu og landsins gæðum. Þegar við vorum að byrja gerðum við þó nokkuð marga potta af osti í alls konar útgáfum og vinir og fjölskyldumeðlimir voru notaðir sem smakkarar. Fimm tegundir Á endanum stóðum við uppi með fimm tegundir: Piparkjúku, Hvítlauksog basilkjúku, Graslaukskjúku, Pestókjúku og Hreinakjúku. Þetta eru allt súrmjólkurostar og henta því ekki í sósur eða bakstur. Súrmjólkurostar voru almennt kallaðir ystir ostar. Þeir voru ystir með sýru, síaðir í ostpoka, léttpressaðir en ekki fergðir og borðaðir tiltölulega nýir. Þessi ostur var einnig oft kallaður kjúka og það orð mun frá gamalli tíð hafa verið notað um súrmjólkurost. Kjúkurnar eru tilbúnar til átu strax og líftíminn er frekar stuttur, við ábyrgjumst átta Stella Jórunn á básnum á Lækjartorgi. Mynd / TB daga frá framleiðsludegi en einnig er við til ostakörfur. Við gerum ost einu hægt að frysta hann. Kjúkan kemur sinni í viku og sendum í verslanir. Við úr sömu fjölskyldu og kotasælan og vinnum ostinn í viðurkenndu eldhúsi í Mozzarella, svokallaðir ferskostar. félagsheimilinu Víðihlíð og þurfum í Svo er gaman að leika sér með ostana, raun ekki meira en eldavél, stóran kæli t.d. að hafa chilisultu og graslaukskjúku saman og hunang með hreinu Við sendum suður í Búrið, og áhöld eins og skálar, sigti og mæla. kjúkunni. Á haustin er gaman að leika norður á Sauðárkrók í Hlíðarkaup, sér aðeins með berin, um jólin með í Kaupfélagið á Hvammstanga, appelsínu og kanil og sumrin með Grettisból á Laugarbakka, í veiðihúsið fjallagrös og fífla. í Viðihlíð og í Laxahvamm. Í sumar Sæunn segir misjafnt eftir árstíðum hversu mikið þær framleiði. Á vonum framar við fengum frábærar vorum við á Lækjartorgi og gekk það sumrin seljum við meira en á veturna, móttökur. Framleiðslan hefur aukist nema auðvitað um jólin en þá búum ár frá ári, sérstaklega eftir að matarmarkaðir urðu algengari en þeir eru mikilvægir framleiðendum því þar er hægt að fá mjög góða kynningu. Svo er alltaf gaman að hitta viðskiptavinina því margir hafa spuringar um ostana sem ekki er hægt að fá ef þeir eru keyptir úr búðarhillu. Aukinn áhugi hefur verið í þjóðfélaginu um Slow food hugsjónina og hreinar afurðir og fögnum við því. Að sögn Sæunnar vakti það talsverða athygli í sveitinni þegar forseti Íslands valdi ostategund frá Jörfa í veisluborð sitt fyrir eina móttökuna á Bessastöðum. Það var tekið fyrir á nokkrum þorrablótum hér í sveitinni og líka í fjölmiðlum. Við prófuðum að gera Appelsínukjúku fyrir Bessastaði og hún tókst mjög vel. Hún er ekki komin á markað enn sem komið er. Fyrirspurnir hafa verið um ostinn og aldrei að vita nema að við vinnum meira með það. Annars er gaman að eiga svona ostaleyndarmál. Framtíðardraumurinn er ostabúð við þjóðveginn, að gera ostaeldhús og verslun á fjósloftinu á Jörfa. Þar sem mikil vakning er í þjóðfélaginu um ferska vöru þá sjáum við tækifæri felast í þessu. Markmiðið er að Sæluostar skapi tvö full störf. Aldrei að vita nema að við getum hætt að vinna okkar venjulegu vinnu og sinnt ostunum eftir okkar bestu getu. /smh

27 Bændablaðið Fimmtudagur 22. ágúst Jörð óskast Óskað er eftir jörð á Vestfjörðum eða á Vesturlandi. Upplýsingar sendist í pósthólf nr. 9003, Reykjavík, merkt: Jörð. Hrauntún ehf. - Breiðavík Reykjavík - Sími Viftur og viftustýringar Austurvegur Selfoss Lónsbakki Akureyri Jötunn Vélar ehf. - Kt Eigum úrval útblásturs-, innblásturs-, og blöndunarvifta á lager fyrir veggi, þök eða í loftstokk sn/mín sem afkasta allt að m3/klst. Eigum einnig margar gerðir af loftventlum í veggi og loftstokka. Eigum úrval af hraðastýringum, loftræstistölvum og loftræstis stýringum á lager. Hand stýrðar, sjálfvirkar, stiglaus hraðastýring og raka og hitastýrðar. Loftræstis tölvunni er hægt að tengja við veðurstöð til að stjórna veggventlum eftir vindátt og veðurhæð, einnig hægt að tengja beint við heimilistölvu. Hafðu samband við sölumenn okkar í síma fyrir frekari upplýsingar Sími jotunn@jotunn.is Augl. Stapaprent Nocria Arctic 14 Öflug varmadæla - japönsk gæði! Loft í loft - Loft í vatn! Fujitsu er mun ódýrari í rekstri en flestar aðrar tegundir varmadæla Heldur s jöfnum hita við allar íslenskar aðstæður Sjálfvirk rakavörn, endurræsing og loftsíuhreinsun Framleiðandi: Fujitsu General Kawasaki, Japan Söluaðili á Íslandi með sjö ára reynslu: Stekkjarlundur ehf. - Sjá heimasíðu! Símar: / ára ábyrgð! Varmadælur frá Fujitsu, Panasonic, Mitsubishi og Toshiba Bjóðum upp á VISA og Mastercard raðgreiðslur Starfsstöðvar Ísfells og Ísnets: VINNUFERÐ á Agritechnica sýninguna í Hannover dagana nóvember 2013 Þór hf, í samvinnu við Ferðskrifstofu Guðmundar Jónassonar, efnir til vinnuferðar á Agritechnica sýninguna í Hannover í Þýskalandi dagana nóvember næstkomandi. Agritechnica sýningin er stærsta landbúnaðarsýning sem haldin er í Evrópu og þar sýna allir helstu framleiðendur á sviði landbúnaðartækja sínar vörur. Takmarkaður fjöldi sæta er í boði og stærð hópsins verður þægileg. Dagskrá ferðarinnar: Flogið til Frankfurt með Icelandair og lent þar á hádegi. Ekið að hóteli í Teftóborgarskógi og gist þar næstu 3 nætur. Kvöldverður á hóteli Ekið að loknum morgunverði til Hannover og dvalið á Agritechnica-sýningunni. Ekið til baka í lok dags. Kvöldverður á hóteli. Ekið að loknum morgunverði til Hannover og dvalið á Agritechnica-sýningunni. Ekið til baka í lok dags. Kvöldverður á hóteli. Ekið að loknum morgunverði af stað til bæjarins Rüdesheim við Rínarfljót. Á leiðinni verður komið við á þýsku bændabýli og/eða vélaumboði. Kvöldverður á hóteli í Rüdesheim. Farið af stað um kl 10:00 og ekið til Frankfurt-flugvallar. Þaðan er flogið kl 13:40 og lent í Keflavík kl.16:15 Verð á mann í 2ja manna herbergi kr ,- Innifalið í verði er flug, flugvallaskattar, gisting í tveggjamanna herbergi, morgunverður, kvöldverður öll kvöld og allur akstur samkvæmt lýsingu. Aukagjald fyrir einsmanns herbergi er 9.500,- Verðið miðast við 25 manna lágmarksfjölda. Hámarks stærð hóps 40 manns. Fararstjóri er Baldur Þorsteinsson og sér hann einnig um að bóka í ferðina í síma eða með tölvupósti baldur@thor.is ÞÓR HF Reykjavík: Krókhálsi 16 Sími: Akureyri: Lónsbakka Sími:

28 28 Bændablaðið Fimmtudagur 22. ágúst 2013 Fróðleiksbásinn Vilmundur Hansen garðyrkjufræðingur Garðyrkja & ræktun Grænt í garðinum allt árið Barrtré - Fyrri hluti Öll barrtré eða barrviðir teljast til þeirrar fylkingar plantna sem kölluð er berfrævingar. Berfrævingar eru sérfylking plantna og eiga það sameiginlegt að skorta blómhlíf og aldinin eru könglar eða ber. Flest eru barrtrén sígræn. Sígrænar plöntur eru vinsælar í garðinum, sérstaklega á veturna, enda er græni liturinn bæði hlýlegur og róandi. Í þessum og næsta hluta umfjöllunarinnar um barrtré verður sagt frá nokkrum algengum ættkvíslum og tegundum innan þeirra sem flestar hafa reynst vel hér á landi eða lofa góðu. Mismunandi ættkvíslir og tegundir barrviða geta verið mjög ólíkar í útliti. Þær eru allt frá því að vera margra tuga metra há tré niður í jarðlæga runna. sem þrífast við margs konar aðstæður, og flestar þeirra ná háum aldri. Nauðsynlegt er að skýla flestum barrviðum fyrstu veturna. Einir Forn trú segir að afstýra megi húsbruna með því að hafa eini í húsinu. Einirinn var notaður sem jólatré í eina tíð. Séra Björn í Sauðlauksdal segir í Grasnytjum að gott sé að sjóða seyði úr nýjum einisprotum og drekka eins og te. Enn betri eru þó þroskuð ber drukkin sem kaffi, auk þess sem brennivín sem hellt er yfir ristuð einiber verður að hollum brjóstdropum. Einir (Juniperus). Ættkvísl ríflega 50 tegunda sem vaxa um allt norðurhvelið, í Norður- Ameríku, Evrópu, Asíu og niður eftir austurströnd Afríku. Er ein útbreiddasta trjáplanta heims. Allt frá jarðlægum runnum upp í 40 metra há ein- eða margstofna tré. Harðgerðar og skuggþolnar plöntur sem gera litlar kröfur til jarðvegs og eru að mestu lausar við sjúkdóma og vanþrif. Barrið og viðurinn ilmandi. Einir (J. communis). Eina barrtréð sem vex villt á Íslandi. Jarðlægur og kræklóttur runni en getur náð 1½ metra hæð. Stofninn brúnn og flagnar með aldrinum. Barrið grænt, útstætt og stinnt. Berin græn í fyrstu en verða síðan dökkblá. Nægjusamur og hægvaxta runni sem hentar sem þekjuplanta á litlum blettum. Fjöldi yrkja í ræktun, til dæmis Compressa sem er kúlulaga dvergeinir, Green carpet og Nana Hustad sem eru skriðulir. Himalajaeinir (J. squamata). Heimkynni í Himalaja-fjöllum. Runni eða tré sem getur náð 12 metra hæð. Stofninn með langar greinar sem flagna. Barrið grænt, stinnt og stingandi. Berið svart, lítið og egglaga. Mjög dugleg tegund hér á landi sem gerir litlar kröfur til jarðvegs. Meðal yrkja í ræktun eru Meyeri sem getur náð 2 metra hæð, Blue Carpet sem er 20 til 30 sentímetrar á hæð með stálblátt barr sem fær rauðan blæ á veturna, Blue Star sem er kúlulaga og þétt með vaxtarlag smárunna, og Holger sem er lágvaxinn og breiður með ljósgulan nývöxt. Kínaeinir (J. chinensis). Uppruni í Kína. Tré eða runni sem getur náð 20 metra hæð. Greinarnar grannar. Barrið tvenns konar, aðfellt og hreisturkennt eða kransstætt og hvasst. Meðal yrkja í ræktun eru Blaauw sem er þéttvaxinn runni, 1,5 til 2 metrar á hæð, barrið blágrátt og greinarnar útsveigðar, og Mint Julep sem er lágvaxinn og breiður runni með langar og uppsveigðar greinar. Klettaeinir (J. scopulorum). Heimkynni í Norður-Ameríku og vex sem einstofna tré sem nær 20 metra hæð. Börkurinn brúnn eða gráleitur. Barrið ljós- eða blágrænt, aðfellt og gagnstætt. Kýs þurran og kalkríkan jarðveg. Yrkið Blue Arrow með súlulaga vöxt. Sjaldgæfur hér. Sabínueinir (J. sabina). Vex villtur í Evrópu og Asíu. Mjög breytileg tegund. Jarðlægur og breiðvaxinn eða upprétt tré sem getur náð 12 metra hæð. Börkurinn rauðbrúnn og flagnar. Barrið ljós- eða dökkgrænt og nálarlaga. Sjaldgæfur en hefur reynst vel. Skriðeinir (J. horizontalis). Ættaður frá Norður-Ameríku. Lágvaxinn runni sem getur teygt sig upp í eins metra hæð við góðar aðstæður. Barrið blágrænt og útstætt. Berin blá. Meðal yrkja í ræktun eru Andorra Compact og Prince of Wales sem bæði eru skriðul, 20 til 30 sentímetrar á hæð. Barrið fær rauðleitan blæ yfir veturinn. Sitkagreni. Upprunnið á vesturströnd Norður-Ameríku þar sem það vex sem runni eða tré sem hefur hæst mælst 95 metrar. Langlíft og getur orðið 700 ára. Greni Skaðvaldar á greni eru sitkalús sem leggst aðallega á amerískt greni á haustin. Grenisprotalús klekst út á vorin og sýgur næringu úr ársprotum síðasta árs svo þeir verða gulir. Köngullingur er mítill sem sýgur næringu úr barrinu þannig að á það koma rauðgulir blettir. Greniryðsveppur lýsir sér með ljósgrænum blettum á yngsta barrinu. Greni (Picea) Fjölbreytt ættkvísl með 40 til 80 tegundum sem vaxa á norðurhveli og í Himalaja-fjöllum. Erfitt hefur reynst að greina ættkvíslina niður í tegundir vegna þess hve erfðabreytileiki hennar er mikill. Sígræn og keilulaga, yfirleitt stór og tvíkynja tré með kransstæðar greinar. Bolurinn hrjúfur og barrið stakstætt. Dafna best í rökum, súrum og næringarmiklum jarðvegi. Blágreni (P. engelmannii). Ættað úr fjöllum í norðvestanverðri Norður- Ameríku. 50 til 60 metrar á hæð og getur orðið 250 ára. Uppmjótt og keilulaga tré. Greinarnar þéttar og niðursveigðar frá stofni og lykta eins og kattahland séu þær nuddaðar. Barrið blágrænt, ferstrent og mjúkt. Könglarnir egglaga. Harðgert tré sem dafnar vel og hefur náð 20 metra hæð og myndað frjó fræ. Skuggþolið. Úr barrinu má brugga C-vítamínríkan bjór. Broddgreni (P. pungens). Kemur frá Klettafjöllum Norður-Ameríku og getur orðið 50 metrar á hæð í heimkynnum sínum. Svipar til blágrenis í vexti. Börkurinn hrjúfur. Greinarnar láréttar eða lítillega niðursveigðar og síðan uppréttar á endanum. Barrið blágrænt, stinnt og stingandi. Viðkvæmt og sjaldgæft. Hvítgreni (P. glauca). Heimkynni í norðurhluta Norður-Ameríku og getur náð um 40 metra hæð. Langlíf tegund sem getur náð 600 ára aldri. Þéttvaxið og keilulaga tré með grábrúnan stofn og grunnt rótarkerfi. Greinarnar láréttar út frá stofninum. Barrið blágrænt, greinarnar sveigðar og stinnar og minnir ilmurinn af þeim á sólber eða kattahland. Könglarnir aflangir og hafa myndað fræ hér á landi. Skuggþolið og seinvaxið en gerir litlar kröfur til jarðvegs. Indíánar töldu það góða vörn gegn illum öndum að sofa undir hvítgreni og notuðu barr, börk og trjákvoðu þess til lækninga. Kákasusgreni (P. orientalis). Upprunnið í Kákasus og getur orðið allt að 60 metra hátt. Mjóvaxið og keilulaga tré. Barrið stutt, dökkgrænt og glansandi. Sjaldgæf tegund sem ætti að gefa meiri gaum. Rauðgreni (P. abies). Heimkynni í Mið- og Norður-Evrópu. Getur náð 60 metra hæð og nokkur hundruð árum í aldri. Einstofna með rauðbrúnan stofn sem flagnar í þunnar flögur. Greinarnar breytilegar, láréttar eða slútandi. Barrið dökkgrænt, stinnt og stingandi og gulnar á veturna. Könglarnir stórir, aflangir og keilulaga. Ilmar vel. Skuggþolið og gott garðtré á góðum stað en hentar betur í sumarbústaðalóðina. Sitkabastarður (P. lutzii). Kynblendingur af sitkagreni og hvítgreni. Er upprunninn frá Norður-Ameríku þar sem tréð nær 30 metra hæð. Ber einkenni beggja foreldra og getur því verið mjög breytilegt í útliti. Harðgerð tegund hér sem hefur myndað fræ. Sitkagreni (P. sitchensis). Uppruni á vesturströnd Norður-Ameríku þar sem það vex sem runni eða tré sem hefur hæst mælst 95 metrar. Langlíft og getur orðið 700 ára. Vex eins og breið keila. Rótarkerfið grunnt. Greinarnar grannar en stinnar. Barrið dökkgrænt og gljáandi, stinnt, hvasst og stingandi. Flatvaxið eða þrístrent. Könglarnir aflangir og mynda frjó fræ. Skuggaog saltþolið og þolir vel klippingu. Dafnar best í frjósömum, rökum og súrum jarðvegi. Kraftmikil og harðgerð tegund sem hentar ekki í litla garða en fer vel á stórum lóðum eða í skjólbelti. Brennur iðulega í vorsólinni og sitkalús á það til að ganga nærri því á hlýjum vetrum. Skrápgreni (P. asperata). Kemur frá Kína þar sem það verður allt að 45 metra hátt. Greinarnar langar og uppsveigðar. Barrið grágrænt, hvassyddað og stendur í allar áttir. Þrífst best í sendnum leirjarðvegi og gerir ekki miklar kröfur til sýrustigs. Saltþolið en þrífst illa í skugga, seinvaxið en þolir vind ágætlega. Svartgreni (P. mariana). Vex sem tré eða runni í freðmýrum í Norður- Ameríku. Getur náð 30 metra hæð og 250 ára aldri. Ræturnar grunnstæðar. Greinarnar grannar og slútandi en greinaendarnir uppsveigðir. Barrið dauf- eða blágrænt, grannt, þéttstætt og stundum bogið. Könglarnir sem myndast ofarlega á trénu eru litlir og rauðbrúnir að lit. Nægjusamt, viðkvæmt og hægvaxta. Dafnar best í deigum jarðvegi. Ilmvötn og efni til bjórframleiðslu eru unnin úr barrinu. Ný tækni gæti gerbreytt landbúnaði - Gerir öllum plöntum kleift að vinna köfnunarefni úr andrúmslofti Ný tækni hefur verið þróuð við Háskólann í Nottingham sem gerir öllum plöntum kleift að taka til sín köfnunarefni úr andrúmslofti. Með því má komast hjá kostnaðarsamri notkun á tilbúnum áburði, sem auk þess hefur skaðleg áhrif á umhverfið. Upptaka köfnunarefnis er nauðsynleg fyrir plöntur til að lifa og vaxa. Hins vegar hefur aðeins lítill hluti plantna, einkum belgjurtir, getu til að taka til sín köfnunarefni úr andrúmslofti. Mikill meirihluti plantna þarf að taka til sín köfnunarefni úr jarðvegi og af þeim sökum þurfa flestar plöntur sem ræktaðar Lúpína er gædd þeim eiginleika að geta unnið köfnunarefni úr andrúmsloftinu. eru í heiminum að reiða sig á tilbúinn köfnunarefnisáburð. Aðferðin sem beitt er gengur út á að koma bakteríum sem geta unnið köfnunarefni úr andrúmslofti fyrir í frumum róta plantnanna. Í ljós kom að ákveðin tegund slíkra baktería sem fannst í sykurreyr gat tekið sér bólfestu í frumum allra helstu nytjaplantna heimsins. Áhrif þessa á landbúnað heimsins gætu orðið gríðarleg því með þessari nýju tækni geta plöntur uppfyllt stóran hluta af þörf sinni fyrir köfnunarefni. Lykilþáttur í fæðuöryggi heimsins Að sögn prófessors Edwards Cocking sem fer fyrir verkefninu er tæknin, sem þekkt er undir nafninu N-Fix, hugsanlega lausn á því hvernig má brauðfæða heimsbyggðina í framtíðinni. Að hjálpa plöntum að fanga köfnunarefni sem þær þurfa á að halda úr andrúmslofti með náttúrulegum hætti er lykilþáttur í lausn á fæðuöryggi heimsins. Heimurinn verður að hverfa frá síauknu trausti sínu á tilbúinn áburð, framleiddan með jarðefnaeldsneyti, með þeim kostnaði, mengun og orkusóun sem því fylgir, segir Edward. N-Fix er að sögn hvorki erfðabreyting né líftækni. Það er náttúruleg leið ákveðinna baktería til að fanga og nýta köfnunarefni úr andrúmslofti. Með því að beita aðferðinni á frumur plantna, um fræ, öðlast allar frumur plantnanna getu til að nýta köfnunarefni. Með notkun tækninnar má ná fram sjálfbærri lausn á ofnotkun á tilbúnum áburði og köfnunarefnismengun. Verður í boði á næstu árum Notagildi tækninnar í ýmsum tegundum nytjaplantna hefur þegar verið sannað á rannsóknarstofum. Nú er unnið að rannsóknum á vettvangi og því starfi verður fylgt eftir með umsókn um markaðsleyfi í Bretlandi, Evrópu, Bandaríkjunum, Kanada og Brasilíu til að byrja með. Gert er ráð fyrir að N-Fix tæknin standi ræktendum til boða á næstu tveimur til þremur árum.

29 Bændablaðið Fimmtudagur 22. ágúst Skógræktarfélag Suður-Þingeyinga 70 ára Vegleg afmælishátíð í Fossselsskógi Skógræktarfélag Suður- Þingeyinga varð 70 ára fyrr á árinu, það var stofnað 19. apríl 1943 en tímamótanna var minnst með veglegri afmælishátíð í Fossselsskógi fyrr í sumar. For maður félagsins, Agnes Þórunn Guðbergsdóttir, setti samkomuna, Sigurður Skúlason skógarvörður flutti ávarp og Indriði Ketilsson fór yfir sögu félagsins. Þá var boðið upp á skógargöngur, mislangar eftir merktum göngustígum, farið í leiki með börnunum og loks var boðið upp á ketilkaffi og veglega afmælistertu. Agnes Þórunn Guðbergsdóttir formaður segir félagið hafa umsjón með tveimur svæðum, annars vegar Fossselsskógi sem sé sannkölluð útivistarparadís og liggur vestan megin í Fljótsheiði við Skjálfandafljót og hins vegar Hjallaheiði sem er í landi Hjalla í Reykjadal. Aðilar að félaginu eru einstaklingar og starfandi skógræktarfélög sem eru Skógræktarfélag Reykhverfinga, Svalbarðsstrandar, Fnjóskdæla, Reykdæla og Húsavíkur. Upplýsingaskilti sett upp í Fossselsskógi Hún segir að á liðnum vetri hafi félagið látið vinna tvö skilti, annað með upplýsingum um eyðibýlið Fosssel og hefur því verið komið fyrir við veginn framan við það og hitt með yfirlitsmynd af Fossselsskógi sem sett hefur verið við inngang skógarins. Þá hefur verið sett upplýsingamappa í Geirasel um ýmislegt er viðkemur eyðibýlinu Dagur Jóhannesson, gjaldkeri Skógræktarfélags Þingeyinga, hannaði nýtt merki fyrir félagið, byggt Fossseli og Fossselsskógi. Markvisst hefur verið unnið að því að gera skóginn aðgengilegan sem útivistarsvæði fyrir almenning og var opinn dagur í skóginum í fyrrasumar sem tókst mjög vel, en hann var liður í því að kynna skóginn og það sem hann hefur upp á að bjóða. Agnes segir að í fyrrasumar hafi verið lokið við lagningu göngustíga í skóginum og við þá plantað rifs- og sólberjarunnum. Einnig var grisjað við lindifurureit sunnan megin við Geirasel þar sem áður stóð gamall skúr. Áður hafði vegur að Geiraseli verið gerður fólksbílafær þannig að hægt er að aka alla leið heim að húsi og einnig áfram niður að Kvennabrekku. Þá var áfram plantað í skóginn á Hjallaheiði og einnig gert eldvarnarkort af skógræktarsvæðinu þar. Í Fossselsskógi er Kvennabrekka, fallegur lerkiskógur sem konur úr ýmsum kvenfélögum innan Bændur á Vaði 2, Elín Steingrímsdóttir og Vésteinn Garðarsson, voru á Athöfnin fór fram við Geirasel, sem nefnt er eftir Friðgeir Jónssyni, skógarbónda sem fæddist í Ystafelli í Kinn í Suður-Þingeyjarsýslu og bjó þar lengi Kvenfélagasambands Suður- Þingeyinga höfðu forgöngu um að koma upp, en þær komu saman Ungir sem aldnir nutu veðurblíðunnar í tilefni af því að kvennaáratugi Sameinuðu þjóðanna lauk sumarið 1985 og 70 ára afmæli kosningaréttar kvenna og gróðursettu tré sem svaraði einni plöntu fyrir hverja þingeyska konu, alls um trjám. Í fyrrasumar gáfu kvenfélög innan Kvenfélagasambands sýslunnar félaginu nýtt áningarborð, það var smíðað hjá Skógræktinni á Vöglum í Vaglaskógi og er til afnota fyrir gesti í Fossselsskógi. Áningarborðið er staðsett við gömlu beitarhúsin sunnan við Kvennabrekku. HUGSAÐU MÁLIÐ TIL ENDA ÞÚ FÆRÐ MIKIL GÆÐI Á SANNGJÖRNU VERÐI! ÞÉTTAR SPYRNUR MINNI TITRINGUR DEKK SEM STANDAST VEL MÁL GÓÐ ENDING - FRÁBÆRT VERÐ Ný kynslóð af varmadælum NIBE F1245 Jarðvarmadæla Nýtt W Hér er á ferðinni einhver besta varmadæla sem komið hefur fyrir allt venjulegt húsnæði. Þessi verðlaunaða varmadæla hitar t.d. ofnakerfi, gólfhita og neysluvatn. Getur notað vatn, jörð og sjó til orkuöflunar. Allur búnaður innandyra. NIBE F1245 eyðir litlu og sparar mikið. NIBE frá Svíþjóð. Stærstir í Evrópu í 60 ár. TRAKTORSDEKK VINNUVÉLADEKK VAGNADEKK GRÖFUDEKK O.FL. NIBE F1245 Jarðvarmadæla Með NIBE F1245 getur þú lækkað húshitunarkostnað um allt að 85% Er rafmagnsreikningurinn of hár? Er þá ekki kominn tími til að við tölum saman? NIBE F kW COP 5.15 FFriorka SÖLUAÐILAR Á LANDSBYGGÐINNI

30 30 Bændablaðið Fimmtudagur 22. ágúst 2013 Stöðvum jarðvegseyðingu af völdum ferðamanna Ferðamönnum fjölgar og það verður æ vinsælla að ganga um landið. Styrking innviða vegna þessarar ört vaxandi atvinnugreinar gengur hægar en skyldi. Síðasta ríkisstjórn stofnaði Framkvæmdasjóð ferðamannastaða og hugðist afla honum tekna með gistináttagjaldi. Hlutverk sjóðsins er að stuðla að uppbyggingu, viðhaldi og verndun ferðamannastaða, tryggja öryggi ferðamanna og vernda náttúru landsins. Einnig að fjölga viðkomustöðum ferðafólks og draga úr álagi á fjölsótta ferðamannastaði. Enn er óljóst hvað núverandi ríkisstjórn gerir í þessu mikilvæga máli. Ótal aðilar hafa lagt eitthvað af mörkum við að styrkja innviði ferðaþjónustu, ekki síst ferðaþjónustufyrirtæki og ferðafélög. Um daginn gekk undirritaður, ásamt fleirum, Laugaveginn frá Landmannalaugum til Þórsmerkur, einnig yfir Fimmvörðuháls milli Skóga og Þórsmerkur, og dvaldi á Þórsmörk nokkra daga. Á þessum fjölförnu gönguleiðum sá ég víða jarðvegseyðingu vegna umferðar göngufólks og fylgdist einnig með sjálfboðaliðum vinna að því að koma í veg fyrir slíka eyðingu og um leið að greiða götu göngufólks. Einnig sá ég hvernig stór svæði eru að gróa upp, sem bæði er árangur landgræðslu og sjálfsáningar birkis og víðis. Götur breytast í vatnsfarvegi Íslenskur jarðvegur er að miklu leyti gerður úr eldfjallaösku (gjósku) og er því laus í sér og honum hættir til að rofna og fljóta eða fjúka burt. Gróðurþekjan bindur hann og þar sem hún rofnar er voðinn vís. Það gerist einmitt í götum sem fólk og fénaður myndar með traðki sínu. Í halla leitar vatn í slóðirnar og skolar burt jarðvegi þannig að göturnar dýpka og breytast í vatnsfarvegi. Þannig götur verða illfærar göngufólki, svo það myndar nýja slóð við hliðina. Oftar en ekki kemst vatn einnig í nýju götuna og grefur hana líka niður og í þurru veðri tekur vindurinn við. Þannig myndast ljót rofsár eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. Hvað er til ráða? Birkið er duglegt að sá sér Við gengum m.a. margumrædda Almenninga, sem styr stendur um hvort skuli beita. Við sáum þar tilsýndar nokkrar lambær á beit á nýsánu og ábornu grasi. Þarna hefur verið sáð í og borið á stór gróðursnauð holt og hæðir og myndast þar grashýjungur sem féð sækir í. Hér verður ekki tekin afstaða til hvort beit þessi sé réttlætanleg, en þar hlýtur að skipta máli hvort bændurnir fjármagna sjálfir uppgræðsluna eða hvort hún er kostuð af almannafé. Einnig skiptir máli hve mörgu fé er beitt þarna, í hve margar vikur að sumrinu og í hve miklum mæli það leggst á birkinýgræðinginn. Birki sáir sér sjálft í þann gisna svörð sem uppgræðslan myndar og það gladdi okkur að sjá í hve ríkum mæli birki nemur land um allt þetta stóra svæði, einkum á svonefndri Kápu nálægt Hamraskógum og Þórsmörk. Þarna þarf tvennt til: gríðaröflugan birkifræbanka í Þórsmörk og að yfirborð auðnarinnar sé bundið með gisnu grasi, en ef það verður of þétt nær birkifræið ekki að spíra. Einnig var þarna talsvert af víði og dálítið af eini. Flestar trjáplönturnar voru smáar en vöxtulegar hríslur innan um. Það var flott að sjá þetta stóra svæði vera hægt og bítandi að breytast í kjarrlendi, en þegar ég fór þarna síðast fyrir 20 árum man ég ekki eftir að hafa séð trjáplöntur. Erlendir sjálfboðaliðar Í Þórsmörk kynnti ég mér starf erlendra sjálfboðaliða við að stöðva jarðvegsrof á gönguleiðum og jafnframt að gera stígana þægilegri og öruggari fyrir göngufólk. Frumkvöðullinn og verkstjórinn heitir Chas Goeaman. Hann er breskur og lærði til verka hjá bresku sjálfboðaliðasamtökunum BTCV sem starfað hafa frá því upp úr Hin íslensku Sjálfboðaliðasamtök um náttúruvernd (Sjá) sem starfað Yfirlit um framleiðslu og sölu ýmissa búvara í júlí 2013 BRÁÐABIRGÐATÖLUR JANÚAR Breyting frá fyrra tímabili, % Hlutdeild % júlí 2013 maí ágúst Framleiðsla 2013 júl júlí 2013 júlí mán. 12 mán. m.v. 12 mán. Alifuglakjöt ,4 1,6 3,5 26,7% Hrossakjöt ,2-37,9 22,1 4,9% Nautakjöt ,4 5,1 3,7 14,3% Kindakjöt ,0-100,0 3,2 33,5% Svínakjöt ,6 12,5 4,1 20,6% Samtals kjöt ,1 4,3 4,3 Sala innanlands Alifuglakjöt ,8-0,7 5,1 31,9% Hrossakjöt ,2 21,5 7,7 2,4% Nautakjöt ,4 8,8 4,0 17,1% Kindakjöt * ,3-11,3-0,3 25,9% Svínakjöt ,6 0,0-0,6 22,6% Samtals kjöt ,0-1,2 2,2 * Sala á kindakjöti pr. mánuð er sala frá afurðastöðvum til kjötvinnsla og verslana. Þessi brekka á Almenningum er hluti af Laugaveginum. Hér rennur vatn eftir götunni. Hún hefur verið færð til en vatnið eyðileggur nýju slóðina. Mynd / Ragnheiður Elísabet Jónsdóttir Víða á Almenningum er trjágróður að sækja í sig veðrið. Í bakgrunni er Einhyrningur, handan Markarfljóts. Mynd / Ragnheiður Elísabet Jónsdóttir Lagfærður stígur í brekku nálægt Sönghelli í Húsadal. Uppfylling í djúpum vatnsfarvegi sem myndast hefur þegar vatn rann eftir göngustíg. Mynd / ÞÖ hafa frá 1986 eru sprottin úr þeim sama breska jarðvegi. Tilgangurinn er að vernda náttúruna og gera hana jafnframt aðgengilegri og auðskiljanlegri fólki. Einnig að gefa sjálfboðaliðunum jákvæða náttúruupplifun og samveru. Við vorum þarna nokkur frá íslensku samtökunum í fáeina daga að aðstoða þessa góðu gesti okkar og einkum þó að kynna okkur starf þeirra og læra af þeim. Chas kom upphaflega til Íslands sem sjálfboðaliði en starfaði síðan hjá Umhverfisstofnun í áratug við það að skipuleggja og stýra vinnu erlendra sjálfboðaliða að náttúruvernd í þjóðgörðum og friðlöndum í umsjón stofnunarinnar. Hann hætti þar fyrir tveimur árum og fór að vinna að nýju verkefni í Þórsmörk á vegum Skógræktar ríkisins sem hefur umsjón með svæðinu. Einnig koma þar við sögu Vinir Þórsmerkur með fjárstyrk frá Framkvæmdasjóði ferðamannastaða og fleirum, og margs konar aðstoð ferðaþjónustuaðila í Þórsmörk. Chas er í Þórsmörk í allt sumar með u.þ.b. 20 sjálfboðaliða og dvelur hver þeirra allt frá tveimur og upp í sex vikur. Um er um að ræða ungt og öflugt fólk, flest rúmlega tvítugt, margt við háskólanám eða nýútskrifað. Þau sækjast eftir að koma og kosta ferðir sínar sjálf. Þau búa í tjöldum í Langadal og Innflutt kjöt Árið 2013 Árið 2012 Tímabil janúar - júní Alifuglakjöt Nautakjöt Svínakjöt Aðrar kjötvörur af áðurtöldu Samtals Framleiðsla og sala búvara í júlí Framleiðsla kjöts var 11,1% meiri í júlí en í sama mánuði í fyrra. Er það einkum svína- og alifuglakjötsframleiðsla sem stendur að baki þeirri aukningu. Síðastliðna 12 mánuði nam framleiðsluaukning 4,3% og má einkum rekja til mikillar slátrunar hrossa síðastliðið haust. Sala á kjöti var 11% meiri í júlí en í sama mánuði í fyrra eða rösklega 172 tonn af kjöti og er aukning í öllum kjöttegundum, þó minnst í kindakjöti 3,3%. Síðastliðna 12 mánuði hefur kjötsala aukist um 2,2%. /EB Mynd / Þorvaldur Örn Búið að leggja vatnsrásir (dren) í göngustíg. Kemur í veg fyrir að vatn renni eftir stígnum. Mynd / ÞÖ matbúa við frumstæðar aðstæður sitt eigið fæði en fá skaffað hráefni. Þau eru flest borgarbörn og öðlast þarna sérstaka lífsreynslu í mjög nánum tengslum við íslenska náttúru. Það ríkti þægilegur samhjálparandi í hópnum og vinnugleði. Vinnubrögðin voru öguð og fumlaus. Chas lagði línurnar og hafði sem flokkstjóra fólk sem hafði öðlast reynslu af svona störfum. Allt þeirra starf beindist að gönguleiðum enda kallast verkefnið Thórsmörk Trail Volunteers, með eigin vefsíðu. Allt unnið með handverkfærum Reynt er að láta það sem gert er vera lítið áberandi og stígana það aðlaðandi og þægilega að göngufólk noti þá frekar en að ganga utan þeirra. Að mestu leyti er notað efni af staðnum. T.d. grisjaði Skógræktin skógarlundi í Þórsmörk til að fá trjávið og greinar til að hefta jarðvegsrof og byggja þrep í stígana. Grasrót og jarðvegur sem taka þarf úr stíg er notað í að fylla upp í farveg sem vatn hefur grafið. Allt er unnið með handverkfærum og vandað til verka. Víða á fjölförnum stígum eru leifar af þrepum sem ekki hafa staðist álagið og gera lítið gagn, jafnvel ógagn. Á leiðinni af Fimmvörðuhálsi niður á Goðaland sáum við mörg ónýt þrep sem fólk virðist hafa byggt af góðum hug en vanþekkingu. Þar bregst gjarnan að reikna með rofmætti rennandi vatns og að stýra vatnsrennsli þannig að það skemmi ekki stíginn og valdi jarðvegseyðingu. Chas og hans fólk kann skil á þessu. Þeirra fyrsta verk á hverjum stað er gjarnan að dreifa vatnsrennsli þannig að það nái ekki að safnast í nógu öflugan straum til að hrífa með sér jarðveginn úr stígunum. Þetta er gert með sérstökum vatnsrásum (dren) og er vandi að staðsetja þau og byggja rétt. Oftast er notað til þess grjót en stundum viður. Stundum þarf að færa götuna til að hægt sé að tjónka við vatnið. Þessir ungu erlendu gestir okkar eiga skilið hól og heiður fyrir það sem þeir gera. Við Íslendingar eigum að læra af þeim og virkja og mennta íslensk ungmenni til slíkra verka. Við í Sjálfboðaliðasamtökum um náttúruvernd (Sjá) vinnum að því og skipuleggjum styttri ferðir og afmarkaðri verkefni fyrir Íslendinga. Okkur hefur hin síðari ár ekki gengið sem skyldi að ná til unga fólksins. Á því viljum við ráða bót og þiggjum alla aðstoð við það. Þorvaldur Örn Árnason, líffræðingur og formaður Sjálfboðaliðasamtaka um náttúruvernd (Sjá).

31 Bændablaðið Fimmtudagur 22. ágúst Húsflugan Stóra húsfluga (Musca domestica) er hvimleiður gestur í híbýlum manna. Í gripahúsum getur húsflugan orðið að mikilli óværu, borið smit, truflað dýrin og óhreinkað umhverfið. Húsflugan sækir sérstaklega í augu gripanna, í opin sár og á spena. Rannsóknir sýna að kýr mjólka meira og gripir vaxa hraðar í húsum þar sem flugum er haldið í skefjum. Sömuleiðis getur flugnaplága haft áhrif á mjólkurgæði. Lífshættir fullorðinna húsflugna Fullorðnar flugur eru aðallega á ferð á daginn en þá matast þær og æxlast. Á nóttunni hvílast flugurnar, þó laðast þær að lýsingu. Fullorðnu flugurnar sækja í sykur og ýmiss konar fljótandi fæðu. Flugurnar geta borið með sér óþrifnað og sýkla, t.d salmonellu. Við verðum lítið vör við flugurnar frá nóvember og fram í mars. Húsflugur geta lifað af veturinn sem lirfur bæði innandyra og í útihúsum. Þegar kólnar á haustin og rakastigið hækkar í gripahúsunum kemur iðulega upp myglusjúkdómur í flugunum og þær drepast. Þá er oft hægt að sjá dauðar flugur sem hafa sogið sig fastar með sogrananum sitjandi á veggjum og stoðum með lappirnar út til hliðanna. Hvernig er hægt að halda flugunum í skefjum? Nauðsynlegt er að þekkja lífsferil húsflugunnar. Hvernig á að halda flugunni niðri? Lirfurnar geta lifa á margs konar úrgangi og þrífast ágætlega í skít vel fóðraðra dýra, fóðurafgöngum og mjólkurslettum. Forvarnir og varnir Bestu og mikilvægustu forvarnirnar gegn flugnaplágu eru rétt meðferð Á daginn sjáum við flugurnar sitjandi á dýrunum, á veggjum, milligerðum, nálægt fóðrinu og í skítnum/hálminum. Einnig er töluvert af flugum utandyra. Ef þið sjáið 15 flugur þá er líklegt að aðrar 85 séu að þroskast í varpstöðvunum! húsdýraáburðar og góð umgengni og þrif. Aðrar útrýmingaraðferðir eru aðeins þessu til viðbótar. Varpstaðir og klak Flugurnar velja varpstaði sem eru hæfilega hlýir og rakir, með nægu æti fyrir lirfurnar og þar sem hættan á raski er lítil. Kálfastíur eru kjörlendi enda oft hægt að sjá lirfumor meðfram veggjum þegar mokað er út úr stíunum að sumarlagi. Sömuleiðis verpir flugan við veggi í kyrrstæðum haugkjöllurum og í jöðrum safnhauga. Hægt er að spilla klakinu með því að að moka oft út og bera ríflega af þurrkandi undirburðarefnum undir gripina, gæta þess vel að bera mikið meðfram veggjunum og annars staðar þar sem flugurnar geta verpt. Ýmis viðurkennd þurrkandi undirburðarefni eru hér á markaði; þau eru yfirleitt virk gegn sýklum, vírusum, myglusveppum og sníkjudýrum. Lífrænar varnir ganga út á að nýta sér náttúrulega óvini húsflugunnar. Vilja rýmka sænskar dýravelferðarkörfur Á vordögum héldu sænskir svínabændur aðalfund sinn. Í fimmta tölublaði norska fagtímaritsins Svin er fjallað um fundinn og sagt frá umræðum um breytingar á reglum um dýravelferð á svínabúum. Sænskir svínabændur hafa farið af stað með verkefni sem snýr að því að rýmka sænskar dýravelferðarkörfur í því skyni að efla samkeppnishæfni svínakjötsframleiðslunnar í Svíþjóð. Strangar reglur um velferð dýra og aðbúnað þeirra í Svíþjóð hafa dregið úr samkeppnishæfni innlendra framleiðenda. Innlend svínakjötsframleiðsla þarf að takast á við samkeppni við afurðir frá öðrum löndum sem framleiddar eru við mun rýmra regluverk. Það eru meðal annars þeir Gunnar Johannsson hjá Dýraheilbrigðiseftirlitinu og Mattias Espert, varaformaður í samtökum sænskra svínabænda, sem stýra verkefninu. Óíkir faghópar, þar á meðal sænsku bændasamtökin, ræða nú um hvaða möguleikar séu til breytinga sem ekki brjóta gegn reglum um dýravelferð. Verkefnið hefur farið vel af stað og fram til þessa hefur umræðan verið jákvæð og uppbyggileg. Frá aldamótum hefur framleiðsla á svínakjöti í Svíþjóð dregist saman um 20% en alls voru aldar um 2,5 milljónir sláturgrísa í Svíþjóð árið Á sama tíma segjast sænskir svínabændur þurfa að vinna eftir heimsins ströngustu kröfum um dýravelferð. Einnig segjast þeir nota minnst af fúkkalyfjum, samhliða því sem þeir tapa markaðshlutdeild. Við sjáum aðeins fullorðnu flugurnar, en þær eru ekki nema um 15% af stofninum sem er til staðar. Mynd / Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir Meðal þeirra tillagna sem nú er rætt um er lækkun á fráfærualdri og hvort slík lækkun geti orðið án þess að það gangi gegn dýravelferð. Þar skiptir þungi grísanna við fráfærur miklu en markmiðið er að sem flestir fráfærugrísir lifi af. Einnig hefur verið rætt um búnað í gotstíum og útfærslu á innréttingum fyrir gyltur á fengitíma. Markmið um vaxtarhraða í sláturgrísastíum hafa gengið eftir og það sama má segja um þær kröfur að ekki megi vera fleiri en 400 grísir í hverri deild svínabúa. Sænsk ráðgjafaþjónusta mun nú leggja sérstaka áherslu á þessa efnisþætti á komandi vetri. Allt regluverk fyrir velferð dýra verður skoðað, auk þess sem lagt verður sérstakt mat á kostnaðarþáttinn. Slíkar rannsóknir eru gerðar að Á nóttunni sitja flugurnar ekki á dýrunum, þær leita efst á stoðir og upp í loft. Þegar heitt er í veðri leita þær út á skjólgóða staði, sitja yfirleitt nokkuð frá jörðu en fara yfirleitt ekki hærra en fimm metra.. Kosturinn við lífrænar varnir er sá að engin eiturefni eru notuð og flugurnar mynda því ekki ónæmi eins og getur gerst við notkun eiturefna. Ránflugur: Ránflugur laðast hvorki að mönnum né dýrum og valda því ekki óþægindum eins og húsflugurnar. Ránflugurnar verpa á yfirborð mykjunnar, lirfurnar éta svo lirfur húsflugunnar sem klekjast á sama stað. Danir telja hins vegar að ránflugurnar nái aðeins að fjölga sér og nýtast sem forvörn við sérstakar aðstæður í svínabúum. Sníkjugeitungar: Sníkjugeitungar forðast menn og skepnur, halda sig helst í hálminum þannig að lítið fer fyrir þeim. Sníkjugeitungum líður best þar sem dýrin eru á hálmbeði og sjaldan mokað út. Geitungurinn stingur gat á húsflugupúpuna og verpir inn í hana, þannig að í stað húsflugu kemur sníkjugeitungur úr púpunni. Sníkjugeitungar geta þannig allt að helmingað húsflugustofninn. Gildrur Flestir þekkja límgildrur, bæði blöð og bönd sem flugurnar límast fastar kröfu landbúnaðaryfirvalda sem er forsenda þess að hægt verði að taka niðurstöðurnar til frekari skoðunar. Því má gera ráð fyrir að verkið taki lengri tíma en svo að nýjar reglur geti tekið gildi fyrir haustið Reikna með samdrætti í sænskri svínarækt Á fundinum sagðist framkvæmdastjóri Samtaka sænskra svínabænda, Margareta Åberg, reikna með 3-5% samdrætti í sænskri svínarækt í ár. Verðið á svínakjötsmarkaði er þrátt fyrir það heldur betra í dag en fyrir einu til tveimur árum en kostnaður við framleiðsluna hefur aukist á sama tíma. Gert er ráð fyrir að svínakjötsframleiðsla í Evrópusambandinu dragist líka Allar gildrur skulu staðsettar nálægt helstu klakstöðvunum, þannig veiðist mest af nýklöktum flugum og flugum á leið í varp. við. Mikilvægt er að staðsetja límgildrurnar rétt, á björtum og hlýjum stöðum þar sem önnur dýr ná ekki til. Ljósgildrur (flugnaljós) eru sömuleiðis vel þekktar, þá laðast flugurnar að útfjólubláu ljósi og drepast í neti úr háspennurafþráðum. Þessar gildrur geta fækkað flugum en ráða ekki einar við að halda niðri flugnagerinu. Ljósgildrurnar duga þó ágætlega til að fækka flugum utan flugnatímans. Forðist notkun úðaeiturs (úðabrúsa) Eitrun Virkasta eitrunaraðferðin er að eitra fyrir lirfunum með sérhæfðum lirfueiturefnum (larvicides). Aðrar eitrunaraðferðir eru t.d. flugnaeitur sem smurt er á veggi (eða spjöld), sérstök flugnaeiturspjöld, úðabrúsar með flugnaeitri og sérhæfð úðunarefni. Eitrun dugar þó aðeins samhliða öðrum aðgerðum. Mikilvægt er að nota aðeins eiturefni sem viðurkennd eru til nota í gripahúsum, sérstaka aðgát skal hafa í fjósum, mjólkurhúsum og hjá varphænum. Geta skal heimildar ef vitnað er í greinina. Höf. Katrín H. Andrésdóttir, fyrrv. héraðsdýralæknir. saman í ár, eða um 2-3%. Jafnframt ræddi Åberg um strangar reglur um dýravelferð í Evrópusambandinu og kröfur um lausagöngu fyrir gyltur í geldstöðu frá 1. janúar síðastliðnum. Enn eiga mörg lönd innan ESB eftir að innleiða þessar reglur. Þá nefndi Åberg að bannað sé að klippa hala á grísum en 98% af svínabændum geri það enn. Hvað varðar kröfur um undirburð í svínastíum, t.d. hálm, er það mjög ólíkt í framkvæmd innan einstakra landa Evrópusambandsins. LFR, sænsku bændasamtökin, hafa skrifað bréf til sænskra yfirvalda þess efnis að ólöglega framleitt svínakjöt flæði nú inn á sænska markaðinn, segir í frásögn fagtímaritsins Svin frá aðalfundi sænskra svínabænda. Þýtt og staðfært úr Svin.

32 32 Bændablaðið Fimmtudagur 22. ágúst 2013 Vélabásinn VW Polo með mjög góða skriðvörn Hjörtur L. Jónssonson Volkswagen Polo hefur verið vinsæll smábíll til margra ára, sérstaklega hjá yngri kynslóðinni. Fyrir skemmstu prufuók ég einum slíkum með því hugarfari að þessi bíll væri heilsársbíll jafnt fyrir malbik sem malarakstur. Nánast hljóðlaus vél Verð á prufubíl Vél 1,4 MPI, bensín 85 hestöfl Lengd mm Breidd: mm Hæð mm Verðbil á Polo 2,4-4,3 millj. Polo bíllinn sem ég ók var með 1,4 MPI bensínvél, sjálskiptur með sjö þrepa sjálfskiptingu og á að skila 85 hestöflum. Bílinn virkar frekar lítill þegar horft er á hann og ég gaf mér að hann væri þröngur að innan. Þar hafði ég rangt fyrir mér því að þegar inn í bílinn var komið var fótapláss mjög gott, axlarpláss mikið og farangursrými glettilega stórt. Það eina sem truflaði mig var ökumannssætið sem ég var ekki sáttur við. Ég fékk raunar þrjá menn til að prufa sætið sem allir voru sáttir við það en einhverra hluta vegna fann ég mig ekki í sætinu. Strax og ég setti bílinn í gang furðaði ég mig á því hversu hljóðlát vélin var. Við fyrsta stopp hélt ég að bíllinn væri útbúinn eins og margir nútímabílar sem drepa á vélinni þegar stoppað er. Pólóinn var í gangi og það heyrðist einfaldlega svona lítið í vélinni í hægagangi. Volkswagen Polo leynir á sér og er stærri að innan en utan! Frábær miðstöð Þegar lagt er af stað er bíllinn frekar þungur fyrstu bíllengdina ef ekið er í D, en ef gírstöngin er sett alla leið niður í S þá er hann mun sprækari. Sjö þrepa skiptingin er mjög þýð og finnur maður varla þegar bíllinn skiptir sér upp og niður. Fáum bílum hef ég ekið þar sem miðstöðin er eins fljót að hitna og byrja að blása heitu. Það tók ekki nema á bilinu Myndir / HLJ metra akstur að bíllinn næði fullum hita sem kemur sér vel á köldum vetrarmorgnum rúmsentimetra bensínvélin skilar ágætis hröðun úr kyrrstöðu og þegar gefið er í út úr beygjum. Bakkskynjararnir virka vel á allt sem er ofar frá jörðu en 15 cm. Ég bakkaði að innkaupakörfu sem skynjarinn nam vel en kantstein, sem var innan við 15 cm hár, nam skynjarinn ekki. Á möl heyrist lítið malarhljóð undir miðjum bílnum, Hliðarspeglarnir mættu vera stærri. Ólíkt mörgum nýjum bílum í dag þá kemur Polo með stóru varadekki. en töluvert malarhljóð þegar grjótið lemst í sílsana. Skriðvörnin virkar vel í lausamöl Skriðvörnin virkar mjög vel á möl og sérstaklega þegar farið er niður brekku (hef oft fundið fyrir mismun á skriðvörnum í öðrum bílum sérstaklega niður brekkur í möl og hálku, helst á stuttum bílum sem eru léttir að aftan). Um leið og bíllinn byrjar að missa grip á afturhjólum í lausamöl hægir Polo á vélinni og bremsar sjálfur lítillega til að fá sem fyrst grip fyrir afturhjólin. Hefði viljað prófa þennan bíl í hálku til að fá samanburð á lausamölinni þar sem ég prófaði skriðvörnina. Eyðslugrannur Eyðslan hjá mér var 7,1 lítri á hundraðið (engin langkeyrsla og oft gefið vel í til prófunar á snerpu). Að loknum þessum stutta akstri er ég nokkuð sáttur með bílinn. Bara tvö atriði sem ég fann að sem var sætið og hliðarspeglarnir. Jákvæðu punktarnir eru miklu fleiri, s.s. lágvært vélarhljóð, góð miðstöð, fótarými, baksýnisspegill, eyðsla, lítið malarhljóð, alvöru varadekk. sýnt skotbómulyftaranum frá Dieci mikinn áhuga. Mynd / MÞÞ Búvís með umboð fyrir Dieci Skotbómulyftari sem lyftir upp í 7 metra hæð Við höfum bætt við okkur enn einni rós í hnappagatið og ég hef trú á því að þetta sé það sem koma skal, segir Páll Hjaltalín Árnason sölustjóri hjá Búvís, en fyrirtækið fékk á vormánuðum umboð fyrir Dieci tæki sem m.a. eru mikið notuð í landbúnaði. Hann segir að Dieci bjóði upp á tæki af ýmsu tagi, allt frá litlum sjálfkeyrandi hjólbörum upp í eins tonna skotbómu lyftara. Fyrstu skotbómulyftararnir sem Búvís flytur inn eru nýlega komnir til landsins og segir Páll að bændur og verktakar hafi sýnt tækinu mikinn áhuga. Lyftarinn heitir Dieci Agritech og er í raun fjölnota tæki. Hann er 7,6 tonn, 130 hestöfl og með vario skiptingu og skriðgír. Skráð sem dráttarvél Tækið er skráð sem dráttarvél og er á 40KM drifi. Aftan á lyftaranum er 4 tonna þrítengi og aflúrtak. Einnig skemmir ekki að sögn Páls að hann lyftir 3,5 tonnum upp í 7 metra hæð. Þessi útfærsla er mjög vinsæl víða í Evrópu og er ein vinsælasta vélin frá Dieci. Þetta tæki hefur staðið úti á hlaði hjá okkur í Búvís undanfarna daga og vakið mikla athygli, segir Páll. Dieci er 50 ára fyrirtæki Dieci er ítalskt fyrirtæki og hefur verið starfandi frá árinu 1963 eða í hálfa öld. Lengst af framleiddi fyrirtækið steypuhrærivélar og önnur smærri tæki. Fyrsti skotbómulyftarinn frá fyrirtækinu leit dagsins ljós árið 1983, sá fyrsti sinnar tegundar í Evrópu. Upp frá því hefur Dieci framleitt og selt fjöldann allan af slíkum lyfturum. Búvís er til húsa við Grímseyjargötu á Akureyri en fyrirtækið hóf starfsemi í Sveinungsvík. Það sérhæfir sig í sölu og þjónustu búvéla og rekstrarvara til bænda og verktaka. Öryggismál, heilsa bænda og vinnuumhverfi Það þarf að bæta öryggismál í íslenskum landbúnaði Frá síðasta búnaðarþingi hefur verið í undirbúningi að hrinda af stað átaki í öryggismálum og vinnuvernd bænda og umhverfisásýnd landbúnaðarins. Starfshópur tilnefndur af stjórn BÍ er að störfum og er stefnt að því að verkefnið verði komið á fullt skrið með haustinu. Markmiðið verður m.a. að efla vinnuvernd og bæta öryggismál í íslenskum landbúnaði með skipulögðum hætti. Starfshópinn skipa eftirtaldir: Eiríkur Blöndal (BÍ), Gunnhildur Gylfadóttir (BSE), Guðmundur Hallgrímsson (BV), Guðmundur Sigurðsson (BV), Halla Eiríksdóttir (BSA), Sveinn Sigurmundsson (BSSL), Hjörtur Leonard Jónsson (BÍ) og Tjörvi Bjarnason (BÍ). Vinnuverndarlögin, lög nr. 46/1980 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum voru samþykkt árið 1980 en tóku gildi 1. janúar Lögin gilda um vinnustaði í landi, þar með talin landbúnaðarstörf. Breytingar voru síðast gerðar á Vinnuverndarlögunum árið Frá því að þessi lög tóku gildi eiga allir vinnustaðir að gera áhættumat á vinnustaðnum. Þó að lögin séu yfir 30 ára gömul eru margir sem ekki hafa hugmynd um tilvist þeirra og hvað þá að það sé skylda hvers býlis að gera áhættumat. Frá því í nóvember 2012 hefur undirritaður kynnt sér í hjáverkum hvað bændur erlendis eru að gera í öryggis- og vinnuverndarmálum. Lög og reglur eru ólíkar Margt mjög forvitnilegt er að lesa í forvarnarskjölum og slysaskýrslum frá bændasamfélögum (samtökum) í Englandi, Írlandi, Ástralíu og Bandaríkjunum. Sumt virðist fjarstæðukennt og ekki eiga erindi við okkur Íslendinga. Víða eru reglur erlendis bæði undarlegar og næstum ótrúlegar en mun fleira er til eftirbreytni og hægt að læra af. Séu tekin nokkur dæmi úr þessum löndum þá eru áherslur mismunandi. Í flestum Áhrifarík auglýsing sem beint er til írskra bænda. Þar segir: "Ég var heppinn. Ég dó ekki í vinnuslysi eins og 22 írskir bændur í ár." löndum eru forvarnir alfarið kostaðar af ríkisfé og oftast í gegnum heilbrigðisyfirvöld þó undantekningar séu vissulega á því. Bankinn lánar í Ameríku ef þú ferð fyrst á námskeið Í sumum fylkjum Bandaríkjanna taka lánastofnanir virkan þátt í forvörnum. Ef bóndi biður til dæmis um lán til að stækka hlöðuna sína fer hann á kostnað lánveitandans á byggingarnámskeið. Þegar bóndi kemur með prófskírteinið af námskeiðinu í bankann er lánið veitt (sama á við um kaup á nýrri dráttarvél, þá fer bóndi á dráttarvélarnámskeið). Strangar reglur í Ástralíu Í Ástralíu er Vinnueftirlitið meðal annars með vald til að gera tæki upptæk ef þau eru ekki löguð eftir nokkrar ítrekanir. Mjög strangar reglur eru um vinnuvernd í Ástralíu og verði slys er ekki óalgengt að sá sem ber ábyrgð á slysinu fái háa sekt fyrir að sýna ekki næga aðgæslu. Umferðarökutæki verða að vera í lagi og getur eigandi tækis verið sektaður fyrir að framljósin vanti þó að ökutækið hafi bakkað á. England og Írland hafa náð góðum árangri Heilbrigðisyfirvöld kosta að mestu forvarnir á Englandi og Írlandi. Einnig eru félög innan bændasamfélagsins á Bretlandseyjum sem ná vel til sinna manna. Ungir bændur á Englandi stofnuðu fyrir nokkrum árum félagsskap sem heitir Make the promise, come home safe. (Lofaðu að koma heill heim) bændur hafa gengið í þennan félagsskap og á síðasta ári var gerð samanburðarkönnun á hvort sjáanlegur munur væri á slysatíðni félagsmanna og bænda sem stóðu utan við félagið. Niðurstöðurnar komu á óvart því tæplega 30% færri slys urðu hjá félagsmönnum en hinum. Á Írlandi hefur verið unnið mikið í forvörnum gegn vinnuslysum síðan um Gerðir hafa verið einfaldir gátlistar fyrir landbúnað í myndrænu formi með spurningum til að krossa við. Þessir gátlistar hafa verið uppfærðir reglulega og gefið góða raun því best hafa Írar náð tíðninni niður í slys á ári, en fyrir átak voru slys í írskum landbúnaði að jafnaði um á ári. Einnig hafa Írar lagt mikla áherslu á bændur sem eru 65 ára og eldri enda slasaði sá aldurshópur sig oft við vinnu nálægt vinnuvélum og tækjabúnaði. Í Kanada er Öryggisvika bænda Í svokallaðri Öryggisviku bænda í Kanada eru haldnir fyrirlestrar og veitt fræðslu um öryggi og heilsu. Á öryggisvikuna mega allir koma og taka þátt en oftast eru þetta kosnir fulltrúar frá bændasamfélögum (svipað og fulltrúar íslenskra bænda á búnaðarþingi). Á öryggisviku gefst fyrirtækjum kostur á að kynna nýjungar í öryggismálum, öryggisfatnað, námskeið og fleira. /Hjörtur L. Jónsson

33 Bændablaðið Fimmtudagur 22. ágúst Lesendabás Afleiðingar beitarþolsútreikninga Sem betur fer hefur ekkert lát verið á umfjöllun og skrifum um landnýtingu á Almenningum í Bændablaðinu í sumar. Nú síðast finnst aldursforsetanum í beitarfræðum Ingva Þorsteinssyni vegið að sér og starfsfélögum á Rannsóknastofnun landbúnaðarins, RALA, vegna rannsókna þeirra á seinni hluta síðustu aldar. Ingvi ritaði greinina Að gefnu tilefni vegna Almenninga sem birtist í Bændablaðinu 18. júlí sl. Þar telur hann að staðhæfingar undirritaðs um beitarþolstölur RALA hafi verið vanhugsaðar og ófaglegar. Af þessu tilefni er fróðlegt fyrir lesendur Bændablaðsins að fá örlitla innsýn í heim þeirra sem ætlað var að nýta niðurstöður beitarþolsrannsókanna á sínum tíma. Undirritaður hefur oft bent á, m.a. í fyrri greinum í Bændablaðinu, að brautryðjendastarf Ingva Þorsteinssonar og starfsfélaga hans á RALA við gerð gróðurkorta, hafi verið einstakt afrek á sínum tíma. Ingvi telur í grein sinni rannsóknir sínar...vera með víðtækari og gagnmerkari rannsóknum á náttúrufari landsins sem hér hafi verið unnar.... Allt gott um það, en þegar kom að útreikningum á beitarþoli afrétta á grundvelli gróðurkortanna og ýmissa annarra merkra rannsókna í fóðurfræði, blöstu við niðurstöður sem á engan hátt rímuðu við raunverulegt ástand gróðurs og jarðvegs á illa förnum afréttum landsins. Niðurstöður voru oft á tíðum vægast sagt hörmulegar. Beitarþolsrannsóknir, sérstaklega fram undir 1990, gáfu nær alltaf upp beitarþol sem var langtum meira en það fé sem gekk á afréttunum. Einu gilti þó um væri að ræða afrétti sem flestir voru sammála að væru lítt beitarhæfir. Þetta kallaði Ingvi útreiknað beitarþol og síðar var gefið út raunverulegt beitarþol fyrir afrétti. Þær niðurstöður voru engu að síður oft allt of háar fyrir illa farna afrétti og ekki var unnt að nýta þær til vinnu við ítölugerð, þótt það hafi ítrekað verið reynt. Árangurinn varð sá að nánast engin af þeim 14 til 15 ítölum sem gerðar hafa verið á sl. 40 árum hafa skilað nokkurri gróðurvernd eða fært beitina nær sjálfbærri landnýtingu en hún var fyrir. Næst er sá hluti Þórsmerkur sem var að mestu friðaður í 90 ár. Almenningar fjær, friðaðir fyrir beit í 22 ár. Mynd / Hreinn Óskarsson Beitarþolsútreikningar fyrir beitilönd í Skútustaðahreppi árið 1975 Eftirfarandi er dæmi um ofangreint ofmat. Í Skútustaðahreppi var viðurkennt af flestum bændum að þar ríkti mikill uppblástur og gróðureyðing. Beit hófst mjög snemma vors á afréttum og fullorðnu fé var beitt á afrétti fram í desember fram yfir 1985 svo dæmi séu nefnd. Óskað var eftir því að RALA mæti ástand og beitarþol gróðurlenda í hreppnum og skilaði RALA þann 1. september 1975 skýrslunni Gróður og beitarþol í Skútustaðahreppi. Niðurstöður mælinganna um gróðurhlutfall einstakra svæða, umreiknað í algróið land í hekturum voru birtar fyrir allar jarðir í hreppnum, svo og fyrir fimm afréttarsvæði og land sem leigt hafði verið af Bárðdælum. Einnig voru birtar upplýsingar um stærð ræktanlegs lands fyrir hverja jörð, nýtanlegt fóður af óræktuðu landi og beitarþol í fjölda beitardaga. Þarna voru því birtar mjög miklar og ítarlegar upplýsingar fyrir allar jarðirnar og afréttina. Meginniðurstöðurnar voru þessar: Beitarþol heimalanda var metið ærgildi í 150 daga, en ærgildið var reiknað ein á með 1,3 lömbum. Eyjar í Mývatni og Sandvatni voru taldar hafa beitarþol fyrir 63 ærgildi í 150 daga, en afréttirnir og leiguland Bárðdæla beitarþol fyrir ærgildi í 90 daga. Beitarþol gróðurlenda í Skútstaðaafrétti var því talið alls ærgildi, en síðan þurfti að taka tillit til þess að fé í afrétti þurfti einnig beitiland í heimalöndum vor og haust. Samkvæmt Árbók Þingeyinga árið 1975 voru hins vegar aðeins kindur í hreppnum, 148 kýr, nokkur geldneyti og 104 hross. Beitarþolsútreikningar RALA sýndu því að beita mátti a.m.k. þrisvar sinnum fleira fé í hreppnum en var í eigu hreppsbúa. Skýrslan sýndi þó að algróið land á þessum afréttum næmi aðeins um 6-34% af flatarmáli afréttanna, að undanskildum Skútustaðaafrétti. Auðnir og lítt gróið land var því ríkjandi. Lesendur geta því kannski sett sig í spor ítölunefndar við að reikna út ítölu sem leiða ætti til gróðurverndar þegar þessar himinháu tölur lágu fyrir. Hvernig áttum við sem störfuðum að gróðurverndarmálum að sannfæra bændur um að þeir yrðu að stytta verulega beitartíma í afrétti á þessum illa förnum afréttum og grípa til annarra gróðurverndaraðgerða? Beitarþolsútreikningar fyrir beitilönd í Skútustaðahreppi árið 1995 En við gáfumst ekki upp og vitað var að á RALA var unnið að úrbótum á beitarþolsmatinu. Að ósk hlutaðeigandi aðila vann RALA nýja skýrslu árið 1995 sem nefndist Beitarþol í Skútustaðahreppi álitsgerð RALA vegna endurskoðunar ítölu í hreppnum. Margs konar úrbætur komu nú fram í fræðunum. Meðal annars var hugtakið sjálfbær landnýting notað þegar hugtakið um beitarþol var skilgreint og einnig var hugtakið raunverulegt beitarþol kynnt til sögunnar. Í nýju skýrslunni er ennfremur fjallað um ástand lands og um rannsóknir á jarðvegsrofi og skiptingu Skútustaðahrepps eftir rofflokkum. Þar kemur fram að nærri 70% af öllu landi hreppsins er metið í verstu rofflokkunum, þ.e. í 4 og 5. Þessi niðurstaða er langt yfir því meðaltali sem síðar mældist á landinu öllu og staðfesti að mjög rík ástæða var til að koma á ítölu, til að lækka beitarálagið verulega, þar sem samkomulag um önnur úrræði hafði ekki náðst. Í skýrslunni kemur einnig fram skýr og merk krafa um að aðgreina verði gróið land með lítið rof frá rofsvæðunum til þess að afréttarsvæðin teljist beitarhæf. Raunverulegt beitarþol var síðan gefið upp fyrir betur gróin svæði afréttanna og enn voru þær tölur mjög háar og niðurstöður ítölunefndarinnar skiluðu ekki umtalsverðum umbótum í gróðurvernd. Í skýrslunni segir einnig: Án þessarar afmörkunar er ekki hægt að reikna beitarþol fyrir afréttarsvæðin. Það hefði farið betur á því að meirihluti úrskurðar ítölunefndar Almenninga nær 20 árum síðar hefði áttað sig á því að land með miklu jarðvegsrofi hefur ekkert beitarþol og er ekki beitarhæft. Ofmat beitarþols hafði lamandi áhrif á gróðurverndarstarfið Eins og áður segir birti RALA beitarþolstölur fyrir fjölda afrétta á seinni hluta síðustu aldar og yfirleitt voru þær það háar að engin leið var að ná samningum um verulegar úrbætur í beitarmálum, þó oft væri rík ástæða til þess, sérstaklega á eldfjallasvæðunum. Í upphafi ársins 1999 var t.d. birt opinberlega að 20 helstu hálendisafréttir landsins hefðu beitarþol fyrir um ærgildi en þegar betur var að gáð voru þar um ærgildi, en suma þessara afrétta ætti reyndar ekki að nýta til beitar um sinn vegna lélegs ástands þeirra. Þetta ofmat beitarþols kom sér afskaplega illa fyrir allt gróðurverndarstarf á þessum tímum en að endingu afturkallaði RALA allar niðurstöður beitarþolsútreikninga stofnunarinnar árið Andrés Arnalds ritaði merkar greinar í búnaðarblaðið Frey 1994 og 1995 og fleiri vísindamenn hafa margoft bent á, að ákvörðun beitarþols eru afar flókin vísindi og taka verður tillit til miklu fleiri vistfræðilegra þátta en gert var hér áður fyrr. Meirihluti ítölunefndar fyrir Almenninga áttaði sig ekki á þessari staðreynd og byggði úrskurð sinn á gömlu aðferðarfræðinni og fékk því óviðunandi niðurstöðu á beitarþoli fyrir Almenninga. Landgræðslan telur að skýrsla Landbúnaðarháskóla Íslands, Almenningar ástand jarðvegs og gróðurs, frá því í desember 2011, sem fjallar m.a. um beitarþol á Almenningum sé faglega og vel unnin og það mat á beitarþoli sem þar er birt sé raunhæft, það er að Almenningar hafi ekkert beitarþol miðað við núverandi ástand. Sveinn Runólfsson. Höfundur er landgræðslustjóri. Eru kynbótalömb á útsölu? Fyrir rösku ári skrifaði ég í Bændablaðið um líflambasölu og ýmislegt sem henni fylgir. Nú haustar að og samkvæmt upplýsingum frá Matvælastofnun hafa henni borist 400 umsóknir vegna lambakaupa, sem er svipaður fjöldi og undanfarin ár. Engin samstaða eða samráð, svo ég viti, er á milli okkar sem höfum líflambasöluleyfi um verðlagningu, enda kynbótabakgrunnur misjafn, metnaður og sjálfsálit einnig, svo og þörf fyrir verð sem telst sanngjarnt og eðlilegt. Í fyrrnefndri grein gáfum við á þessum bæ út það viðmið að lambhrútur seldur til lífs ætti a.m.k. að þrefalda virði sitt án virðisaukaskatts og gimbur að tvöfalda það verð sem fengist í sláturhúsi. Nú er vitað að líflömb eru seld á slátrunarverði og a.m.k. allt upp í áðurnefnda tvö- og þreföldun, sem við höfum raunar ekki alveg staðið við. Lægra verð færri falleg ærefni í sláturhús. Svo vikið sé að ungviði annarra dýrategunda er verið að selja labradorhunda á þúsund, Hvað ungur nemur, gamall temur. Myndir / Kristbjörg Lóa Árnadóttir rottuhunda ýmiss konar á fleiri hundruð þúsund að ekki sé nú minnst á verðlagninguna í hrossabransanum. Það er stutt síðan að í mín eyru voru nefndar krónur fyrir tveggja vetra hrút til sæðingastöðvarbrúks. Svona eymdartónn í verðlagningu nær auðvitað engri átt. Hefði viðkomandi sagst ætla að greiða áburðarreikninginn það árið, hefði ég e.t.v. farið að hugsa mig um. Í hitteðfyrra olli þurrkbruni lélegum heyfeng. Í fyrra bættist við kal svo 4,5 rúllur fengust að meðaltali af hektara og fækka varð um 14% á fóðrum. Svipað er uppi á teningnum nú með heyfeng. Við féllum ekki Þessi fallegu systkini eru undan hrútnum Skrauta og ánni Brúsku, en smáfrétt um hana og hennar afurðir kom í Bændablaðinu í fyrrahaust þar sem hún heimtist viku seinna en hrútarnir hennar tveir sem voru hvor um sig 72 kíló á fæti. Vonandi heimtist fjölskyldan saman þetta árið. undir reglur Bjargráðasjóðs í fyrra og gerum það enn síður nú, enda virðast þær helst vera sniðnar að því að hvetja bændur til að setja á guð og gaddinn. Af þessu leiðir, hvað sem aðrir gera, að við höfum ekki lengur skap til að selja okkar lömb á útsöluprísum. Í apríl í vor var, aldrei þessu vant, fært hingað á rútu með borgfirska fjárbændur innanborðs til að skoða hálftóm fjárhús. Af því tilefni tók ég saman nokkrar skjalfestar staðreyndir um fjárræktarlega fortíð. Þá kom á daginn að Skjaldfannarhjörðin hefur í meira en aldarfjórðung langoftast verið í efsta sæti eða því næsta í kjöti eftir vetrarfóðraða kind og aldrei á þessu tímabili farið neðar en í fimmta sæti. Þetta er stöðugleiki sem ég held að sé einsdæmi. Lambgimbrar hafa mest skilað 25,4 kg hver og í vor áttu þær allar lömb sem fóru á fjall, frísk og framfaramikil. Aðrar staðreyndir um hjörðina er auðvelt að kynna sér á vef Bændasamtakanna og er sá grunnur sem við byggjum okkar verðhugmyndir á. Samkvæmt upplýsingum frá Ráðunautaþjónustu Húnaþings og Stranda á dilkur með 22 kg fallþunga, sem er venjulegur þungi hér undanfarin haust, ásamt uppgjörstölum búsins varðandi gerð og fitu og með gæðastýringarálagi, geymslugjaldi og 9% verðhækkun sláturhúss, að leggja sig á réttar krónur. Þetta bið ég þá sem pantað hafa hér lömb að hafa í huga og láta vita sem fyrst um allar breytingar. Enn er nóg svigrúm til pantana á gimbrum en hæpnara með hástigaða hrúta. Að lokum hvet ég stéttarbræður í líflambasölu til aukins metnaðar fyrir hönd sinna hjarða og áratuga ræktunarstarfs og að þeir láti það koma fram í verðlagningu. Indriði Aðalsteinsson, Skjaldfönn.

34 34 Bændablaðið Fimmtudagur 22. ágúst 2013 Líf og lyst BÆRINN OKKAR Jón Elvar Hjörleifsson og Finnur Aðalbjörnson tóku við búskap á Ytra-Laugalandi árið Grettir Hjörleifsson tekur við að Finni Árið 2000 keyptu þeir bræður Hrafnagil, ásamt Ívari Ragnarssyni, og sameinuðu við Ytra-Laugaland og svo Brúnir ári seinna. Ívar hætti svo árið 2004 og Grettir Sama haust það ár flutti Berglind norður frá heimahögum sínum, Þverlæk í Holtum. Hrafnagil Býli? Hrafnagil. Staðsett í sveit? Eyjafjarðarsveit, 12 km sunnan við Akureyri. Ábúendur? Berglind Kristinsdóttir og Jón Elvar Hjörleifsson. Fjölskyldustærð (og gæludýr)? Eigum fjórar dætur, Svölu Huld (9), Heiðrúnu (5), Freyju (3) og Iðunni (2). Eigum líka snillinginn hana Töru og nokkrar læður og kettlinga ef einhvern vantar mannelskar veiðiklær. Stærð jarðar? Hrafnagil er 690 ha, Ytra-Laugaland er u.þ.b. 250 ha og Brúnir nærri 200 ha, leigjum líka 70 ha hér í sveitinni. Gerð bús? Aðallega nautgriparækt, einnig ferðaþjónusta, hrossarækt og túnþökusala. Fjöldi búfjár og tegundir? 360 nautgripir, fá en góð hross, 30 mislitar ær, 15 verpandi hænur og 3 tilgangslausar ullarkanínur. Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Förum í fjósið þegar við vöknum og áður en við förum að sofa. Annars mjög fjölbreytt og oftast mikið að gera, engir tveir dagar eins. Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Leiðinlegast er að eiga við bankana og bókhaldið en skemmtilegast er að taka á móti ungviðinu og keyra heim rúllum. Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Verðum búin að virkja Reykána, verðum búin að rækta 50 ha í viðbót á Hrafnagili, komin með róbótavænni kýr og styttri skuldahala. Notum meira verktaka eins og Gretti bróður og Mána sem rúlla öllu upp. Hvaða skoðun hafið þið á félagsmálum bænda? Höfum varla haft tíma til að hugsa um það síðustu ár eins og kannski margir bændur, en kjarabarátta bænda er ekki betri en svo að kók á flösku er dýrara en mjólk! Það er ekki eðlilegt, kannski er það markaðssetningin? Þessi verðlagsnefnd okkar er alveg út úr kú og réttast væri að gefa öllum nýjar reiknivélar til að byrja með. Vantar ákveðnari menn í okkar forustu eins og t.d. Snorri Sigurðsson var hjá LK á sínum tíma. Hann var með sólgleraugun í sjónvarpsviðtölum að rífa kjaft og hamraði á okkar málum, var áberandi og hreyfði við hlutunum en við erum ekki að segja að þar sé ekki unnið gott starf í dag, þetta er erfitt allt saman en okkar menn þurfa að vera miklu meira áberandi og fastari á sínu og bændur allir að þora að segja sínar skoðanir annarsstaðar en við eldhúsborðið. Hvernig mun íslenskum landbúnaði vegna í fram tíðinni? Það er allt undir bönkum landsins komið og hvernig stjórnmálin taka á skipulagi landnýtingar, og kynslóðaskiptum í búskap sem er nánast ógjörningur í dag. Þetta er áhyggjuefni. Hvar er gamla lánadeild landbúnaðarins? Það mættu fleiri aðilar styðja sína heimabyggð eins og KS í Skagafirði í stað þess að hafa einhverja miðstýringu frá Reykjavík þar sem oft er lítill skilningur á málefnum landsbyggðarinnar. Sorglegt hvernig til dæmis KEA fór á sínum tíma. Og aldrei ESB, það má ekki gerast. Hvar teljið þið helstu tækifærin í útflutningi íslenskra búvara? Það mætti skoða af meiri þunga framleiðslu og markaðssetningu á okkar hreinu búvörum svo sem eins og grænmeti, hér er nóg af vatni og grænni orku! Eins er smjörið til dæmis eitthvað sem væri hagstætt að flytja út. En kannski er best að halda áfram að flytja inn túristana til landsins til að grænka grasið okkar. Hvað er alltaf til í ísskápnum? Smjör, KS súrmjólk, ostar, grænmeti, egg, mjólkurfatan og reyktur silungur. Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Lambakótilettur með sveppaostasósu og kartöflum, einnig bakaður lax eða þykkir og sveittir heimalagaðir hamborgarar. Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Þau eru alltof mörg til að velja eitthvað eitt en það sem kemur fyrst upp í hugann er þegar hryssan Sara frá Víðinesi II vann fyrstu verðlaun (8,29) á LM 2008, en hún er ættuð héðan af gamla Hrafnagilskyninu. Eða þegar kýrnar Sérviska og Unnur fóru yfir 50 kg í dagsnyt. Einnig þegar við tókum hringekjuna í gagnið í janúar 2006 og svo seinna róbótana í febrúar á þessu ári. Skondnast til að setja á prent væri þegar við lentum um árið í því að Hranastaðakýrnar sluppu saman við okkar og við tókum ekkert eftir því fyrr en Ásta bóndi hringdi í okkur. MATARKRÓKURINN FLATKÖKUBAKSTUR Á HVOLSVELLI Flatkökurnar hennar ömmu Ragnheiðar Nú nálgast sú tíð að bændur fara í göngur og réttir. Þá er ekki amalegt að eiga í hnakktöskunni nokkrar flatkökusneiðar og auðvitað með hangikjöti. Flatkökubakstur er mikil list og þá skiptir máli að kunna til verka. Birna Sigurðardóttir, húsfreyja og kennari á Hvolsvelli, kallaði á ömmu sína á dögunum og bauð henni í heimsókn. Tilgangurinn var að baka helling af flatkökum og kenna yngri kynslóðinni handtökin. Amman heitir Ragnheiður Klemensdóttir er fædd og uppalin á syðsta bæ landsins, Görðum í Mýrdal þann 30. janúar 1923 og er því 90 ára. Hún hefur búið í Ytri-Skógum með dóttur sinni og fjölskyldu frá Ragnheiður stundaði vinnu í Skógum; mötuneyti Skógaskóla og eldhúsinu á Hótel Eddu. Dvaldi oft á Fit hjá hinni dóttur sinni í fríum. Birna sagði að sig hefði lengi langað til að læra handtökin við flatkökugerðina almennilega. Ég fékk ömmu í heimsókn til að kenna mér þetta og krökkunum mínum. Þegar ég bað ömmu um uppskriftina benti hún bara á kollinn á sér og tautaði: Hún er nú bara hér! 80 flatkökur 2 kg hveiti 600 g rúgmjöl 2 tsk salt 2 ltr. sjóðandi vatn, sett út í smám saman Myndir / Birna Sigurðardóttir Aðferð: Hvaða mél svo sem er notað þá er lykilatriðið fólgið í vatninu og aðferðinni við að hræra. Vatnið verður að vera sjóðandi heitt. Þurrefni eru sett í skál og mynduð hola/skál í miðju þess þar sem sjóðandi heitu vatninu er hellt út í og smám saman hveiti barmarnir hrærðir saman við. Hnoða með höndunum (í hönskum því deigið er svo heitt) í lokin og rúlla í þykkar lengjur. Gott að geyma það deig sem ekki er verið að vinna strax í plastpoka svo það harðni ekki. Deigið á að vera vel mjúkt. Lengjan skorin í bita og þeir mótaðir í klatta. Flatt út (passa þarf að hafa vel af hveiti á borðinu). Gott að nota potthlemm með beittri brún til að skera út flatkökurnar. Baka á vel heitri plötu. Að sögn skyldmenna Ragnheiðar hefur hún alla tíð verið forkur til allrar vinnu. Flatkökurnar, kleinurnar og pönnsurnar sem hún hefur galdrað fram í gegnum tíðina eru óteljandi.

35 Bændablaðið Fimmtudagur 22. ágúst FÓLKIÐ SEM ERFIR LANDIÐ Búin að fara til Vestmanna eyja, labba á Esjuna og fara á Neistaflug Útsaumsefni og -garn Ólína Stefánsdóttir býr í Hlíð unum í Reykjavík, hlustar á Blondie og horfir á Harry Potter. Fyrsta minningin er úr brúðkaupi foreldranna. Nafn: Ólína Stefánsdóttir. Aldur: 8 ára. Stjörnumerki: Naut. Búseta: Hlíðarnar í Reykjavík. Skóli: Hlíðaskóli. Hvað finnst þér skemmtilegast í skólanum? Tónmennt. Hvert er uppáhaldsdýrið þitt? Köttur. Uppáhaldsmatur: Tortillur. Uppáhaldshljómsveit: Blondie. Uppáhaldskvikmynd: Harry Potter. Fyrsta minningin þín? Brúðkaup foreldra minna. Æfir þú íþróttir eða spilarðu á hljóðfæri? Nei, en ég er í myndlistarskóla. Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Kennari. Hvað er það klikkaðasta sem þú hefur gert? Að sprauta köldu vatni á vini mína með garðslöngu. Hvað er það leiðinlegasta sem þú hefur gert? Vera veik. Ertu búin, eða ætlarðu að gera eitthvað sérstakt í sumar? Ég er búin að fara til Vestmannaeyja, labba á Esjuna og fara á Neistaflug. Amma mús handavinnuhús Kemur næst út 5. september PRJÓNAHORNIÐ Glysgjörn Skriðdæla Stærð: XS =11-12 ára, (S=13-14 ára) Yfirvídd: 80 (86) cm Sídd á bol, undir handvegi: 49 (55) cm Efni Tvöfaldur svartur plötulopi nr 59-5, (5) plötur Frapan frá Garn.is - 1 dokka dökkgrænn nr og 1 dokka skærgrænn nr Prjónar Hringprjónn nr 6, 40 cm og 80 cm Sokkaprjónar nr 6 Heklunál nr 5 Prjónafesta 10 x 10 cm = 14 L og 20 umf slétt prjón. Notið hálfu nr stærri eða minni prjón eftir því sem við á, ef prjónafestan passar ekki hjá ykkur. Bolur Fitjið upp 134 (144) L á prjóna nr 6 með aðallit. Prj 5 umf garðaprjón fram og til baka. Tengið saman í hring og prjónið 12 (14) L sl. Prj svo br til baka 24 (28) L. Snúið við og prj 24 (28) L + 4 næstu L sl. Prj áfram fram og til baka, sl á réttunni, brugðið á röngunni, og bætið alltaf 4 L við í hverri umf líkt og áður (ekki aukið út heldur prjónað yfir fleiri lykkjur en áður). Þegar komnar eru 10 umf eru prj 4 umferðir þar sem 8 L er bætt við í hverri umf (líkt og áður). Prjónið nú slétt yfir allar lykkjurnar á prjóninum og setjið merki í hliðarnar. Héðan í frá byrjar hver hringur í vinstri hliðinni. Prjónið 9 (10) umf. Takið 10 L jafnt úr allan hringinn. Prj 12 (13) umf. Takið 10 L jafnt úr allan hringinn. Prj 12 (13) umf. Takið 2 L þannig úr í hvorri hlið: prj 1 L, prj tvær L saman, prj þar til 3 L eru að merkinu á hægri hliðinni, takið 1 L óprj, prj 1 L og steypið óprj L yfir, prj 2 L, prj 2L saman, prj þar til 3 L eru að merkinu á vinstri hliðinni, takið 1 L óprj, prj 1 L og steypið óprj L yfir, prj 1 L. Prj 12 (13) umf Takið 2 L úr í hvorri hlið eins og lýst var áðan. Prj 10 (11) umf Aukið út um 2 L í hvorri hlið. Prj 2 (3) umf svart og skiptið svo yfir í græna Frapan garnið. Prj 1 umf dökka, 3 ljósar og 1 umf dökka. Prj 3 umf svart á milli randanna. Athugið að í svörtu miðröndinni er aukið út um 2 L hvoru megin. Endurtakið þar til komnar eru 4 grænar rendur. Endið bolinn á að prj 3 umf svart. Nú eiga að vera 114 (124) L á prjóninum. Í síðustu umferðinni eru 8 L undir miðhandveginum settar á nælu eða hjálparband. Geymið bolinn og prjónið ermar. Ermar Fitjið upp 52 (56) L með aðallit og prj 5 umf garðaprjón fram og til baka. Tengið í hring og prj 2 (3) umf slétt. Skiptið yfir í Frapan garnið og prjónið rendur eins og lýst var á bol. Í annarri og þriðju svörtu röndunum eru 4L teknar úr í hvort skipti. Einnig eru 4 L teknar úr í annarri svörtu umf eftir að röndunum sleppir. Prj 18 (20) umf Aukið út um 2 L undir erminni. Prj 14 (15) umf Aukið aftur út um 2 L. Prjónið nú ermina þar til hún mælist 47 (49) cm eða eins löng og óskað er. Í síðustu umferðinni eru 8 L undir miðerminni settar á nælu eða hjálparband. Slítið bandið frá en geymið góðan þráð sem síðar er notaður til að lykkja saman undir höndum. Prjónið hina ermina eins. Axlarstykki Sameinið bol og ermar á hringprjón. Setjið merki þar sem bolur og ermar mætast. Nú eiga að vera 186 (204) L á prjóninum. Prj 4 umf. Laskaúrtakan er gerð í annarri hvorri umferð en 3 (2) sinnum er sleppt að taka úr á ermastykkjunum. Úrtakan er gerð þannig: prj þar til 3 L eru að merki, prj 2 L sl saman, prj 2 sl, takið 1 L óprj, prj 1 L og steypið óprj L yfir hana. Úrtökurnar eru gerðar 18 (19) sinnum upp öxlina. Þegar þeim er lokið eiga að vera 54 (60) L á prjóninum. Hálsmál og hetta Setjið merki í miðju að framan og aftan á baki, prj sl þar til 2 L eru að merkinu að framan. Fellið af 4 L og prjónið garðaprjón (sl fram og til baka) 8 umferðir (4 garða). Hettan er prjónuð sl á réttunni og br á röngunni. Í fyrstu umf er aukið út um 10 L jafnt yfir. Prj 6 (8) umf. Aukið út eina L í hvorri hlið að framan og tvær L sitt hvoru megin við miðjulykkju að aftan. Prj 6 (8) umf og aukið eins út og áðan. Prjónið hettuna áfram þar til hún mælist 32 (34) cm. Lykkið saman að ofan. Frágangur Lykkið saman undir höndum og gangið frá endum. Heklið fastahekl, 2 umf í kringum hettuna. Þvoið peysuna og látið þorna liggjandi á handklæði. / Helena Eiríksdóttir Byggðasaga, ábúendatal og ýmis fróðleikur Hrólfur Kristbjörnsson og Jón Hrólfsson Skriðdæla byggðasaga Skriðdælahrepps Út er komin bókin Skriðdæla. Hún er eins og nafnið bendir til byggðasaga Skriðdalshrepps á Fljótsdalshéraði. Efni hennar er skrifað af feðgunum Hrólfi Kristbjörnssyni, bónda á Hallbjarnarstöðum og Jóni Hrólfssyni, bónda á Haugum sem létu þetta eftir sig er þeir létust. Í bókinni er ábúendatal frá um 1790, örnefnaog sveitarlýsing, vangaveltur um tilurð bæjarnafna, saga vegagerðar og verslunar, árferði í tvöhundruð ár tengt Austurlandi auk frásagna af ýmsum forvígismönnum og mönnum og málefnum. Fjöldi ljósmynda prýðir bókina. Handritin lágu óhreyfð í mörg ár eftir lát þeirra feðga en Hrólfur lést árið 1972 en Jón Það var fyrir nokkrum árum að afkomendum þeirra feðga þótti ástæða til að láta þetta koma fyrir almenningsjónir. Það voru systurnar Ingifinna Jónsdóttir og Jóna Björg Jónsdóttir sem ýttu verkinu úr vör. Seinna komu Helga Pálsdóttir og Elín Sigríður Arnórsdóttir til skjalanna. Saman mynduðu þessar fjórar konur ritstjórn sem sá um út komu bókarinnar. Hún er gefin út af bókaútgáfunni Hólum og er eingöngu til sölu hjá ritstjórum fyrst um sinn í gegnum eftirfarandi netföng: jonabjorg_@hotmail. com, oskatre@mi.is, ellasigga74@ hotmail.com og ingifinna@emax.is. Létt Miðlungs Þung Sudoku Galdurinn við Sudokuþrautirnar er að setja réttar tölur frá 1-9 í eyðurn ar. Sama talan má ekki koma fyrir tvisvar í línu lárétt og lóð rétt og heldur ekki innan hvers reits sem afmarkaður er af sverari lín um. Þrautirnar eru miserfiðar, sú sem er lengst til vinstri er léttust og sú til hægri þyngst en sú í miðjunni þar á milli.

36 36 Bændablaðið Fimmtudagur 22. ágúst 2013 Sími: Netfang: Veffang: Hægt er að skrá auglýsingar og greiða með auðveldum hætti á bbl.is Verð: Textaauglýsing kr m. vsk (innan við 140 slög) og kr texti + mynd. Skilafrestur: Fyrir kl. 12:00 á þriðjudegi fyrir útgáfu. Olíutilboð 15% afsláttur af allri olíu og smurfeiti í ágúst. Síutilboð 15% afsláttur af öllum síum í ágúst. DALVEGI 16c 201 KÓPAVOGI SÍMI RAFVORUR@RAFVORUR.IS Framleiðum sumarhús gestahús og ferðaþjónustuhús. Ýmsar stærðir og gerðir eftir óskum kaupenda. Vönduð vinna og gott verð. Nánari uppl. á effort.is smidholt@gmail.com eða í síma Junkkari sturtuvagn 13 tonna. Verð kr án vsk. Kraftvélar ehf Sím Álfagallerýið að Teigi Eyjafjarðarsveit. Fjölbreytt úrval af handverki og listmunum. Opið alla daga frá Vinsamlegalátið vita ef hópar eru á ferð. Samstarfshópurinn. Gerða eða Svana Land og Fólk byggðasaga Norðurþingeyinga til sölu á lækkuðu verði. Eldri útgáfan á kr ,- Nýrri útgáfan á kr Vönduð útgáfa sem inniheldur óhemju fróðleik um Norður-þingeyjarsýslu, Myndir af öllum bæjum og ábúendum ásamt ábúendatali fyrir allar jarðir svo langt sem heimildir ná. Upplögð gjöf til allra sem tengjast þessu svæði og þeirra sem hafa gaman af að kynnast landinu betur. Bókin er send hvert á land sem er og er einnig til sölu hjá umboðsmönnum á nokkrum stöðum. Uppl. gefnar í síma og Til sölu staurabor. Uppl. í síma Til sölu kerra 3x1,50 m á kg flexitorum með opnanlegum göflum. Verð kr Uppl. í síma Úrval af girðingaefni til sölu. Túnnet er frá kr ,- rl. ÍsBú alþjóðaviðskipti - Síðumúla 31, 108 Reykjavík. Sími eða á isbu@isbutrade.com - Umboð á Austurlandi: Austurvegur 20, Reyðarfjörður. Símar og Til sölu staurabúkki. Uppl. í síma Reck mykjuhrærur með cm turbo skrúfuspaða fyrir hö. traktor pto, Lágmarkar eldneytiseyðslu í hræringu. Uppl. í símum og Til sölu kranavigt. Uppl. í síma Felgur. Nýjar og notaðar felgur, einnig ný og notuð dekk í miklu úrvali. Tilvalið til að hafa aukagang á felgum. Leitið pakka tilboða. Vaka, sími Er rafhlaðan dauð? Endurnýjum alla rafhlöðupakka fyrir borvélar og önnur tæki. Rafhlöður eldvarnir ofl. Sjá eða í síma eftir kl. 17 og um helgar. Maschio hnífatætarar cm pinnatætarar 300 cm. Flagjafna 3 m, 9 hjóla rakstravélar, 6-stjörnu heytætlur, 3 m sláttuvél,uppl. í síma og Weckman malar-grjótvagn. Gerð M130, D 3 Hardox stál í skúffu. Verð kr ,- með vsk. H. Hauksson ehf. Sími ÚTSALA ALLT AÐ 50% AFSLÁTTUR ÚTSALA Borgartúni 28 Sími Sveitahótelið Vatnsholt í Flóahreppi: Gisting. Veitingar. Ráðstefnur. Veislur. Hvataferðir. Uppl. í síma , alfheidur@hotelvatnsholt.is M. Benz 817 ls, 4x2, nýskr. 10/1990, ek. 750 þ. km, dísel, 4 gírar. Verð kr vsk. Bíll í toppstandi. Er á góðum dekkjum, á loftpúðum - vagn selst með og er líka loftpúðum. 9 tonnmetra krani - Hiab. Rnr Bílasala Suðurlands, Fossnesi 14, sími Renault Kerax , 8x4, Quarry. Nýrskr. 08/2006, ek. 69 þ. km, dísel, sjálfskiptur. Verð kr vsk. Rnr Er á staðnum. Bílasala Suðurlands, Fossnesi 14, sími Traktorsdrifnar rafstöðvar,10,8 kw upp í 72 kw. Agrowatt, framleiðandi: Sincro á Ítalíu. Stöðvarnar eru 4 póla (1500 sn/mín) með AVR (automatic volt regulator). AVR tryggir örugga notkun við viðkvæman rafbúnað, t.d. mjaltaþjóna, tölvubúnað o.fl. Verðdæmi: (42kWA) 33,6 kw = ,- + vsk. Stöðin þarf 80 hestafla traktor, PTO 430. Hákonarson ehf. Sími : , netfang hak@ hak.is, vefsíða Traktorsdrifnar dælur í mörgum útfærslum og stærðum á lager. Sjálfsogandi fyrir magndælingu eða mjög háþrýstar dælur sem henta vel í vökvun á stórum svæðum. Einnig háþrýstar dælur, frá 2 sem henta mjög vel í að brjóta upp haug. Við sérhæfum okkur í öllu sem viðkemur dælum fyrir landbúnað og annan iðnað.hákonarson ehf / Sími : / netfang : hak@hak.is / vefsíða : 20 m2 gestahús til sölu. Húsið selst fullbúið án hitalagna á verkstað í Reykjavík. Vandað hús, 2 herb. og bað. Sjón er sögu ríkari. Aðstoð við flutning fylgir. Auðvelt í flutningi. Forsteyptar undirstöður geta fylgt ef vill. Verð kr. 2,9 millj. Uppl. veitir Benedikt í síma Þetta fallega hús í Vestmannaeyjum er til sölu. Hentar vel fyrir ferðaþjónustu. Möguleg skipti á íbúð á stór Reykjavíkursvæðinu. Uppl. í síma Arkitekta- og verkfræðiþjónusta. Bjóðum uppá heildarlausnir við hönnun bygginga. Arkitekta-, 3D-, burðarþols- og lagnateikningar. Effort - Teiknistofa. otb@ effort.is. Sími Gröfuþjónusta - gröfuleiga, útmokstur úr hesthúsum, skiptum um möl í gerðum. Harðbakki ehf. Sími Deutz 15, árg.1961 með sláttuvél. Vél í toppstandi, ný dekk að aftan, góð að framan. Uppl. í síma

37 Bændablaðið Fimmtudagur 22. ágúst Til sölu Man , árg.1999, ekinn 464 þús. km, með 9 m. kassa, kælivél og lyftu. Bíllinn er mikið endurnýjaður og er í góðu lagi. Tilboð óskast. Uppl. hjá Viðskiptaþjónustu Suðurlands í síma og , Ágúst. Gæsaveiði. Gervigæsir, grágæs - helsingi, í fullri stærð en léttar og fyrirferðalitlar í flutningi. Verð ef keyptar eru 20 stk. Uppl. í netfangið joi8899@hotmail.com og elvar@ landeyjar.is Pajero til sölu, mjög gott viðhald. Árg. '98, ekinn 210 þ. km. Beinskiptur, 32"heilsársdekk, dráttarkúla, skíðabogar. Einn eigandi, bíllinn er vel með farinn. Tilboð óskast. Uppl. í síma Beinskiptur Patrol, árg. 2000, ekinn 228 þús. km. Er ógangfær, líklega farið olíuverk. Nýtt svinghjól og kúpling. Ath. öll skipti. Uppl. í síma TS110A. Árgerð Alö ámoksturstæki. Verð kr án vsk.. Kraftvélar ehf S: Til sölu mjög góður Ægis-tjaldvagn. Skráður á götuna í maí Með skoðun Fortjald og farangurskassi fylgir að verðmæti um 260 þúsund kr. Vagninn er með þjófavörn á beisli og er staðsettur í Reykjavík. Léttur í drætti og tilbúinn í útileguna. - Verðhugmynd (Fullt verð á nýjum vagni með sama búnaði er um ). Uppl. í síma Til sölu New Holland rúlluvél, árg. 91, fastkjarna, rúllust cm, garnb, sópur 1,20. Alltaf geymd inni. Verð 200 þús. kr. Uppl. í síma Til sölu IH 444, árg Verð kr án vsk. Uppl. í síma Til sölu JCB 403 liðléttingur, árgerð 2008, en tekinn fyrst í notkun í janúar Ekinn 390 tíma. Með skóflu og taðkló. Uppl. í síma Fella TH1300. Árgerð Vinnslubr. 13 mtr.verð kr án vsk. Kraftvélar ehf Sími Ný fjórhjóladekk á felgum til sölu. Dekk: Radial Reptile, stærð 26 X Felgur: STI. Felgurær og felgumiðjur fylgja. Passar án breytinga undir öll Polaris o.fl. Gangur með öllu kr. Uppl. á netfangið haffihar@simnet.is Til sölu Rough Collie (Lassý) hvolpur. Með ættbók frá HrfÍ. Uppl. í síma , Kolla. Til leigu/sölu bílar í skólaakstur frá 9 manna, einnig 4x4 bílar. Sími Til sölu Ditch Wich, ca. 6 tonna keðjugrafa, árg. 94, notuð aðeins um 500 vst. Grefur skurð sem er um 30 cm breiður og 200 cm djúpur. Afköst um 5 m/mín í góðum jarðvegi. Hægt er að sjá myndband af vélinni á youtube undir "ditch witch keðjugrafa í notkun". Uppl. í síma Til sölu hreinræktaðir Border Collie hvolpar. Móðirin undan Karven Taff. Nánari uppl. í síma eða netf. gullaoghaukur@hotmail.com Til sölu Subaru Legacy station, 4x4, árg. 1997, ekinn km, beinskiptur, 5 gíra, dráttarkúla, álfelgur, góð sumardekk. Kúpling slitin. Verð tilboð. Uppl. í síma Abbey haugsuga. Árgerð Stærð ltr. Verðtilboð. Kraftvélar ehf Sími Smíðum salernishús og aðstöðuhús við ferðamannastaði. Upplýsingar á effort.is. smidholt@gmail.com eða síma Til sölu Toyota Hiace, bensín, árgerð 1994, ekinn 323 þús. km. Skráður fyrir 8 farþega. Ný skoðaður, verð 450 þús. Bíllinn er á Blönduósi. Uppl. gefur Heiðar í síma Til sölu einn með öllu. Scania 500, árgerð 2006, með Hiab krana, spil, stóll undir palli. Ýmis fylgibúnaður. Ekinn km. Uppl. í síma Til sölu Mitsubishi L200, árg. 08, ekinn 156 þús. km. Sjálfskiptur, ný 30" dekk, ný skoðaður, ný smurður. Verð kr þús. Skipti möguleg á ódýrari. Uppl. í síma Til sölu Suzuki Baleno, árg. 2001, ekinn km, bíll sem lítur mjög vel út. Nýskoðaður bíll í toppstandi. Uppl. í síma , Rósa. Heilsárs sumarbústaður til sölu. Um er að ræða nýbyggingu með háu manngengnu lofti stærð samtals 40 m2. Hægt er að stækka það upp í 50 m2 með því að nýta allt loftið. Húsið er einangrað, búið að leggja rafmagnslagnir og dósir. Pípulagnir fyrir eldhús og bað verða frágengnar. Baðherbergi komið upp. Eldhúsinnrétting getur fylgt, seld sér. Teikningar fylgja með. Verðhugmynd kr. 5.3 m. Ýmis skipti koma til greina. Uppl. í síma , EVK. Til sölu Can am 800XTP, árg Ek km, vsk-hjól, 31 dekk, götuskráð, rafmagnsstýri, þjónustað af umboði, mikið af aukahlutum, einn eigandi, fallegt hjól sem búið er að hugsa vel um. Verð kr án vsk. Uppl. í síma New HollandTL80A, árg Ekinn vst. Er á NV-landi. Lítur mjög vel út. Ásett verð 4,3 m. + vsk. Ingi, sími eða ingixj@gmail.com Uppl. í síma Massey Ferguson 6150, vinnufær en bilað framdrif, ný glussadæla. Að öðru leyti í góðu standi. Fer á Uppl. í síma eða Vegna sérstakra aðstæðna er til sölu 6,5 m. langur pylsuvagn / grillvagn. Pylsupottur, grill, kælar, loftræsting, frystikista o.fl. Fullbúinn vagn með öllum tækjum. Uppl. í síma Til sölu fjölplógur. Verðhugmynd kr. 1,5 millj.+vsk. Uppl. í síma og Til sölu Komatsu WA hjólaskófla, árg. 2000, skr.nr. FH-0659, ekin um tíma. Verðhugmynd 3,2 millj. + vsk. Uppl. í síma og Til sölu Nizzan Pathfinder XE, árg. 2006, ek. 116 þ. km. Óska eftir tilboðum. Áhvílandi kr. Engin skipti. Sparneytinn. Uppl. í síma Til sölu Case Maxxum 5150 pro, 132 hö, árg. 1998, ekinn tíma, Trima 1890 tæki. Mikið endurnýjaður. Verð 3,6 millj. án vsk. Uppl. í síma Til sölu vélhjólbörur með Hondu 8 hesttafla, mótor- og glussadrifi og sturtum og "alles". Uppl. í síma Innkeyrsluhurð, breidd 4 m x 3,4 á hæð. Hurðin er í ágætu standi og var verið að taka hana niður er í Rvk. Uppl. í síma VW Transporter Combi, 9 sæta. Ný.skr. 10/2005. Ekinn 233 þús. km. Nýr mótor ekinn 50 þús. km. Verð þús. Uppl. í síma Bændablaðið Smáauglýsingar Volvo FM 12 kranabíll, árg. 2006, ekinn 115 þús. km, 8x2, með beygjubúkka. Fassi 336 krani. Árg x glussa. Gámapallur. Gott viðhald. Verð: Tilboð. B.Sturluson ehf. Vagnhöfða 9. Síi og Veffang: Yamaha Grizzly 700, árg. 08. Ekið 12 þús. km, 27 Big Horne. Vökvastýri. Kassi með aukasæti. Einn eigandi og góð þjónusta. Aukastuðarar. Verð: 650 þús. kr. Engin skipti. Uppl. veitir Tómas í síma Pall-lok á amerískan t.d. Dodge 2500, pick-up til sölu. Er svart á litinn. Uppl. í síma TS110A. Árgerð Alö ámoksturstæki. Verð kr án vsk. Kraftvélar ehf Sími Skelltu inn smáauglýsingu með farsímanum eða spjaldtölvunni

38 38 Bændablaðið Fimmtudagur 22. ágúst 2013 VIRKON S. Erum með margar sótthreinsilausnir fyrir sauðburðinn. Fáðu ráðgjöf hjá sölufulltrúum okkar. Kemi ehf., Tunguhálsi 10, sími , NOVA X-DRY er sótthreinsandi undirburðarefni með einstaka rakadrægni. Efnið dregur allt að 200% þyngd sína ásamt að sótthreinsa og eyða ammoníak lykt. Prófaðu og finndu muninn. Kemi ehf., Tunguhálsi 10, sími , Rothvati. Sept O Aid örverurnar í rotþrær koma niðurbrotinu í gang og hindra að ólykt berist frá rotþrónni. Fáðu ráðgjöf hjá okkur fyrir þínar aðstæður. Kemi ehf., Tunguhálsi 10, uppl. í síma , Mikið úrval af smurolíu, glussa og koppafeiti ásamt öðrum smurvörum, Fáðu nánari uppl. og ráð um val á réttu olíunni hjá söluráðgjöfum okkar. Kemi ehf., Tunguhálsi 10, uppl. í síma , Claas Rolland 255 Rodo Cut, Árg 2006, Verð vsk, Jotunn.is John Deere 6320, Árg 2004, Notkun 7000 tímar, Verð vsk, Jotunn.is Claas 657 ATZ,Árg 2007, Notkun 4700 tímar, Verð vsk, Jotunn.is MF 5455, árg 2004/5,notkun 5500 tímar,verð vsk, jotunn.is NewHolland TL100A, Árg 2005, Notkun 3900 tímar, (Ný ámoksturstæki), Verð vsk, Jotunn.is Taarup Bio, Rúllusamstæða, Árg 2006, Jotunn.is VOLVO FL10, Árg 1987, Notkun 690þ, Ný dekk, Verð vsk, Jotunn.is Kerrur á einum og tveimur öxlum, með og án bremsum, ýmsar útfærslur, breiddir og lengdir. Gæðakerrur Góð reynsla. Íslensk smíði. Brimco ehf. Flugumýri 8, Mosf. s Opið Cemtec sænskar skeifur. Frábærar skeifur og verðin gerast ekki betri. Afsláttur ef keypt er í magni. Sendum um land allt. Brimco ehf. Flugumýri 8, 270 Mos. S , opið Hliðgrindur. Vandaðar stækkanlegar hliðgrindur frá 1,05-6,0mtr. í tveimur þéttleikum. Einnig fáanlegar í föstum lengdum. Allir lokur og lamir fylgja. Brimco ehf. Flugumýri 8, Mos s Opið kl Hringgerði til að nota úti sem inni. Frábær við tamninguna. Engin verkfæri við uppsetningu. Brimco ehf. Flugumýri 8, 270 Mos.opið s Seljum vara- og aukahluti í flestar gerðir af kerrum. Sendum um land allt. Brimco ehf. s: www. brimco.is Opið frá kl Patura spennar í úrvali. P1 er bæði fyrir 12V og 230V. 5km. drægni. Frábært verð eða aðeins kr ,- Mikið úrval af rafgirðingarvörum skoðið Patura bækling á www. brimco.is Brimco ehf., Flugumýri 8, Mosf. s Opið kl Til sölu Plastrimlagólf. Eigum á lager plastprófíl í vinsælu sauðfjárplastrimlagólfin. Allar nánari upplýsingar í síma og Jón bóndi og Jötunn vélar. Gegnheil plastborð. 3x6x280cm. 3x10x280 cm. 4x8x280 cm. 6x12x280 cm. 8x23x300 cm. Nótuð 2,8 cm. x13 cm. Plötur 2,5x100x100 cm. 2,5x105x205 cm. Sívalir girðingastaurar úr gegnheilu plasti: 4,5x175 cm. 6x 175 cm. 7x 175 cm. 8x175 cm. 10x175 cm. 10x230 cm. 12x225 cm. 15x250 cm. Krosslaga 7x7x175 cm. Jóhann Helgi & Co, sími jh@johannhelgi.is Gegnheilt plast í fjárhúsgólf. Básamottur 1,7x122x182cm. og 1,8x100x150cm. Drenmottur 100x100x4,5 cm. Gúmmíhellur 50x50x4,5 cm. Jóhann Helgi & Co ehf. Sími jh@johannhelgi.is Hágæða gluggar frá Færeyjum 10 ára ábyrgð. Fáanlegir úr plasti, timbri og álklæddir timburgluggar. Heildarlausnir á leiksvæðum: Útileiktæki, fallvarnarefni, girðingar, bekkir ofl. Jóhann Helgi & Co sími jh@johannhelgi.is www. johannhelgi.is Ýmis tæki og bílar til sölu. Kíkið inn á eða hafið samband í netfangið maggi@metanbill.is eða síma Til sölu 11 vetra hryssa, Otursdóttir. Er allra og vel viljug. Uppl. í símum og Til sölu traktorsgrafa, Case 580F, árg. um 90, framdrifsvél. Ný dekk. Vél í góðu ástandi sem hentar t.d. vel í að hreinsa upp úr skurðum. Verð kr. 500 þús. Uppl. í síma Til sölu í Dölunum. TKS rúllutætari ásamt aðfærslufæribandi. Lítill eins fasa kornvals, afkastar ekki miklu, en er drjúgur. Vélboða haugtankur lítra, á nýlegum dekkjum. Zetor 3511 ógangfær, ásamt varahlutum. Er á nýjum dekkjum. Pöttinger 601 multitast, stjörnumúgavél, tveggja stjörnu. Nýlegir flórrimlar í fjós, passar í flór sem er sm á breidd. Oso hitakútur 200 ltr og lítil Helsinge 2 kw hitatúpa. Mammut rúlluheyskeri á dráttarvél, hentar á þrítengibeisli jafnt sem ámoksturtæki lítra Möller mjólkurtankur án kælivélar. Uppl. í síma Til sölu sláttutraktor, Hi-Sun, 18,5 ha. Með safnkassa og nýyfirfarinn. Uppl. í síma og Til sölu tvær hryssur 7 og 8 vetra móvindóttar skjóttar. Góð fjölskylduhross. Skipti koma til greina. Uppl. í síma Vantar dekk 10,5 R20XL. Þarf að losna við slatta af þakklæðningu, hentugt fyrir smáhýsi. Uppl. í síma Til sölu hey (vallarfoxgras) í rúllum á Suðurlandi. Uppl. í síma Til sölu kartöfluupptökuvél, Wuhlmaus, árg. 96. Uppl. í síma Jeep Cherokee árg. 1995, ekinn 150 þús. mílur. Í góðu ásigkomulagi. Flottur í veiðiferðina! Uppl. í síma og netfangið haldoro@ simnet.is Til sölu hæggengur en mjög öflugur glussadrifinn tætari. Tvö sett af hnífum fylgja. Lítið notaður og óslitinn. Verð Öll skipti ath. Óska eftir skiptum á breyttum jeppa á svipuðu verði. Hafþór, sími og netfang h.jorundsson@ gmail.com Heimasmíðaðir, grófunnir leikfangabílar úr krossviði, s.s. jeppar, kerrur, vörubílar og gröfur til sölu. Góðir til útileikja. Uppl. hjá Hafsteini í síma á Akureyri. Til sölu Cummings rafstöð hjá Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Gefur 350 kw 240 volt við 1800 sn/mín, 60 hz. Árg. 74, keyrð aðeins um 60 tíma. Verðhugmynd 2-2,2 milj. kr. Nánari uppl. gefur Ívar í síma VW Polo, árg. 97, til sölu, ek 180þ, beinsk. 5 gíra, 4 sumar og 2 vetradekk á felgum. Næsta skoðun 08/2013. Þarf að skipta um hjólalegur framan og aftan. Verðhugmynd 100 þ. kr. Uppl. í síma Til sölu Bens 1320 sendibíll, árg. 97. Ekinn km, 6 m kassi og 1,5 tonna lyfta, 50 kw ljósavél og 450 l loftdæla fremst i kassa. Rafmagnstenglar og loftstútar hér og þar í kassanum. Verðtilboð. Uppl. hjá Braga í síma , bragi@hverinn.is Til sölu MF135 dráttarvél, árg. 74, Tilboð óskast. MF135 dráttarvél, árg. 75, með tækjum. Öll dekk ný. Tilboð óskast. Case 485 XL árg. 88, góð dekk. Tilboð óskast. Krone Am 202 diskasláttuvél, uppgerð. Allar uppl. í síma , Kristinn. Til sölu Ugla frá Fróni IS og Klöpp frá Keldunesi 2, IS er til í allskonar skipti, s.s. á bíl, fjórhjóli eða mjög góðum reiðhesti. Uppl. í síma Til sölu Case traktor 995, árg 94. Hjólastólabraut í bíl og olíumiðstöð. Uppl. í síma Til sölu Hiab multilift krókheysi. Upplýsingar í síma Vegna góðrar sölu er lagerinn að verða búinn. Þeir sem vilja tryggja sér góðan bát á góðu verði fyrir næsta vor, hafið samband í síma eða á sala@svansson.is Bjóðum kortalán. Heyrúllur til sölu. Hey til sölu í Reykhólahreppi, rúllur úr fyrri slætti og óáborin há. Einnig í boði hey sem tilvalið er fyrir hross. Uppl. í síma eða bekka@simnet.is Golfborð, utanhúspanill, innipanill. Hagstætt verð. Eykin, Kleppsmýrarvegi 8, sími Til sölu Zetor 5011, árg. 83, málaður og yfirfarinn. Verð 450 þ. kr. Uppl. í síma Border Collie hvolpar til sölu undan góðum smalahundum. Á sama stað 10 tonna kranaloki fyrir virkjanir. Uppl. í síma og Einn 13 ára til sölu. Subaru Legacy Sedan, árg. 2000, keyrður km. Lítur ágætlega út og hefur fengið gott viðhald síðustu ár. Nú vantar þennan ungling nýjan eiganda til þess að eyða með unglingsárunum. Ásett verð er kr. en aldrei að vita nema að sumarútsalan sé í gangi. Uppl. í síma , Stjáni. Til sölu hús á Scaniu 143. Uppl. í síma Hey til sölu á Vesturlandi. Uppl. í síma eða Nissan Terrano II, árg. 97. Ágætt ástand, dekk á felgjum fylgja með. Ásett verð Möguleg skipti á hesti. Uppl. í síma Nissan Patrol, árg. 1998, ekinn km. Þarfnast viðhalds. Selst á 650 þús. Uppl. í síma Pallhýsi Travel Light til sölu, heitt og kalt vatn, sólarsella, WC, stór ísskápur. Einnig gömul olíuhúskynding. Á sama stað er óskað eftir Suzuki Fox í varahluti. Uppl. í síma Til sölu hesthúsinnréttingar, átta góðar stíur og einnig vatnsskálar. Á sama stað til sölu bílskúrshurðir. Til greina kemur að taka byggingarefni upp í. Uppl. í síma og Fjórhjól til sölu: Suzuki King quad 700, árg. 2008, ekið km. Gott hjól. VSK-tæki. Uppl. í síma Fjórhjól til sölu: Suzuki king quad 700 árg ekið 9000 km.gott hjól. VSK tæki. Uppl. í síma Frábær Fendt 380 dráttarvél, 4x4, 90 hestafla með tækjum. Gott verð. Stoll stjörnlyftutengd snúningsvél 6,40 m. Í fínu standi. Bendi svo á auglýsingu frá mér í 15. tbl. Uppl í síma Til sölu Isuzu pick up dísel, árg. 2007, ekinn 220 þús. km. Í fínu lagi. Einn eigandi. Verð kr þús. + vsk. Uppl. í síma Til Sölu Toyota Aygo, árg. 2006, ekinn km. Verð Uppl í síma Til sölu Volvo F12, árg. 1991, ekinn 600 þ. km. Í ágætislagi, með grjótpalli. Getur líka verið dráttarbíll (með stól). Uppl. í síma Hey til sölu. Gott hey í rúllum af ábornum túnum. Vallarfoxgras og af eldri túnum. Uppl. í síma , Magnús. Lítið notaður golf/fjölnota bíll, 2 manna, sjálfskiptur með bensínmótor. Hentar vel í allskonar snatt. Verð m. vsk. Sími , Guðni. Er með um það bil 10m2 af gegnheilu parketi úr rauðeik til sölu á sanngjörnu verði. Uppl. í síma Til sölu Sanderson skotbómulyftari, þarfnast viðgerðar á bremsum. Verð kr. 700 þús. Ford 6610, árg. 1996, ekinn km. Verð þús. kr. Deutz Fahr rúlluvél, verð 250 þús. kr. Claas 44 rúlluvél, verð 100 þús. kr. Pökkunarvél á þrítengi, verð 70 þús. kr. Machale rúlluskeri verð 150 þús. kr. Gjafakerfi á braut eða frístandandi, verð 600 þús. kr. Urban 20 kálfafóstra, verð 350 þús. kr. Scania 142, árg með stól og malarvagni verð þús. kr. Chevrolet 2500, árg. 2001, 6,6 duramax dísel, verð þús. kr. Uppl. í síma Border collie hvolpar til sölu, 5 hvolpar, 3ja mánaða gamlir. Þrjár tíkur og tveir hundar. Uppl. í síma Range Rover dísel, árg. 98, til sölu. Vel búinn bíll í góðu ástandi, ekinn km. Ásett verð ,- Engin skipti. Uppl. í síma Til sölu Nissan Patrol, árg. 99, ekinn 210 þús. km. Leður, topplúga. Verð ,- kr. staðgr. Uppl. Í síma Óska eftir Kaupi allar tegundir af vínylplötum. Borga toppverð. Sérstaklega íslenskar. Vantar 45 snúninga íslenskar. Staðgreiði líka vínylplötusöfn. Uppl. gefur Óli í síma eða á olisigur@gmail.com Óska eftir 4x4 fjórhjóli á max 300 þ. kr. Má þarfnast smá lagfæringar. Uppl. í síma eða tölvupóstur rutur04@hotmail.com. Óska eftir gömlum Patrol 3,3, árg Skoða allt. Uppl. í síma eða nikkann@internet.is Óska eftir kolaeldavél eða ofni. Uppl. í síma Vantar snjósleðakerru fyrir tvo sleða. Helst yfirbyggða. Mætti þarfnast lagfæringa og vera á sanngjörnu verði. Uppl. í sími Óska eftir International TD8 (nashyrning) í hvaða standi sem er. Uppl. síma Óska eftir alls konar gömlun mótorhjólum og skellinöðrum í hvaða ásigkomulagi sem er. Skoða allt. Allar ábendingar vel þegnar, takk. Hafðu samb. á valur@heimsnet.is eða í síma eða Óska eftir að kaupa hestakerru fyrir 3-4 hesta. Kerran þarf að vera í góðu lagi. Uppl. í síma og Óska eftir rótor í Conor rúllupökkunarvél. Uppl. í síma Óska eftir Electrolux Assistent, helst ásamt fylgihlutum. Uppl í síma Óska eftir 6 cyl mótor eða varahlutum úr International Payloader H60 eða H65. Uppl. í síma , Páll.

39 Bændablaðið Fimmtudagur 22. ágúst 2013 Þvottavél Amerísk gæðavara Atvinna Alberto frá Spáni óskar eftir því að komast í vinnu á sveitabæ frá byrjun október. Er 36 ára og vanur útivinnu. Er með 13 ára reynslu af garðyrkjustörfum. Uppl. í síma eða í netfangið Starfsmaður óskast á kúabú á Suðurlandi. Nánari uppl. veitir Guðbjörg í síma eða í netfangið Gisting Gisting á Akureyri. Gæludýr leyfð. Sér aðstaða. Uppl. gefur Sigurlína í síma Jarðir Til sölu m2 sumarhúsalóð nálægt Borg í Grímsnesi. Rafmagn, heitt og kalt vatn er komið að lóðamörkum. Búið er að planta rúmlega 100 trjám í jaðra lóðarinnar. Verðið er 2,9 m. kr. Gott útsýni, 70 km frá höfuðborgarsvæðinu. Frábær staðsetning. Uppl. í síma eða Ath. skipti á lóð eða spildu austan Þjórsár. 12 kg Taka 12 Kg Hljóðlát Stórt op > auðvelt að hlaða Sparneytin amerísk tæki. <Þvottvélin tekur heitt og kalt vatn Afkastamikill þurrkari > DALVEGI 16c 201 KÓPAVOGI SÍMI Sumarhús Þurrkari Amerísk gæðavara Plastrimlar - Eitt ódýrasta gólfgerðarefnið Sumarhús. Rotþrær - Vatnsgeymar. Rotþrær og siturlagnir. Heildarlausnir - réttar lausnir. Vatnsgeymar frá 300 til l. Lindarbrunnar. Sjá á borgarplast.is - Mosfellsbæ. Uppl. í síma Leiga Til leigu á Hvanneyri gott og vel staðsett 140 fm parhús með bílskúr. Laust strax. Uppl. í síma Þjónusta GB Bókhald. Tek að mér að færa bókhald - skila vsk.-skýrslu - geri ársreikninga - geri og skila skattaskýrslu - er með dk+dkbúbót. Gerða Bjarnadóttir. Netfang gbbokhald@ gmail.com Sími og Tökum hross í hagabeit. Erum á sunnanverðu Snæfellsnesi. Uppl. í síma og á bonogmossun@ gmail.com Ertu í byggingarhugleiðingum? Byggingarþjónusta Bændasamtakanna er með svörin. Sími , Magnús og Sæmundur. Multifan viftur, afkastamiklar og áratuga ending. Multifan stiglaus hraðastýring. Vegna flutninga er Yanmar VIO38U beltagrafa til sölu á góðu verði. Einnig rafstöðvar frá Mase Generators og FG Wilson, 3,5 til 88 kw, opnar eða í hljóðeinangrun Canopy. Önnumst uppsetningu og viðhald. Notaðar jarðvegsþjöppur með ábyrgð. Sökkvanlegar dælur frá Tsurumi í fráveitur fyrir klóak og dren ásamt ferskvatnsdælum fyrir fiskeldi. Debe Pumpar borholudælur fyrir sumarhús og fiskeldi. Lífland, Sími Multifan hraðastýring, 6 mismunandi hraðar, sjálfvirk/handvirk. Multifan hitanemar. Impex ehf. Smiðjuvegur Kópavogur Sími , fax netfang impex@impex.is Lengd 5,6 til 7,6 metrar 7,6m kr án vsk. 39 BÚVÍS Í SUMARSKAPI SAMASZ SLÁTTUVÉL Samasz sláttuvél KDT260 Vinnslubreidd 260 cm Tilboðsverð: Kr án vsk. JOHN DEERE DRÁTTARVÉL John Deere 6330 Premium Apríl 2011 (11). 163 vst. Autoquad 40 km kassi. Fjaðrandi framhásing 120 HÖ 4 cylendra. Verð: kr ,- án vsk. Til sýnis og sölu hjá Búvís S: SAMASZ RAKSTRARVÉL Samasz rakstravél DUO680 VinnslubreIdd 6,8 metrar Verð kr ,- án. vsk HAUGHRÆRA RÚLLUKLÆR Plastrimlarnir undir sauðfé hafa notið mikilla vin sælda sem sauðfjárgólf. Þeir eru eitt ódýrasta gólf gerðarefnið á íslenskum markaði. Plast rimlarnir hreinsa sig mjög vel og það þarf nær aldrei að þrífa gólfið. Plastrimlarnir eru íslensk framleiðsla og eru úr endurunnu plasti. Með notkun plastrimla er mögulegt rista niður gömul, slitin grindaborð og klæða með plasti. Hafðu samband við sölumenn okkar í síma fyrir frekari upplýsingar Austurvegur Selfoss Lónsbakki Akureyri Jötunn Vélar ehf. - Kt Sími jotunn@jotunn.is Allar lausnir - þitt er valið Tvö fyrstu húsin í nýju hesthúsahverfi á Húsavík. Einfaldar og gó ar Kr ,- án vsk. TAÐKLÆR Erum að ráða starfsfólk í sláturtíð Norðlenska leitar að duglegu og jákvæðu starfsfólki til almennra starfa á sláturlínu og á lyftara í haust. Um er að ræða störf í sauðfjársláturhúsum á Húsavík og á Höfn í Hornafirði. Sauðfjárslátrun á Húsavík hefst 4. september og stendur til u.þ.b. 31. október. Sauðfjárslátrun á Höfn hefst 17. september og stendur til u.þ.b. 31. október. Norðlenska útvegar og greiðir fyrir: - Húsnæði fyrir aðkomufólk - Mat á vinnutíma - Vinnufatnað Hægt er að sækja um störf á heimasíðu Norðlenska nordlenska. is. Frekari upplýsingar veitir Jóna Jónsdóttir starfsmannastjóri í síma eða á netfanginu jona@nordlenska.is. Reiðhöll á Þúfu - 16 x 42mtr. Reiðhöll á Króki. 22 x 60 mtr. Er þetta draumurinn? Gróðurhús og vélaskemma. Einfaldar og gó ar Kr án vsk. HÁÞRÝSTIDÆLUR 1151T Hámarksflr stingur 150 bar Vinnuflr stingur bar Vatnsmagn 10 l/min 220 volt, 2,8 kw Kr ,- án vsk.

40 Ástæður þess að íslenskir kúabændur velja kjarnfóðrið frá Bústólpa Ástæður þess að íslenskir kúabændur velja kjarnfóðrið frá Bústólpa Kúafóður Bústólpa er hannað og framleitt fyrir íslenskar aðstæður þar sem þess er gætt í hvívetna að fóðrið uppfylli Kúafóður Bústólpa sem best þarfir er hannað íslensks og búfjár framleitt á hverjum fyrir tíma. íslenskar Við framleiðsluna ásamt hjá Bústólpa háu innihaldi er notuð af besta lífrænu fáanlega Seleni, tækni sem framúrskarandi aðstæður þar tryggir sem best þess varðveislu er gætt næringarefnanna, í hvívetna að hámörkun fóðrið uppfylli sem best fóður þarfir er hitameðhöndlað íslensks búfjár á síðustu á hverjum stigum framleiðslunnar tíma. Við áður stætt en það verð er eru afhent þeir til bænda. þættir sem best lýsa kjarnfóðrinu frá kögglagæða kögglagæði og um leið örveru- sem henta og sjúkdómaöryggi í sjálfvirk þar gjafakerfi sem allt og hag- framleiðsluna hjá Bústólpa er notuð besta fáanlega tækni Bústólpa. Hátt innihald af hágæða fiskimjöli, fjölbreytt hráefnaval, sérblönduð steinefni og vítamín fyrir íslenskar aðstæður sem tryggir best varðveislu næringarefnanna, hámörkun Við endurnýjun tækjabúnaðar í verksmiðju Bústólpa ásamt háu innihaldi af lífrænu Seleni, framúrskarandi kögglagæði sem henta í sjálfvirk gjafakerfi og hagstætt verð kögglagæða eru og þeir um þættir leið sem örveru- best lýsa og kjarnfóðrinu sjúkdómaöryggi frá Bústólpa. þar var þess gætt að velja bestu tækni með tilliti til aukinna sem allt fóður er hitameðhöndlað á síðustu stigum framleiðslunnar Við áður endurnýjun það tækjabúnaðar er afhent til í bænda. verksmiðju Bústólpa var þess í fóðrinu gætt að velja en um bestu leið tækni hámörkun með tilliti til á aukinna arðsemi við vinnsluna. kögglagæða, örveruöryggis og varðveislu næringarefna Hátt innihald kögglagæða, af hágæða örveruöryggis fiskimjöli, og fjölbreytt varðveislu hráefnaval, næringarefna í fóðrinu Nýr en vinnslubúnaður um leið hámörkun og á arðsemi framleiðslutæknin við vinnsluna. tryggja þannig sérblönduð Nýr steinefni vinnslubúnaður og vítamín og framleiðslutæknin fyrir íslenskar tryggja aðstæður þannig jöfnun jöfnun gæða gæða og lægri og tilkostnað. lægri tilkostnað. Sérblönduð steinefni og vítamín sem henta íslenskum aðstæðum Allt fóður er hitameðhöndlað á síðustu stigum framleiðslunnar, sem eykur örveruöryggi Hátt hlutfall af hágæða fiskimjöli sem tryggir hámarksafurðir mjólkurkúa Einungis er notað lífrænt Selen í kjarnfóður Bústólpa Einungis eru notuð gæða hráefni við framleiðsluna Framúrskarandi kögglagæði sem henta sjálfvirkum gjafakerfum Besta fáanlega tækni við vinnsluna sem tryggir gæði, nýtingu og varðveislu næringarefnanna í fóðrinu Skapar fjölda starfa og skilar arði til Íslensks samfélags Tryggur aðgangur að hágæða kjarnfóðri og góðri þjónustu á öllum tímum Bústólpi er leiðandi í móttöku og vinnslu á íslenskt ræktuðu korni og nýtingu þess við kjarnfóðurframleiðslu Framleiðsla Bústólpa er vöktuð með virku gæðakerfi á öllum stigum allt frá vali hráefna til afhendingar fóðurs til bænda Bústólpi leggur tryggum viðskiptavinum sínum til fóðursíló og búnað þeim tengdum án endurgjalds Bústólpa er annt um íslenskan landbúnað og íslenskt samfélag Oddeyrartanga, 600 Akureyri sími

Stefna og áætlun velferðarráðuneytisins gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni, ofbeldi og annarri ótilhlýðilegri háttsemi

Stefna og áætlun velferðarráðuneytisins gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni, ofbeldi og annarri ótilhlýðilegri háttsemi Stefna og áætlun velferðarráðuneytisins gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni, ofbeldi og annarri ótilhlýðilegri háttsemi 1 Markmið Í samræmi við reglugerð nr. 1009/2015, um aðgerðir

Více

ÞRAUTIR RÖKHUGSUN LAUSNIR A C

ÞRAUTIR RÖKHUGSUN LAUSNIR A C ÞRAUTIR RÖKHUGSUN LAUSNIR A C A 1 Já, í fjölskyldunni er bara einn drengur og því eru alls tíu í fjölskyldunni. A 2 Hafðu 9 í miðjunni og 3 og 8 í láréttu línunni og 5 og 6 í þeirri lóðréttu eða öfugt.

Více

2017/EES/57/01 Ríkisaðstoð Ákvörðun um að hreyfa ekki andmælum... 1

2017/EES/57/01 Ríkisaðstoð Ákvörðun um að hreyfa ekki andmælum... 1 ÍSLENSK útgáfa EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins ISSN 1022-9337 Nr. 57 24. árgangur 14.9.2017 I EES-STOFNANIR 1. Sameiginlega EES-nefndin II EFTA-STOFNANIR 1. Fastanefnd EFTA-ríkjanna

Více

Margery Williams. Flauelskanínan. (þegar leikföng öðlast líf) Skrifræði útgáfufélag

Margery Williams. Flauelskanínan. (þegar leikföng öðlast líf) Skrifræði útgáfufélag Margery Williams Flauelskanínan (þegar leikföng öðlast líf) Skrifræði útgáfufélag Bókin heitir á frummálinu: The Velveteen Rabbit (or How Toys Become Real) Höfundur: Margery Williams Bianco Teikningar:

Více

Meistararitgerð. Viðskiptaáætlun fyrir MesSys ehf

Meistararitgerð. Viðskiptaáætlun fyrir MesSys ehf Meistararitgerð Fjármál fyrirtækja Viðskiptaáætlun fyrir MesSys ehf Ívar Gestsson Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands Leiðbeinandi: Ársæll Valfells Júní 2010 Útdráttur Ritgerð þessi er viðskiptaáætlun

Více

HRAÐARAR Í SPRAUTUSTEYPU

HRAÐARAR Í SPRAUTUSTEYPU HRAÐARAR Í SPRAUTUSTEYPU MARS 2009 TITILBLAÐ Skýrsla nr: Útgáfudags.: (mán/ár) Dreifing: MV 2009-028 Mars/2009 Opin Lokuð Heiti skýrslu / Aðal- og undirtitill: Hraðarar í sprautusteypu Upplag: 8 Fjöldi

Více

Jón M. Ívarsson. Saga Umsk

Jón M. Ívarsson. Saga Umsk Saga Umsk Jón M. Ívarsson Saga Umsk Efnisyfirlit 1943-1962 Íþróttirnar vakna Fámennt en þróttmikið sveitasamband.... 79 Til Hvanneyrar 1943................. 80 *Gísli Andrésson... 81 Gengið í Íþróttasambandið...

Více

Rit LbhÍ nr. 76. Jarðræktarrannsóknir 2016

Rit LbhÍ nr. 76. Jarðræktarrannsóknir 2016 Rit LbhÍ nr. 76 Jarðræktarrannsóknir 2016 2017 Rit LbhÍ nr. 76 ISBN 978-9979-881-48-3 ISSN 1670-5785 Jarðræktarrannsóknir 2016 Ritstjóri: Þórdís Anna Kristjánsdóttir Mars 2017 Landbúnaðarháskóli Íslands

Více

Heimaverkefni III Hitajafnan leyst fyrir eina rúmvídd í pólhnitum með Dirichlet, Neumann og Robin jaðarskilyrðum

Heimaverkefni III Hitajafnan leyst fyrir eina rúmvídd í pólhnitum með Dirichlet, Neumann og Robin jaðarskilyrðum Einar Hreinsson Einar Örn Jónsson Skúli Gunnar Árnason Heimaverkefni III Hitajafnan leyst fyrir eina rúmvídd í pólhnitum með Dirichlet, Neumann og Robin jaðarskilyrðum Háskóli Íslands Verkfræðideild Töluleg

Více

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Fluconazol Krka 150 mg hörð hylki. Fluconazol Krka 100 mg hörð hylki

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Fluconazol Krka 150 mg hörð hylki. Fluconazol Krka 100 mg hörð hylki Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Fluconazol Krka 50 mg hörð hylki Fluconazol Krka 100 mg hörð hylki Fluconazol Krka 150 mg hörð hylki Fluconazol Krka 200 mg hörð hylki fluconazol Lesið allan

Více

KYNNINGARBLAÐ. Fyrsta heimilið. FÖSTUDAGUR 16. JÚNÍ 2017 Kynningar: Framtíðin BYKO Kjaran ELKO IKEA NORDICPHOTOS/GETTY

KYNNINGARBLAÐ. Fyrsta heimilið. FÖSTUDAGUR 16. JÚNÍ 2017 Kynningar: Framtíðin BYKO Kjaran ELKO IKEA NORDICPHOTOS/GETTY KYNNINGARBLAÐ Fyrsta heimilið FÖSTUDAGUR 16. JÚNÍ 2017 Kynningar: Framtíðin BYKO Kjaran ELKO IKEA NORDICPHOTOS/GETTY 2 KYNNINGARBLAÐ 16. JÚNÍ 2017 FÖSTUDAGUR Hrólfur Andri Tómasson, framkvæmdastjóri Framtíðarinnar,

Více

Í s l e n s k t d a g a t a l á r i ð

Í s l e n s k t d a g a t a l á r i ð Í s l e n s k t d a g a t a l á r i ð 2 0 1 7 m e ð f r ó ð l e i k s k o r n u m 2017-01 janúar 2017-02 febrúar 2017-03 mars 2017-04 apríl má tý óð þó fr la su má tý óð þó fr la su má tý óð þó fr la su

Více

Í s l e n s k t d a g a t a l á r i ð f r ó ð l e i k s k o r n u m

Í s l e n s k t d a g a t a l á r i ð f r ó ð l e i k s k o r n u m Í s l e n s k t d a g a t a l á r i ð 2 0 1 7 m e ð f r ó ð l e i k s k o r n u m 2017-01 janúar 2017-02 febrúar 2017-03 mars 2017-04 apríl má tý óð þó fr la su má tý óð þó fr la su má tý óð þó fr la su

Více

Í s l e n s k t d a g a t a l á r i ð f r ó ð l e i k s k o r n u m

Í s l e n s k t d a g a t a l á r i ð f r ó ð l e i k s k o r n u m Í s l e n s k t d a g a t a l á r i ð 2 0 1 8 m e ð f r ó ð l e i k s k o r n u m 2018-01 janúar 2018-02 febrúar 2018-03 mars 2018-04 apríl má tý óð þó fr la su má tý óð þó fr la su má tý óð þó fr la su

Více

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Fungyn 150 mg hart hylki Flúkónazól

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Fungyn 150 mg hart hylki Flúkónazól Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Fungyn 150 mg hart hylki Flúkónazól Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar upplýsingar. Þetta lyf er fáanlegt

Více

Af íslensku sviði á tékkneskt Þýðing á leikritinu Hystory eftir Kristínu Eiríksdóttur

Af íslensku sviði á tékkneskt Þýðing á leikritinu Hystory eftir Kristínu Eiríksdóttur Háskóli Íslands Hugvísindasvið Íslenska sem annað mál Af íslensku sviði á tékkneskt Þýðing á leikritinu Hystory eftir Kristínu Eiríksdóttur Ritgerð til BA-prófs í íslensku sem öðru máli Vít Opravil Kt.:

Více

CHEMISTRY. Atómkenningin. 2.. kafli sameindir og jónir. á gerð atómsins. The Central Science 9th Edition. David P. White

CHEMISTRY. Atómkenningin. 2.. kafli sameindir og jónir. á gerð atómsins. The Central Science 9th Edition. David P. White CHEMISTRY The Central Science 9th Edition 2.. kafli Atóm, sameindir og jónir David P. White Atómkenningin 2.1 John Dalton: Hvert frumefni er gert úr atómum. Öll atóm frumefnis eru eins. Atóm breytast ekki

Více

3. Sam eigin lega EES-þingmannanefndin

3. Sam eigin lega EES-þingmannanefndin ÍSLENSK útgáfa EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins I EES-STOFNANIR 1. EES-ráðið 2. Sam eigin lega EES-nefndin 3. Sam eigin lega EES-þingmannanefndin 4. Ráðgjafarnefnd EES ISSN 1022-9337

Více

Uppfyllir staðla: Ford WSS-M2C913-C, Ford WSS-M2C913-D, Renault RN 0700, ACEA A1/B1, ACEA A5/B5, API SL / CF

Uppfyllir staðla: Ford WSS-M2C913-C, Ford WSS-M2C913-D, Renault RN 0700, ACEA A1/B1, ACEA A5/B5, API SL / CF Smurolíur Fólksbíla-, sendibílavélaolía 2-10 Vörubíla-, gröfu-, dráttarvélaolíur 11-16 Skipavélaolíur 17-20 Olía á skiptingar/sjálfskiptiolía 21-24 Gírolía 25-30 Ýmsar olíur 31-35 Smurfeiti 36-38 Smurefni

Více

slovnik 16, m hestur (-s, -ar, (dat sg) Štědrý den 12, -degi) 15

slovnik 16, m hestur (-s, -ar, (dat sg) Štědrý den 12, -degi) 15 O 1_ISLANDSKÝ VÝRAZ GRAMATIKA ČESKÝ VÝRAZ P ODKAZ VĚTA SYNONYMUM K SLOŽENINA að inf marker člen značící infinitiv að innan adv phrase uvnitř að lokum prep/adv nakonec aðal- in compounds hlavní, centrální

Více

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI DÝRALYFS Sedadex 0,1 mg/ml stungulyf, lausn fyrir hunda og ketti. 2. INNIHALDSLÝSING Einn ml innheldur: Virkt innihaldsefni: Dexmedetomidinhýdróklóríð

Více

Reiðr var þá Vingþórr, er hann vacnaði - oc síns hamars um sacnaði; scegg nam at hrista, scNjr nam at dýia, réð Iarðar burr um at þreifaz.

Reiðr var þá Vingþórr, er hann vacnaði - oc síns hamars um sacnaði; scegg nam at hrista, scNjr nam at dýia, réð Iarðar burr um at þreifaz. ÞRYMSQVIÐA ed. Neckel-Kuhn 1. Reiðr var þá Vingþórr, er hann vacnaði - oc síns hamars um sacnaði; scegg nam at hrista, scNjr nam at dýia, réð Iarðar burr um at þreifaz. 2. Oc hann þat orða allz fyrst um

Více

VeOurstofa islands GreinargerO

VeOurstofa islands GreinargerO VeOurstfa islands GreinargerO Flsi Hrafn SigurOssn GuOrun. Gislad6tti,r 6ranna Pålsd6ttir VeOurfar i j6rsårverum samkvæmt mælingum i ufuveri g nålægum veourstovum UnniO fyrir Landsvirkjun Vi-G99002-UR01

Více

ABCDEFGHIJKLMNOPQRSTUVWX YZabcdefghijklmnopqrstuvwxy zàáâãäāăåǻąæǽćçĉčċďđè ÉÊĚËĒĔĖĘĜĞĠĢĤĦIÌÍÎĨÏĪĬĮIJĴĶĹŁ

ABCDEFGHIJKLMNOPQRSTUVWX YZabcdefghijklmnopqrstuvwxy zàáâãäāăåǻąæǽćçĉčċďđè ÉÊĚËĒĔĖĘĜĞĠĢĤĦIÌÍÎĨÏĪĬĮIJĴĶĹŁ Information Guide Volume 1.0 ABCDEFGHIJKLMNOPQRSTUVWX YZabcdefghijklmnopqrstuvwxy zàáâãäāăåǻąæǽćçĉčċďđè ÉÊĚËĒĔĖĘĜĞĠĢĤĦIÌÍÎĨÏĪĬĮIJĴĶĹŁ ĽĻĿŃŇÑŅNÒÓÔÕÖŌŎĿ ŃŇÑǾ Œ ŚŜŠŞȘŤŢŦÙÚÛŨÜŪŐ ŚŜŠŞŔŘŖ Ẅ ỲÝŶŸŹŽŻŊÐÞÙÚÛŨÜŪŬŮŲẀ

Více

FS Jack. opqrstuvwxyzttkaraœŕřŗśŝšşșť ţŧùúûũüūŭůűųẁẃŵẅỳýŷÿźžżŋð þ #$ ƒ% #$ ƒ% + ± = ~^<>

FS Jack. opqrstuvwxyzttkaraœŕřŗśŝšşșť ţŧùúûũüūŭůűųẁẃŵẅỳýŷÿźžżŋð þ #$ ƒ% #$ ƒ% + ± = ~^<> Information Guide Volume 1.0 ABCDEFGHIJKLMNOPQRSTUVWXY ZÀÁÂÃÄĀĂÅǺĄÆǼĆÇĈČĊĎĐÈÉÊĚ ËĒĔĖĘabcdefghijklmnopqrstuvwxy zfffiffifjffjflfflffĝğġģĥıìíîĩïīĭįijĵķĸĺłľļŀń ňñņʼnòóôõöōŏőøǿabcdef ghijklmn FS Jack opqrstuvwxyzttkaraœŕřŗśŝšşșť

Více

Islandsko-český studijní slovník

Islandsko-český studijní slovník Islandsko-český studijní slovník Æ æ Autor: Aleš Chejn Spoluautoři: Jón Gíslason - fonetický zápis Ján Zaťko - korektury Poděkování: Dorotě Nierychlewské-Chejn, Jiřině Chejnové, Simoně Petrásové, Petru

Více

Islandsko- eský slovník 1.3

Islandsko- eský slovník 1.3 Auto i: Aleš Chejn, M.A. Renata Pešková Emilsson Islandsko- eský slovník 1.3 únor 2007 blak n sg (-s) volejbal blanda f (blöndu, blöndur) směs ~ af litum blanda v (dat) (-aði) smíchat, míchat Ég blanda

Více

Islandsko-český slovník 1.3 1

Islandsko-český slovník 1.3 1 Islandsko-český slovník 1.3 1 Aleš Chejn 2 červen 2008 1 Tento pdf soubor byl vytvořen v červnu 2008 v L A TEXu pod Ubuntu 8.04. Obsah slovníku je shodný s pdf souborem z února 2007. Dokument má 120 stran

Více

Ormr inn langi/dlouhý had

Ormr inn langi/dlouhý had Ormr inn langi/dlouhý had Příspěvek k nejslavnější lodi Vikinské éry a lodím tehdejší doby v roce 2011 vypracoval Tomáš Vlasatý 1 - Přemluva Snad každý již slyšel o Vikinzích a jejich nájezdech na Evropu

Více

FS Lola ABCDEFGHIJKLMNOPQRSTUVWXYZ ÀÁÂÃÄĀĂÅǺĄÆǼĆÇĈČĊĎĐÈÉÊĚËĒĔ ĖĘĜĞĠĢĤĦIÌÍÎĨÏĪĬĮIJĴĶĹŁĽĻĿŃŇÑŅÒÓ ÔÕÖŌŎŐØǾŒŔŘŖŚŜŠŞȘŤŢ ÙÚÛŨÜŪŬ

FS Lola ABCDEFGHIJKLMNOPQRSTUVWXYZ ÀÁÂÃÄĀĂÅǺĄÆǼĆÇĈČĊĎĐÈÉÊĚËĒĔ ĖĘĜĞĠĢĤĦIÌÍÎĨÏĪĬĮIJĴĶĹŁĽĻĿŃŇÑŅÒÓ ÔÕÖŌŎŐØǾŒŔŘŖŚŜŠŞȘŤŢ ÙÚÛŨÜŪŬ Information Guide Volume 1.0 ABCDEFGHIJKLMNOPQRSTUVWXYZ ÀÁÂÃÄĀĂÅǺĄÆǼĆÇĈČĊĎĐÈÉÊĚËĒĔ ĖĘĜĞĠĢĤĦIÌÍÎĨÏĪĬĮIJĴĶĹŁĽĻĿŃŇÑŅÒÓ ÔÕÖŌŎŐØǾŒŔŘŖŚŜŠŞȘŤŢ ÙÚÛŨÜŪŬ FS Lola ŮŲẀẂŴẄỲÝŶŸŹŽŻŊÐÞabcdefghijkl mnopqrstuvwxyzfiflĝğġģĥħıìíîĩïīĭįijĵķ

Více

ABCDEFGHIJKLMNOPQRSTUVWX YZabcdefghi jklmnopqrstuvwxyz ÀÁÂÃÄĀĂÅǺĄÆǼĆÇĈČĊĎĐÈ ÉÊĚËĒĔĖĘĜĞĠĢĤĦIÌÍÎĨÏĪĬĮIJĴĶĹŁ

ABCDEFGHIJKLMNOPQRSTUVWX YZabcdefghi jklmnopqrstuvwxyz ÀÁÂÃÄĀĂÅǺĄÆǼĆÇĈČĊĎĐÈ ÉÊĚËĒĔĖĘĜĞĠĢĤĦIÌÍÎĨÏĪĬĮIJĴĶĹŁ Information Guide Volume 1.0 ABCDEFGHIJKLMNOPQRSTUVWX YZabcdefghi jklmnopqrstuvwxyz ÀÁÂÃÄĀĂÅǺĄÆǼĆÇĈČĊĎĐÈ ÉÊĚËĒĔĖĘĜĞĠĢĤĦIÌÍÎĨÏĪĬĮIJĴĶĹŁ ĽĻĿŃŇÑŅNÒÓÔÕÖŌŎŐǾŒŔŘŖ ŚŜŠŞȘŤŢŦÙÚÛŨÜŪŬŮŲẀẂŴ ẄỲÝŶŸŹfiflàáâãäāăåǻąæǽćçĉčċď

Více

C. GAGNKVÆM VIÐURKENNING Á STARFSMENNTUN OG HÆFI

C. GAGNKVÆM VIÐURKENNING Á STARFSMENNTUN OG HÆFI C. GAGNKVÆM VIÐURKENNING Á STARFSMENNTUN OG HÆFI I. ALMENNT KERFI 31992 L 0051: Tilskipun ráðsins 92/51/EBE frá 18. júní 1992 um annað almennt kerfi til viðurkenningar á starfsmenntun og starfsþjálfun

Více

L 125/2 Úřední věstník Evropské unie

L 125/2 Úřední věstník Evropské unie L 125/2 Úřední věstník Evropské unie 12.5.2012 ROZHODNUTÍ RADY ze dne 24. dubna 2012 o postoji, který má Evropská unie zaujmout ve Smíšeném výboru EHP ke změně přílohy II (Technické předpisy, normy, zkoušení

Více

ELS Tíðindi. Vörumerki - Einkaleyfi - Hönnunarvernd - Byggðarmerki

ELS Tíðindi. Vörumerki - Einkaleyfi - Hönnunarvernd - Byggðarmerki ELS Tíðindi 35. árg. 11. tbl. 15. nóvember 2018 Vörumerki - Einkaleyfi - Hönnunarvernd - Byggðarmerki Alþjóðlegar tákntölur Útgefandi: Einkaleyfastofan Ábyrgðarmaður: Borghildur Erlingsdóttir Afgreiðsla:

Více

14/10/2015 Z Á K L A D N Í C E N Í K Z B O Ž Í Strana: 1

14/10/2015 Z Á K L A D N Í C E N Í K Z B O Ž Í Strana: 1 14/10/2015 Z Á K L A D N Í C E N Í K Z B O Ž Í Strana: 1 S Á ČK Y NA PS Í E XK RE ME N TY SÁ ČK Y e xk re m en t. p o ti sk P ES C Sá čk y P ES C č er né,/ p ot is k/ 12 m y, 20 x2 7 +3 c m 8.8 10 bl ok

Více

Konflikt dvojí stylistiky v islandských ságách: litotes versus superlativ

Konflikt dvojí stylistiky v islandských ságách: litotes versus superlativ Konflikt dvojí stylistiky v islandských ságách: litotes versus superlativ Markéta Ivánková (Univerzita Karlova v Praze) OPEN ACCESS Pojem staroseverská próza téměř automaticky evokuje představu islandské

Více

š Ť Ť é é é š é é Ť Ť Ž ň Ť šš š š é é Ť Š Ť š é é ň é é Ť ň š š é š š ň é é é é ň é š š ň é é Í é Ť Ť ň Í š ň é Ť Í é é ř ň é ď Ž š ň Ť š š Ť é Ť Í Í Ť ň é Ť Ť š é Í Ď é é é ň š ň š š é ň Íš é é š ň š

Více

Obecního úřadu v Palkovicích

Obecního úřadu v Palkovicích O úř P 07/2014 ů ř J ř V Př ň ř ř ř Z E3 U ř ř R M ř S U V AM ř č K C č č P E Z P N P Z SDH 014 Z ř úč R 2 č Z E f L č J R N ř B ú Bč V ř č 2014 D K č H 1 1 č M 16 M AMS ů ů S V č č č ř Hč C ů V -K č N

Více

Á é ž ž ř ň š š ř šš ř ž ú ú ú ú ř ř ž ž é é ž é ř ř é ř š é šť é ť é é Č é ř ř é ř úř ž ř š Ž ž é ž ž ž š é é šť é ř ť ř é é ř é ř ó é ř š é é é é é

Á é ž ž ř ň š š ř šš ř ž ú ú ú ú ř ř ž ž é é ž é ř ř é ř š é šť é ť é é Č é ř ř é ř úř ž ř š Ž ž é ž ž ž š é é šť é ř ť ř é é ř é ř ó é ř š é é é é é é Úř Ů úř Č Ř ř úř úř úř ř š ú ř š ř é ú Í ř ž Ž ž Č é ó ř Í š šú ú Í ř ú ř Í Í š ř ř ú ř é ž š ř é ř Č Č ř é ř úř é ú ř Ž é Á é ž ž ř ň š š ř šš ř ž ú ú ú ú ř ř ž ž é é ž é ř ř é ř š é šť é ť é é Č é

Více

Lekce 5. Jana har vondt i ei tann. Hun må bestille time hos tannlegen. Sykepleier: God morgen! Tannlegen Johannessen. Hvordan kan jeg hjelpe deg?

Lekce 5. Jana har vondt i ei tann. Hun må bestille time hos tannlegen. Sykepleier: God morgen! Tannlegen Johannessen. Hvordan kan jeg hjelpe deg? [NORŠTINA 5. LEKCE] 1 Lekce 5 Struktura: Dialog Ustálená spojení Slovíčka Gramatika Cvičení Víte, že? Dialog: Jana bestiller time hos tannlegen Jana har vondt i ei tann. Hun må bestille time hos tannlegen.

Více

í š ž í í í š č ě é áž ž ě ě ý š ý á ž ž í í á á ů ě ě Š á á č á áž é á č á á č á í ř ý é é š ě š ě á á á ó é ě í ě í ž č ž čí í í á í ř č ý ý á í č é

í š ž í í í š č ě é áž ž ě ě ý š ý á ž ž í í á á ů ě ě Š á á č á áž é á č á á č á í ř ý é é š ě š ě á á á ó é ě í ě í ž č ž čí í í á í ř č ý ý á í č é ÁŇ Š Á ů čí á Š á á ě ů ž í č é á í čá í í í é í ě í é í á í ž ě ě ř ě č é á í ý ř áš í á í é ě ší ý ř Š á ě ě é é ší č í ří Ž Ž é ř á í ý ý á í ě ř ě č í Š á úč č í í é č í á Š á í í á í í é ě é ř é é

Více

š ř Č šť ň ř ž Č Č ř ž š š ď Č Č ť ř ř ž ř ř ž š ř ř ř ř š ř ď š ř š ř ž š š ř š š š š š ď š ď š š ř š ř Ž Á š ř ž ř ů š ř ů ř Ú ř Ú ů ů ň ř ů š ř š Ú ř š ď š š š š ůž ř ň ř ň š š š Č Ú š ž ř ž ř ř š š

Více

Obsah. Geografie a přírodní podmínky. Historický přehled. Současná situace. Kultura. Jazyk

Obsah. Geografie a přírodní podmínky. Historický přehled. Současná situace. Kultura. Jazyk Island Obsah Geografie a přírodní podmínky Historický přehled Současná situace Kultura Jazyk Zeměpisná poloha Grónsko 270 km Island 430 km 970 km 820 km FO Sh Norsko. Skotsko Geologie Krajina. Fauna. Historický

Více

Í ě Í ě ú ě ě Í Ú ě š ě š Ř Ť Ť š š š ů ú ě ě Í ě š Í ě Í š Ě Ž Ř ů ů Č ó Ú É Ď Ň Ř Ú Ú Í Ú ú É Ž É É ď ú ó Á ó É ň ů ó ů ú Á ů ÍÉ É ú Í ůó Č ď ď Í ď Č Č óó ú Č ě Ž ě ě ů š ě š š Ó ě Č š ě ě ě ě š ě ůž

Více

ř ě ř Í ě ý ě ě ť ů ž Ú ř ž ř ž ť ž š ú ý ř š ů ž ž ř ý ů š ě á ž ž á ý ý ž ř ý ěř ý á á ě á ě ž á ů ěž Ž ě ý Ž áš š ř ý á ř á á ě ž ř ě š ř ě á ž ě ý á ě ý ý ž š ň ě ž á áš ě ě á á š š š á á ář ě ě ž

Více

š ů Č š Á ů ů š ů ů ů š š ů š š ď š ů š ů š šš ů ů ů ů Č ú ů ů ňů ů ů š š ď ť š ť š š ň Ť ů š š ď ď š Á š ů Č ň š ů š š š ň š Š ú ů ň š ť ú š š ů ú š ů š ň š š š š ů Č Ť ů ů ů ů ů ů ů ů š ů š ó š ů ň ú

Více

ABCDEFGHIJKLMNOPQRSTUV WXYZabcdefghijklmnopqrstuv wxyzàáâãäāăåąæǽćçĉč ĊĎĐÈÉÊĚËĒĔĖĘĜĞĢĠĤĦIÌÍÎĨÏ ĪĬĮIJĴĶĹŁĽĻĿŃŇÑŅÒ ÓÔÕÖŌŎ ŐØǾŒŔŘŖŚŜŠŞȘŤŢŦÚÛŨÜŪ

ABCDEFGHIJKLMNOPQRSTUV WXYZabcdefghijklmnopqrstuv wxyzàáâãäāăåąæǽćçĉč ĊĎĐÈÉÊĚËĒĔĖĘĜĞĢĠĤĦIÌÍÎĨÏ ĪĬĮIJĴĶĹŁĽĻĿŃŇÑŅÒ ÓÔÕÖŌŎ ŐØǾŒŔŘŖŚŜŠŞȘŤŢŦÚÛŨÜŪ Information Guide Volume 1.0 ABCDEFGHIJKLMNOPQRSTUV WXYZabcdefghijklmnopqrstuv wxyzàáâãäāăåąæǽćçĉč ĊĎĐÈÉÊĚËĒĔĖĘĜĞĢĠĤĦIÌÍÎĨÏ ĪĬĮIJĴĶĹŁĽĻĿŃŇÑŅÒ ÓÔÕÖŌŎ ŐØǾŒŔŘŖŚŜŠŞȘŤŢŦÚÛŨÜŪ FS Untitled ŬŮŲẀẂŴẄỲÝŶŸŹŽ ŻŊÐÞfifl

Více

Ů ř ě ů Ž Ž á á á á á ý ú ů ů š ě ů á á á Ž Š ář ř ě ů Ž Š ř ě Ů ř ě Ž š Ž ě ýš á á č č ý ář ě ů ř ě ě Ž čá ář ě á ě ě ě ř š á á ř ý á á á Ž ř ú á á ř

Ů ř ě ů Ž Ž á á á á á ý ú ů ů š ě ů á á á Ž Š ář ř ě ů Ž Š ř ě Ů ř ě Ž š Ž ě ýš á á č č ý ář ě ů ř ě ě Ž čá ář ě á ě ě ě ř š á á ř ý á á á Ž ř ú á á ř á ě á á áš č á á č á ě á č ě ě š ř ů á Ó ř ě ě š ř ů ě á áš á áš Á Ú á á áš á ů á ň ý č ž á ř Ž á ě ř ř ě Ž á ň á á ů ý ý ř ř á ř á á úř á á á č ě ě š ř ů á á Ů ř ě ů Ž Ž á á á á á ý ú ů ů š ě ů á á á

Více

ó ÝšÉč ó Áč š ó š č ň ž š ó ř č č ř č š č ř č ř ř Ť ó š Ž Ú č č š ž ř ó ř ž Ž Ó žň Ť Ž č č Ý š ž ž ř č š š Ž ř Ž Ú ú ž ř ž č ž č š ř ž ú ó ř š ů ž č ó ú ž ž Á ň š ř ů ú Ž č ř ů Ž č ž ř ů ó Ú É ž š č ř

Více

Ť Í ň š Ť ň Ú Ú Ť č č č č ň ů š Ť ňš č š ť Ť š š č š ň č š č ť č š č Ť Ž Ť Ť š č Í š š ť š Ť ň č š Í ňč ň č š ň Ž č č ú č ť ď č Ť Ť ň ň š Ť č š ů ň ň Ů Í š š ň š ť Ů ň č Ž Ž ť č č Í Ď ť Ťč š ť š Ž Ď Ž

Více

í ý ó ý ó š í á á é ě ší é í ě ě é Č Ě í í í é ý ž é á í ž ý ů ý í ů í á é ě ňá ů š ě é ř é ší á í ž ř í čí é ý ř ž ý é á í ý ý é č é é ě é é í ř í š

í ý ó ý ó š í á á é ě ší é í ě ě é Č Ě í í í é ý ž é á í ž ý ů ý í ů í á é ě ňá ů š ě é ř é ší á í ž ř í čí é ý ř ž ý é á í ý ý é č é é ě é é í ř í š í ý ó ý ó š í á á é ě ší é í ě ě é Č Ě í í í é ý ž é á í ž ý ů ý í ů í á é ě ňá ů š ě é ř é ší á í ž ř í čí é ý ř ž ý é á í ý ý é č é é ě é é í ř í š í ř í é čí í ř č é ř č é ř ě ý é í í č í é í é čá ř

Více

í ě ý ě ý á ů ě ší á ž á ý á ž ý č ě ě á ý ě ě ě á ž é é ě ř á ů š ý ů ě é í í í č í í ě ř ý é ě ě ě é ě á í á č ý í ří ž ě ý á í č í í í ří í ý á í ž

í ě ý ě ý á ů ě ší á ž á ý á ž ý č ě ě á ý ě ě ě á ž é é ě ř á ů š ý ů ě é í í í č í í ě ř ý é ě ě ě é ě á í á č ý í ří ž ě ý á í č í í í ří í ý á í ž Ě ĚŠŤ É ří á ý í á ý í Í á í ší ý ň í á ý í čí á ě í ěšé á ě ž ě ť á á ú í é ý ý á ž á ý í á í í š ě í í ří á ž ě ší č é šíř í í ě í í é í ďá á í č ě í á í ý á í ř í á á ž ď á á é í ř á ý í č ý ů č š í

Více

Í ÚŘ Í úř Č Ú Ř Á ÁŠ ý č úř ř ř ř š ý Í č ú ř ě č č é ú ř Í Ž ž ž ě č ý ý ě ř š č ě šú ě ú Í ř ú ř ě é ž č ú č ě č šť é ř č ř é č ř č ř š é č ě ý č č š é ú š č ě ě ě ř é ž č ú č ě č š é ú ý ů ě ý ě ž ž

Více

ú Ř Í ř ř š ř Á ň ň ř ň ř ň ř ň ř ť ř ť Ď ř ř ř ř ř Ž ď ř ř ř ř ř ř Ý Á ř ř Í Š Š Ž š ř Č Á Ž ž ř Í š Š Š ř Á ř ř ř ř ř ř ž Ž Ž š š Č ř ř Ú Š š Š Š ř š Ť Ž ú ž ú Ž š ř Á Í Č ó ť ř ň ř ř ř ř ú šř š ř Ž

Více

ě š ť ť ů ě ť č š é ě é é Ž š Ž š š š ě č š š ě š š ě šť é š Š é ě Í ú ě ě Í ě ů é ě ě ě ě š Í š Ž ě ť č ě ť Ž š é é é š ě ú ě Ž ě š š ě Ž ů úč Í é Í

ě š ť ť ů ě ť č š é ě é é Ž š Ž š š š ě č š š ě š š ě šť é š Š é ě Í ú ě ě Í ě ů é ě ě ě ě š Í š Ž ě ť č ě ť Ž š é é é š ě ú ě Ž ě š š ě Ž ů úč Í é Í Ě Ý Í Č ě Í ů Č č ě č ě č Í é é é ě é é ě Í é ě č ť ě č ť ů úč ť ÍČ é č Í é é č č ť ě Žň ě ň š č ě Íž š č č ě šú š Č é ě ť Ž č ň Ž č é úč š Í Š é é č Í Í é š ě ě é ě ť č š č ť Ž č é é č ť č ě Í Í é š ě

Více

á á ž á ý á ě é ý ěř é ý á ě é ť ý é š ó á ů ú á Ž á ý Ť ň ó é ř ě é ř ú á é ř é ů ě á ě ě é á ú ě ěř á ě ě řá Ú á á ž ě á á é Š á ě ě á š é é ě é ě á

á á ž á ý á ě é ý ěř é ý á ě é ť ý é š ó á ů ú á Ž á ý Ť ň ó é ř ě é ř ú á é ř é ů ě á ě ě é á ú ě ěř á ě ě řá Ú á á ž ě á á é Š á ě ě á š é é ě é ě á Ě á ř é á ě é ř ů á Š š Š š á á á á ěř ů á ě ě řá á ě ý ú ě á é úř ě ř ý ř á ď ě á ě ě Ž Š Š Š ě ý ě ř á Š á á ě á á ť é ář é ě ě ý á ó Žď á Ť ř ž á ň á á ť řá é ř ě ě á žá á Ž é á á ř á á á á ž Žá ě ý

Více

á š á á ě ř é ÍŽ ě Ž Ď ě á Ď á á á é Ž š Ď ě Í é š ň á á ě č ě Ů š Í Ý á ě ě á Í Í Í ě š š ěň é Ž á é ě ě é ňí š Í é á ě ě é š č č č á é ě é ě ě Ď á ě

á š á á ě ř é ÍŽ ě Ž Ď ě á Ď á á á é Ž š Ď ě Í é š ň á á ě č ě Ů š Í Ý á ě ě á Í Í Í ě š š ěň é Ž á é ě ě é ňí š Í é á ě ě é š č č č á é ě é ě ě Ď á ě áě á á Š Á É Ě čá á č é ě ň ě á Í š č é Ž ě é á á Ů ň Í š ě ň ěž ě é ě á Ů á č é á š ě é é ě á ň š š á Í é š ě ň é ě é ě ě é á Ž ň á á č š Í Č č ě ĎÍ ě ěž á é Í á č é é é ě á š ě é š Ž č ě Ž č ě Ž é Ů

Více

Lekce 3. Jana: Nei, takk, men jeg er litt tørst. Jana: Jeg vil heller ha et glass vann. Ola: Har du ikke lyst på vin? Jeg tar et glass rødvin.

Lekce 3. Jana: Nei, takk, men jeg er litt tørst. Jana: Jeg vil heller ha et glass vann. Ola: Har du ikke lyst på vin? Jeg tar et glass rødvin. [NORŠTINA - LEKCE 3] 1 Lekce 3 Struktura: Dialog Ustálená spojení Slovíčka Gramatika Cvičení Víte, že? Dialog: Hjemme hos Ola Jana kommer på besøk til Ola. De sitter i stua og prater sammen. Jana: Du har

Více

é ě Č Í ě ě š ě ě é č ě ě ž č ě Č ě é ě ě é Í Č ě á ě ě ě á č Š ě č é Č č ě č ě ě é č ě č ě ž é ě Š á ě á á č á á Ů š á šš é ě ě á á á Á č á á á č ě á

é ě Č Í ě ě š ě ě é č ě ě ž č ě Č ě é ě ě é Í Č ě á ě ě ě á č Š ě č é Č č ě č ě ě é č ě č ě ž é ě Š á ě á á č á á Ů š á šš é ě ě á á á Á č á á á č ě á Ě Ý úř č é á ě ú á ž č á č č č Ř Á Áš é ú ě ý ú č š ý č á Ú á č ě á ě ý ů é ě š ů á á ě é ó á á ě á á ě ů á á á é á žáď š Č Šě á ú ě éúč é á á ú Š č é á ú é é š Ň á é č á č á č á ě Ú ě á ě ě č ú ě é úč

Více

ř ě ěš ý ý ý ř ě ě ř ě š ň ý ě š ě ň š ř ř š ý ý ěř ů ř Ú ů Ž ěř ů ň ěř ň š ň ěř ň š ň ěř ň š Ú ě ě ě Ř ř ě ěš ý ý ý ř ě ě š ě ě ě ú ů ř ý ý ý ě ř ř ý ý ě š ě š ř ř š ý ě ř ý ů ř š š ř ř ú ě ř ů ě ý ě

Více

ř í ší é ě é ří č é č é é š í ě é é á č ý á é ř ě ý ů é é ó ó í ě ěá í ž ě ší ž é á ó ě í ří é é ě ů Ť é ř ý á ě ší ý ž é á í žň á ý é ž í á á ří ž š

ř í ší é ě é ří č é č é é š í ě é é á č ý á é ř ě ý ů é é ó ó í ě ěá í ž ě ší ž é á ó ě í ří é é ě ů Ť é ř ý á ě ší ý ž é á í žň á ý é ž í á á ří ž š ř í ší é ě é ří č é č é é š í ě é é á č ý á é ř ě ý ů é é ó ó í ě ěá í ž ě ší ž é á ó ě í ří é é ě ů Ť é ř ý á ě ší ý ž é á í žň á ý é ž í á á ří ž š Í ě í š í é í čá í š ý ó ý í ř ě ě ý ř ě ší é ý ý ě

Více

č š š ř ř Í ů č Ě Á Š ŠÁ Ř Ď É Í Ě Í Í čí ž ě č é č ě ý Ž ř ě č ý ě ý ý ř ě š ý ě ť ý é é ě ě é ě é ř é ř Ť ě š ě ž ě é ě é é ů ě é ř ú ý ý é ěř ý ý š ý ý ž é é š ý š ě ý ř ř ř ě š ý ě ý ý ř ě é Ž é é

Více

é žď ě ř ř ě ž ň ů é ě é ř ě ě š ř ů ó ě ě ě š ů ě ě š ř ů ě ó š óš ř ě ů š š é žď ě ř ř ě ž ň é ú ě ě ě ř ěř ú é é é é é é é ú ě ú é š š ú ě ř ů ů ě é é ů ú ž é é ů é ž é ř ě ě ě ě ř ř é é ž š ž é ř š

Více

é ž ú ú ú ú ý řěč ř ú úč ú š ďá ě č ó ř á úč ě š á žíš řě ě á ó Žíš ě é č é ě ší ěžší ú ě ě ší áč é ž á ý ř š í čě ší č ú ú á é ě é š á ú á á á í ř í

é ž ú ú ú ú ý řěč ř ú úč ú š ďá ě č ó ř á úč ě š á žíš řě ě á ó Žíš ě é č é ě ší ěžší ú ě ě ší áč é ž á ý ř š í čě ší č ú ú á é ě é š á ú á á á í ř í ář ě ě ý ť Í š ý ýť á í í ň á í č í ý ý ý ý č á č áč í á ť ě ě é á í í ý ř á ší ě ě ší í á ý á ě ší á í č ě é šš č í á í ší ř ě ář Í í ň čá í á ř í é á í ěř š ář í é á á é é ů š á í é ě é ý á ý ú á é á

Více

ů á ů ř á ž ž á ž á ř š ř š ř řá ú ž š á ú ů ř ý ý ů ú á ř ý ř ř ý á á š š ů š š š š ý ů ž ýú š ž á ý ř ů ář á ý ř ů ž áž ů á ř š š š ř á á š řá á á ň

ů á ů ř á ž ž á ž á ř š ř š ř řá ú ž š á ú ů ř ý ý ů ú á ř ý ř ř ý á á š š ů š š š š ý ů ž ýú š ž á ý ř ů ář á ý ř ů ž áž ů á ř š š š ř á á š řá á á ň ř á á Á ý á Í š á š Šá ú á ň ňá ú á ý ňá á š á á ř ř ž á á á š š á ý ř ů ř á ž ř ž ř š ý šť ý á š š šť á ý ř ů Š ář á Š ř řá ý ů á ý ů řá řá ř ú š á á ř ý á ů ý řá á ř ý ý á ř á ř ž á á ř á ž ý ý ý š ž

Více

č č Ť ď

č č Ť ď č č Ť ď Ě č úň č Ť Í Ť Ť Ť č Ť č ď č Ť Ů č Í ť Ó Í č č Ú ň č Í ď Í č Í ď č ď Ť č Ť Ť Ť ň Ť ď ď Ť Ú č č Ť č Ě č Ý Í ň č Ť Í ď úť Ť č Ť Ú ň Ť č Ť Ť Í Ť Ť ď Ť č Ů ň Ť č Ť Í Ť Í Ť ň ů Ú Ú ď ú Ó ď č Ó ú ň č

Více

ě úř š úř Č ř Š Ú Š ú ě úř úř úř ř š ú ř ě ě ŠÍ ř Ů ú ř ž Ž ě ě ě é ě é é ž ě š ě š ú ě ú ř ř ú Ť ě ř ú ť é Č é ž š ě š Í ž é š ě ú ř ř ř ř ú ň é ě é ě Č Č ú ř ř ů é ě ě ú ř ř ě ě ř ř ž ě ú Č ě ú ř é ě

Více

á ů ů ř ě Í Ž ýš ý ů ř š ý ř š ý Í ž Í ž úř ě ž Ž ř é á ě ž é Ž á é Ž á ě Ž ř ů é ěř ě ř ý á ř ř ú á á ý ú á ř á á ů é ř úř š ýš ý ů ů á á é š ě á é á

á ů ů ř ě Í Ž ýš ý ů ř š ý ř š ý Í ž Í ž úř ě ž Ž ř é á ě ž é Ž á é Ž á ě Ž ř ů é ěř ě ř ý á ř ř ú á á ý ú á ř á á ů é ř úř š ýš ý ů ů á á é š ě á é á úř ýúř ř é Č ř á á Í ýúř ř é á á á á á á ě ě ř š ý á é Í é ě á á řá é ě á řá á řá á é Č á ě é úř úř á úř Ú á úř Ú ž Č á Š á á Č á Š á ě é ý áž ě ř ř ů Ú ě ý ř ý ř ý á ú ů ě úř Ú ýš é á é á ě ě ž é ž ě

Více

ÁRSFRÁGREIÐINGIN 2015

ÁRSFRÁGREIÐINGIN 2015 ÁRSFRÁGREIÐINGIN 2015 FÓTBÓLTSSAMBAND FØROYA ÁRSFRÁGREIÐING 2015 FÓTBÓLTSSAMBAND FØROYA 1 2 Ársfrágreiðing 2015 Fótbóltssamband Føroyar Lagt til rættis: Hans Erik Danielsen Forsíðumynd: Olaf Olsen Baksíðumynd:

Více

É Í Č ě Ž í ří ú á ý ě í ě ě ý á á Ž á Ž š Ž áží ř ě á Č á š á ř í ú řá š í í řá š í řá š í ř í ě ý ř ú í á í í í í í á Ž ž ří řá ý í ý í řá š í í řá

É Í Č ě Ž í ří ú á ý ě í ě ě ý á á Ž á Ž š Ž áží ř ě á Č á š á ř í ú řá š í í řá š í řá š í ř í ě ý ř ú í á í í í í í á Ž ž ří řá ý í ý í řá š í í řá ý ž á ř íš ú ú í á á Í š ř ě á š ó á Ž á ť á ě Ž š í ý áš ú ý ž ě ěň á ě ý ř š ě ř á š á ý ě š á á ó í ř Ž óž ř Ž ě á í ě Ž š í ž š á ž Ť á ěš ě ř ý ě í ě ú ž úž í á ř ý í ě š ě š ž š ě ě Ž ž ří ří á ě

Více

ř ý ý é š ř ř é ř Ž ď č č č é ů é š é é ř é ř Č č é ů é ú ž č é Ž ř ý é ř ó ý é ž č š úč č é ů ů č é ů ř Ž é ř é ř ž ř č é ů é č č ý ů š č é ů ř Ž é ř č ů é ž ř š č č ů ř ž é Ž š č ů č ů ř ý é č é ů ž

Více

á ř é á ů ň Š á Š ě Š ř ř á á á á Ť é á ů á Ť ř é ě š ř ý ů áš á ř é á á á é ř á ř á ú á é á á ú á é á ú á é ý ů á ý ů á ú á ú é ř ě é ř á ý ě á ř á ý ůě é ř á ť é á ě á á ú é á á ě ě ů á á Š Ť á ěř á

Více

ř ř ě š ě ě é ř é ě é é ř ě ěš á é é ú žá ýš é á á á ř ý é áž á é ý ó žá ů žá ů á ýš á žá é ř ýš é ň á žá ů ý á ýš á é žá é ř ýš é ň á ýš žá ů ě á á á

ř ř ě š ě ě é ř é ě é é ř ě ěš á é é ú žá ýš é á á á ř ý é áž á é ý ó žá ů žá ů á ýš á žá é ř ýš é ň á žá ů ý á ýš á é žá é ř ýš é ň á ýš žá ů ě á á á ě ý úř é á ě úř á é á ě á úř á ř ě Ú Ú É Ý ň Í ú ř á áš á ť ý á á ě ý úř úř ě řá úř ř š ý á ú á á řá á ě ú é á á ú ř é ů á ó á ý é é é é ž á žá á ě ř á ě Č Č á á á á á ěř ý ě á ě á á á áš ě š ú ě ú á ú

Více

ě šú ě ě ů č é č é ž Š Á Í Č č é ž č é ž ž ř ž ž š ú ů č š č é ž ž č ě é ěž ěř é ý č ý č ž ž ěř é č ě ý č ň ěž š č ř č é č ř ž ž ý ů ž ě ý ž ů ž ě ě é ú ř š Á Á Í Ř Ě Ž Č ý ž ž ř č ž č ů ě č č č š č é

Více

Á Č ří ří ý ě ě í ář í í ž í í čí í í é é ě ě š ě š ý č ář ý á ř ě Č ě ě ě č ář á á ý ě č í ě č á ž ř á í ě é á ě ž ř á ý ú č ý š Č í čá é é á é é é í ž í í á á á š í í ž č é č ě é é í ě é ě í ě ě ó š

Více

č á ž á ž ý ý Ú ď ě é ř ářž ž ý ř ůž ř š á ů ž é á é ř ť á ě á ž É ř á é ř ť éž ě é é ě ů ě č é ě á é éř ý ě ě š ý š ř é ě š š á ě šá á é á ň é á ž á

č á ž á ž ý ý Ú ď ě é ř ářž ž ý ř ůž ř š á ů ž é á é ř ť á ě á ž É ř á é ř ť éž ě é é ě ů ě č é ě á é éř ý ě ě š ý š ř é ě š š á ě šá á é á ň é á ž á ďť č á ž á ž ý ý Ú ď ě é ř ářž ž ý ř ůž ř š á ů ž é á é ř ť á ě á ž É ř á é ř ť éž ě é é ě ů ě č é ě á é éř ý ě ě š ý š ř é ě š š á ě šá á é á ň é á ž á é ž š ý ř ášý ě ý ů é é á é ěž ř ý á š ů ž ě š š

Více

ř ž ž ž ů ž ů ř ž ů ž ř Ť ů ř ř ž ú ř ů š ř š ř ň ř ú ň š ž ď ř š ř ů ů ž ž ř ú ň ř ž ř ž ň ň ř ž ů ň ř ň ř ž ř ú ú ň ž ž

ř ž ž ž ů ž ů ř ž ů ž ř Ť ů ř ř ž ú ř ů š ř š ř ň ř ú ň š ž ď ř š ř ů ů ž ž ř ú ň ř ž ř ž ň ň ř ž ů ň ř ň ř ž ř ú ú ň ž ž ů ú ř Š Ř ž š ř ú ž ž Ú Ú š ů ť ř ř ď ř ř ú ř ů ó ř ř ř ž ž ž ů ž ů ř ž ů ž ř Ť ů ř ř ž ú ř ů š ř š ř ň ř ú ň š ž ď ř š ř ů ů ž ž ř ú ň ř ž ř ž ň ň ř ž ů ň ř ň ř ž ř ú ú ň ž ž ř ř ř ž ž ř ž ž ř ř ř Ť ď

Více

ř ě ř ě ř ý ý é ý ě ě ě ř é ř ě ěš éř š š ú ř é ř Ž ů ý é ě é ř ě ř é ý é ěš ý ý ěš ý š ř ě ř ý ú ě ý ř é ř ě ř é ě ěš é ž ě é ý Ú Ž ř ýš éř š ě ě ě ě

ř ě ř ě ř ý ý é ý ě ě ě ř é ř ě ěš éř š š ú ř é ř Ž ů ý é ě é ř ě ř é ý é ěš ý ý ěš ý š ř ě ř ý ú ě ý ř é ř ě ř é ě ěš é ž ě é ý Ú Ž ř ýš éř š ě ě ě ě Ň ť Ť ř ó ó ý ó ó Č ý ó ě š ě ý š Č Č š úč ě š é ř é é ž ř ě ý úř š š ě ě ě ý ě ů Č š Č ú ó ř ě ř ě ř ý ý é ý ě ě ě ř é ř ě ěš éř š š ú ř é ř Ž ů ý é ě é ř ě ř é ý é ěš ý ý ěš ý š ř ě ř ý ú ě ý ř é ř ě

Více

ý č ě é é í Č Č ří š í ú ýž í š ě á í ý š á á ý í í š ř í é ě í ú é ě é č č ří š í í é í é č ý í ř ý á í š ě á í š ě í ýž í áš í ž ž á ý č ě í ří ř á

ý č ě é é í Č Č ří š í ú ýž í š ě á í ý š á á ý í í š ř í é ě í ú é ě é č č ří š í í é í é č ý í ř ý á í š ě á í š ě í ýž í áš í ž ž á ý č ě í ří ř á ý ě Č Č ř š ú ýž š ě ý š ý š ř ě ú ě ř š ý ř ý š ě š ě ýž š ž ž ý ě ří ř ě ú ú ň ň ý ě ý ě ě ž ř ř ř ý ř ýř ř ř ď ú ú ě ý ř ř š ě ř ú Č ň ý ú ýž š ě ř ý š ě ř ě ě š ě ýž š ě š ú ě ý ý ý ú ýž š ě úř ý š

Více

Č š š ť Č Č

Č š š ť Č Č Š ď š ť š Š ŠÍ Č š Ňš ň Í Ň Ě Š Ě Ó ď Č Č šš Č š š ť Č Č Ňň Ň Ě Ť ť ó ť ď Ě Ň Ě š š Ě Ě ĚĚ š š Ě Ě ť š Ě Ě Ě ĚŤ Á Ě Ě š Ě šě Ú šťě š Ě Ť Ť ó š š š š šš š Č ť ť Č Š Ž ň Ú ň š Č Č š š š ť š Š Ř Í Ý Ů Í Í

Více

É ž ř Ž á ě Ý ÚŘ Č Ž ř á Ř É ý úř é ž ř ě ě ě ř š ý á ř á č ě ě š ř ů á č á řá ě ě š ř ů á á řá á č ě ř ě ě š ř ů á á ě á á ř é ý á š ě ř é ý ě ž é áš

É ž ř Ž á ě Ý ÚŘ Č Ž ř á Ř É ý úř é ž ř ě ě ě ř š ý á ř á č ě ě š ř ů á č á řá ě ě š ř ů á á řá á č ě ř ě ě š ř ů á á ě á á ř é ý á š ě ř é ý ě ž é áš ž ř Ž á ě áš ě Č ř á Ž č č ř ů ř é žá ř ě ý úř é ž ř á ý úř ž ž é á ě ř ý á ů áš ě á ě é ž č é ž č é ř é á ř ř é č é á řá ý úř ř ň é ř ěš é úř ěž ů žň á ý ř č ě ý úř á ř š ž á ů ý á ú ř š ú é ě ě ž ú á

Více

í á ž é ř ě í é á Ž ú ů í ú ř č í ů ř ý ř ýí ř ž í ř ý ř č í í ř ň Š ř í é š á í é ú čí Í ří ě šííř áž ří š ě Š í ý á á ď á é ě Í á ý ů ří ě á é á ěž

í á ž é ř ě í é á Ž ú ů í ú ř č í ů ř ý ř ýí ř ž í ř ý ř č í í ř ň Š ř í é š á í é ú čí Í ří ě šííř áž ří š ě Š í ý á á ď á é ě Í á ý ů ří ě á é á ěž í á ž é ř ě í é á Ž ú ů í ú ř č í ů ř ý ř ýí ř ž í ř ý ř č í í ř ň Š ř í é š á í é ú čí Í ří ě šííř áž ří š ě Š í ý á á ď á é ě Í á ý ů ří ě á é á ěž éú Í ř ý ří č ý Á á í é ý ř á é é á á í ří á áš í á

Více

ul. Kostelní č Krmelín Ing. arch. Pavel Klein - KT architekti, Kroftova 35, Brno Tel:

ul. Kostelní č Krmelín Ing. arch. Pavel Klein - KT architekti, Kroftova 35, Brno Tel: ŇJC Ů C : mí í č 7 739 24 mí : -, f 35, 66 : 65 944 569 -m: @ www- ě : Č: 723852, Č 3647 m: ŇJC Ů C /26 J ŘŠ : mí í č 7 739 24 mí ://wwwm/ : -, f 35, 66 : 65 944 569 -m: @ www- ě : Č: 723852, Č 3647 á:

Více

Lekce 8. Jana: Ser du det bratte fjellet der borte? Skal vi ikke dit? Ola: Nei da, det skal vi ikke. Hytta vår ligger bak den vakre fjorden.

Lekce 8. Jana: Ser du det bratte fjellet der borte? Skal vi ikke dit? Ola: Nei da, det skal vi ikke. Hytta vår ligger bak den vakre fjorden. [NORŠTINA 7. LEKCE] 1 Lekce 8 Struktura: Dialog Ustálená spojení Slovíčka Gramatika Cvičení Víte, že? Dialog: På fjellet Jana og Ola er på tur i Geilo. Det er en nydelig dag og været er fint. Jana peker

Více

úř š úř Č ř Ú úř úř úř ř š ú ř š ř ů ř ř ž ž ů é Č é Č ř é é ř š šú ú ú ř ř ú é ú é š é ř é šť ř é ř é é ž é é ž Č ř é ř úř úř úř ř ž ř ř é š š ř ř žš ž ř š ř ž ž ř ř š š ž ů ň š é ž ř š ř ř ř šť ž ř ř

Více

Á Š ř á ář Á É Í á š Ř ÁŘ á é ř č á ž é ř š ů ř á é ě š ď ř š šč Č á ě ý č ář é ď ý ý ř ě č ě ý Č Á Ě Ý Č ř ě ý č á š ž áš ě ž š ž č ě é č ě č éř ř š ý š ž á é áš č á ů á š š ř éž ř ý č á á ě ř á á ý ř

Více

j k k k i k k k k k j k j j j j ij i k k jk k k jk k j j i

j k k k i k k k k k j k j j j j ij i k k jk k k jk k j j i 1.Stá-la Mat-a od-ho-dla-ně v sl-zách ve- dle ří-že Pá-ně, na te-rém Syn e-í pněl. Je- í du-š v hoř-ém lá-ní slí-če - nou, bez sm-lo - vá-ní do hlu-bn meč o-te - vřel. a f d b f Copyrght by

Více

ří í é í é ž č é í ř ě í š Ž š ž á úč é é ř ě ů í ě ě ý č í ý ú é á á ě é ě í č é č ář č é í é é ě é ž í ý ů ů á č é ž ě é ř á í č í č á é ě ž í é ší

ří í é í é ž č é í ř ě í š Ž š ž á úč é é ř ě ů í ě ě ý č í ý ú é á á ě é ě í č é č ář č é í é é ě é ž í ý ů ů á č é ž ě é ř á í č í č á é ě ž í é ší ř ž č ř ě š Ž š ž úč ř ě ů ě ě ý č ý ú ě ě č č ř č ě ž ý ů ů č ž ě ř č č ě ž š ě š ě č Ž ř ě č šš ů ň ž ž ž ř ř ž Ž č š ů úř ý ó ě š ř ě ý ě ý ě š ř ě č ř ž č ř š ý š š č ě č ě Ť š ě ř ě š ž ě ý ž ý ž

Více

í Ř Á Í Éč É š ó é ě á ý í á í í ě ý í ě ý í ó ř é í í í á ě čí í é á é ří č é á í é í ěř é č é í š ě š ú ě ší í ř ř í í í í á Ž á í í í á í í ý ř ů ů

í Ř Á Í Éč É š ó é ě á ý í á í í ě ý í ě ý í ó ř é í í í á ě čí í é á é ří č é á í é í ěř é č é í š ě š ú ě ší í ř ř í í í í á Ž á í í í á í í ý ř ů ů í Ř Á Í Éč É š ó é ě á ý í á í í ě ý í ě ý í ó ř é í í í á ě čí í é á é ří č é á í é í ěř é č é í š ě š ú ě ší í ř ř í í í í á Ž á í í í á í í ý ř ů ů ů ů ý ý í ř Ž č š í ší á ý é ě é é ě í í á í í í ě

Více

Áč Ř á ň ř á í ř í ú í ě é í á í ž ř á á á á á á š í í í č í á í Í éžá ž á ň Ž á ů ý čá íé á š ě é ě ž č íč á ň í ž čí á é á ě ží á ž úč Ž ě č ř ší ž

Áč Ř á ň ř á í ř í ú í ě é í á í ž ř á á á á á á š í í í č í á í Í éžá ž á ň Ž á ů ý čá íé á š ě é ě ž č íč á ň í ž čí á é á ě ží á ž úč Ž ě č ř ší ž Áč Ř á ň ř á í ř í ú í ě é í á í ž ř á á á á á á š í í í č í á í Í éžá ž á ň Ž á ů ý čá íé á š ě é ě ž č íč á ň í ž čí á é á ě ží á ž úč Ž ě č ř ší ž ě ží í ě é ěč ě ěč ě čí ž ů í ší á ň í é í ř é ř áší

Více

Ů š Í Á š Á Ř Ů Á š Á Á š Ř Ů Á š Á š Á Ř Á š š ř ž Á š Ř Ř Ě Á š Ř ů č Á š Ř Ů Á š Á š Ř Ž ř ě Á š Á š šš Á š Á š Ý Ř Ů Á š ÁŘ Ý Á š Á É ŘÁ É Ý ŘŮ č Á š Á Ě Á Á Á Áš Á Á Á š Ř Ě Á š Á ě Á Ř Í Á š Á š

Více

č é á ý á ý í é č á í ůř ž č á í á á é é í Č á ý čí á í á í ý ž á Ý ě š ů á ý č é í ř í í é á í ž ě ě ý í ů č é ů ě č í č á ě Žá í á ý á ý ú ěš ý ý á

č é á ý á ý í é č á í ůř ž č á í á á é é í Č á ý čí á í á í ý ž á Ý ě š ů á ý č é í ř í í é á í ž ě ě ý í ů č é ů ě č í č á ě Žá í á ý á ý ú ěš ý ý á č é á ý á ý í é č á í ůř ž č á í á á é é í Č á ý čí á í á í ý ž á Ý ě š ů á ý č é í ř í í é á í ž ě ě ý í ů č é ů ě č í č á ě Žá í á ý á ý ú ěš ý ý á š á á ř ý á á í š í ř ý í á í í ý í č é ř í ěčí áš

Více

ž š ř ř ě ů ž š ř ě ů ř ě ž š ž ě ýš ý ř ě ů ř ě ě ž ř ě ě ě ě ř š ř ý ž ř ú ř ž ý ř ě š ž ů ý ů ž ř ě š ž ě ě ě šú š ř ž š ž ž ý ě ř ř š ř ý ě ě ý ě

ž š ř ř ě ů ž š ř ě ů ř ě ž š ž ě ýš ý ř ě ů ř ě ě ž ř ě ě ě ě ř š ř ý ž ř ú ř ž ý ř ě š ž ů ý ů ž ř ě š ž ě ě ě šú š ř ž š ž ž ý ě ř ř š ř ý ě ě ý ě ú ě š Ú ě ě ě š ř ů ó ř ě ě š ř ů ě š š Á ú Ú š ů ž ř ý ý ř ř ř ž ě ř ř ě ž ň ů Ř úř É Ů ř ě ů ž ž ý ú Ú ů ů š ě ů ž š ř ř ě ů ž š ř ě ů ř ě ž š ž ě ýš ý ř ě ů ř ě ě ž ř ě ě ě ě ř š ř ý ž ř ú ř ž ý ř ě

Více

Ř š ý Ť Ť Ť ř š ř š ů ž ó ů ó ó óř ý ý Š Š ř Ú ř ó ů ž ář Ú ů ž ú ý ý ž ů š ó ý ó á Ž ó š ú ý ž ó ú š ó š ú ý ř ú ň ó ú ý ů ú ů ý Ý š úř ř ó ý ř ó ř á š á Žá ř ř řá á ý Žá ž á ř ř š ž ň á ý á ý ž ž ř á

Více

á é ěř ý á ěž é ž ů é ě í í ý í í í ý é á í žá ý á íč í í í í í ř í ý ě ý í á í šé á š ž čá í č á ě í Žá ší á í ě ý í ř á č éč é ó ě š ý á í áž á í á

á é ěř ý á ěž é ž ů é ě í í ý í í í ý é á í žá ý á íč í í í í í ř í ý ě ý í á í šé á š ž čá í č á ě í Žá ší á í ě ý í ř á č éč é ó ě š ý á í áž á í á Á á á á í ě í č ě í ý Í í í á č í í ý á í ě é ě í ř í ě é č ž í ě á í é ě ě í ě á ř á ý é é ú í í ě é ří í č Á Í Č Á Í Ě É Ý á ú Ú Č é í ě ě ž š í á š č í ě ě ě é Ž Ž ě ž č í ě č é á ž é ž é ů í í é á

Více

ž Í ú č č ě ó ě ě é ó ů Ú č Č č ý š ú ě ó š ý ě é ó ý ý ř ž ó č ť Č č ř č é ý é ě ř é é č é ý č é č č ř ě ě ř ě ž č ý ó ž ý č ý š ě é ř ý š š č é č č é ě č Í ó ó ý č ó ý Ž č č é ů ů ř ě ě š ř ě é ř ě

Více

ž ě é ú ž é ů á ž ú á š ú Í Ť č é ž ě š ý ěž é řá é é Í č é ž ý Í ě ť ě ě ž é úř ž ř ú ý ř žá ý ý ř ú ý ý ůž ý ř á ě á á ř ě é á á ě ř á ř á é á á é ž

ž ě é ú ž é ů á ž ú á š ú Í Ť č é ž ě š ý ěž é řá é é Í č é ž ý Í ě ť ě ě ž é úř ž ř ú ý ř žá ý ý ř ú ý ý ůž ý ř á ě á á ř ě é á á ě ř á ř á é á á é ž ň č ý ě ř š ž ř ř é ý á ř é š ě á ú č č ý ě ž é ř á ů á á á ť é ěř ů ť Ť ž č Í úž Ě ě š á é á ě á ř é ř ě ě ž áč ž ě ůž á ž ů á ů é á á á ř é š ě á ž ě š á š é ř áč ý ř ž é ř á ý é ě ž ž ý á ý ů ěř ť ě

Více

ú ľž ě ý ú ľž č é š Ř ń Ž č ý ú ž č é š ú Ž ľ č ý ú ž č é š ř č é ě č ľ ě ě Š š řč Č Č ą Č č úč Č Č Č Ę ř é ě é Ž č Úč éž č ý ř ř ě č ř ý é č ú Ž č ý č é ú ż č é š ě é ř š č č é č č é ě č č é é Ž Ž ö č

Více

á ň á Ú á ř Á Á Ú Á Ř ř á ě ý úř ěřž ř š á ř ě ý Úř ó Í ú á á á á Č á Č ěřž ť Ž á ú á ř é é š á ě ú ě Ž ě ř ň ř é ý Ž ř á ř ě Ž é ěř š é é řá á ě é Ú ěř Ž ý ě ě ý ř é é ěř řá á ř é Í Ž ě řá á é ěř Ž ý

Více